Facebook sagt rúið öllu trausti Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. nóvember 2018 08:30 Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hefur átt erfitt ár. Vísir/getty Yfirvöld í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, berja nú á samfélagsmiðlarisanum Facebook og það hvorki í fyrsta né annað skipti. Fáeinir mánuðir eru frá því Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, kom fyrir bandaríska þingið til að svara spurningum þingmanna um Cambridge Analytica-hneykslið, meðferð persónulegra gagna og aðra meinta misbresti. Þá kom Sheryl Sandberg framkvæmdastjóri fyrir upplýsingamálanefnd öldungadeildarinnar í september til að svara spurningum um misnotkun á samfélagsmiðlinum í aðdraganda miðkjörtímabilskosninga ársins. Ósætti valdamanna nú kemur upp eftir að New York Times fjallaði á miðvikudaginn um krísustjórnunaraðferðir stjórnenda fyrirtækisins. Þar kom meðal annars fram að Facebook hafi ráðið fyrirtækið Definers Public Affairs sem hefur stundað andstæðingarannsóknir fyrir Repúblikana. Fyrirtækið skrifaði falsfréttir og reyndi þannig að tengja gagnrýnendur Facebook við auðjöfurinn George Soros en sá er reglulega skotmark samsæriskenninga öfgaíhaldsmanna. Demókratinn Richard Blumenthal sagði að fregnirnar væru áminning um að það væri ekki lengur hægt að treysta stóru tæknifyrirtækjunum. „Við komumst að því að þegar Zuckerberg sagði þjóðinni að það væri „klikkuð hugmynd“ að halda því fram að Rússar væru að hafa óeðlileg afskipti af kosningum vissi hann að hann var að ljúga,“ sagði Blumenthal og hélt áfram: „Í stað þess að taka ábyrgð á málinu reyndu stjórnendur Facebook mánuðum saman að leyna upplýsingum og skella skuldinni á aðra. Það sem verra er, í tilraun til að skorast undan ábyrgð réð Facebook eitrað fyrirtæki í vinnu fyrir sig sem reyndi að afvegaleiða almenning og koma óorði á gagnrýnendur fyrirtækisins.“ Amy Klobuchar, Blumenthal og tveir aðrir Demókratar í öldungadeild, hafa sömuleiðis sent Rod Rosenstein aðstoðardómsmálaráðherra bréf þar sem þau krefjast þess að dómsmálaráðuneytið stækki rannsókn sína á Cambridge Analytica-hneykslinu. Skoði að auki hvort Facebook eða aðilar samningsbundnir Facebook hafi beitt sér gegn gagnrýnendum, embættismönnum sem leituðust við að setja reglur um starfsemi miðilsins eða hafi leynt upplýsingum frá almenningi. Og Soros hefur svo sjálfur kallað eftir rannsókn. Facebook hefur svarað umfjöllun NYT af krafti. Zuckerberg sagðist hafa rift samningnum við Definers og birti 4.500 orða framtíðarsýn á verklag ritskoðunar Facebook-innleggja, Zuckerberg og Sandberg sögðust hvorugt hafa vitað af ráðningu Definers. Síðari punkturinn er áhugaverður í ljósi þess að í yfirlýsingu frá miðlinum sagði að samstarfið við Definers hefði lengi verið á vitorði fjölmiðla. Það er rétt enda má finna umfjöllun frá til dæmis The Hill frá því í febrúar þar sem fjallað er um samstarfið, þó ekki Soros. Sú staðreynd gerir ummæli Zuckerbergs og Sandberg afar undarleg, enda eru þau æðstu stjórnendur fyrirtækisins. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Yfirvöld í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, berja nú á samfélagsmiðlarisanum Facebook og það hvorki í fyrsta né annað skipti. Fáeinir mánuðir eru frá því Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, kom fyrir bandaríska þingið til að svara spurningum þingmanna um Cambridge Analytica-hneykslið, meðferð persónulegra gagna og aðra meinta misbresti. Þá kom Sheryl Sandberg framkvæmdastjóri fyrir upplýsingamálanefnd öldungadeildarinnar í september til að svara spurningum um misnotkun á samfélagsmiðlinum í aðdraganda miðkjörtímabilskosninga ársins. Ósætti valdamanna nú kemur upp eftir að New York Times fjallaði á miðvikudaginn um krísustjórnunaraðferðir stjórnenda fyrirtækisins. Þar kom meðal annars fram að Facebook hafi ráðið fyrirtækið Definers Public Affairs sem hefur stundað andstæðingarannsóknir fyrir Repúblikana. Fyrirtækið skrifaði falsfréttir og reyndi þannig að tengja gagnrýnendur Facebook við auðjöfurinn George Soros en sá er reglulega skotmark samsæriskenninga öfgaíhaldsmanna. Demókratinn Richard Blumenthal sagði að fregnirnar væru áminning um að það væri ekki lengur hægt að treysta stóru tæknifyrirtækjunum. „Við komumst að því að þegar Zuckerberg sagði þjóðinni að það væri „klikkuð hugmynd“ að halda því fram að Rússar væru að hafa óeðlileg afskipti af kosningum vissi hann að hann var að ljúga,“ sagði Blumenthal og hélt áfram: „Í stað þess að taka ábyrgð á málinu reyndu stjórnendur Facebook mánuðum saman að leyna upplýsingum og skella skuldinni á aðra. Það sem verra er, í tilraun til að skorast undan ábyrgð réð Facebook eitrað fyrirtæki í vinnu fyrir sig sem reyndi að afvegaleiða almenning og koma óorði á gagnrýnendur fyrirtækisins.“ Amy Klobuchar, Blumenthal og tveir aðrir Demókratar í öldungadeild, hafa sömuleiðis sent Rod Rosenstein aðstoðardómsmálaráðherra bréf þar sem þau krefjast þess að dómsmálaráðuneytið stækki rannsókn sína á Cambridge Analytica-hneykslinu. Skoði að auki hvort Facebook eða aðilar samningsbundnir Facebook hafi beitt sér gegn gagnrýnendum, embættismönnum sem leituðust við að setja reglur um starfsemi miðilsins eða hafi leynt upplýsingum frá almenningi. Og Soros hefur svo sjálfur kallað eftir rannsókn. Facebook hefur svarað umfjöllun NYT af krafti. Zuckerberg sagðist hafa rift samningnum við Definers og birti 4.500 orða framtíðarsýn á verklag ritskoðunar Facebook-innleggja, Zuckerberg og Sandberg sögðust hvorugt hafa vitað af ráðningu Definers. Síðari punkturinn er áhugaverður í ljósi þess að í yfirlýsingu frá miðlinum sagði að samstarfið við Definers hefði lengi verið á vitorði fjölmiðla. Það er rétt enda má finna umfjöllun frá til dæmis The Hill frá því í febrúar þar sem fjallað er um samstarfið, þó ekki Soros. Sú staðreynd gerir ummæli Zuckerbergs og Sandberg afar undarleg, enda eru þau æðstu stjórnendur fyrirtækisins.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira