Áfram íslenska Lilja Alfreðsdóttir skrifar 19. nóvember 2018 07:00 Á degi íslenskrar tungu sl. föstudag kynnti ég vitundarvakningu um mikilvægi íslenskunnar. Sú ber yfirskriftina Áfram íslenska! og er ætlað að minna á að þróun og framtíð tungumálsins er á ábyrgð okkar allra. Vitundarvakning þessi er liður í fjölþættum aðgerðum stjórnvalda til stuðnings íslenskri tungu og fyrsta aðgerðin sem tilgreind er í þingsályktunartillögu um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi. Þingsályktunin var samþykkt í ríkisstjórn í liðinni viku og verður brátt lögð fram á Alþingi. Að undanförnu höfum við kynnt ýmsar aðgerðir til stuðnings íslenskunni sem meðal annars tengjast útgáfu bóka á íslensku, einkareknum fjölmiðlum og máltækni. Með þingsályktunartillögunni, og þeim 22 aðgerðum sem þar eru tilgreindar, er markmiðið að ná enn þá betur utan um það stóra og viðvarandi verkefni stjórnvalda að tryggja að íslenska verði áfram notuð á öllum sviðum íslensks samfélags. Sérstaða þjóðtungunnar, gildi hennar og fjölbreytni er sá grunnur sem vitundarvakningin okkar byggir á. Tíu aðgerðir í þingsályktunartillögunni tengjast íslensku menntakerfi með beinum hætti, t.d. aðgerð sem tengist því að efla skólabókasöfn og vinna áfram að bættu læsi. Íslendingum af erlendum uppruna og erlendum ríkisborgurum sem hér búa hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Við vitum að nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku vegnar verr í íslensku skólakerfi og eru líklegri til að hverfa frá námi. Því er brýnt að auðvelda aðfluttum Íslendingum, á öllum aldri, að ná tökum á íslensku máli. Jákvæð umræða og fræðsla í samfélaginu um fjölbreytileika íslenskunnar er sérstaklega mikilvæg fyrir nýja málnotendur og eyða þarf fordómum og auka þolinmæði gagnvart íslensku með erlendum einkennum. Það verður mikilvægur liður í vitundarvakningunni. Íslenskan er lifandi samskiptatæki og okkar sjálfsagða mál. Vitundarvakning af þessu tagi þarf að eiga sér stað sem víðast í samfélaginu og því verður á næstunni leitað eftir víðtæku samstarfi um hana, m.a. við stofnanir, atvinnulíf og félagasamtök. Við getum öll tekið virkan þátt í því að þróa íslenskuna, móta hana og nýta hana á skapandi hátt. Framtíð íslenskunnar er í okkar höndum – og á okkar vörum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á degi íslenskrar tungu sl. föstudag kynnti ég vitundarvakningu um mikilvægi íslenskunnar. Sú ber yfirskriftina Áfram íslenska! og er ætlað að minna á að þróun og framtíð tungumálsins er á ábyrgð okkar allra. Vitundarvakning þessi er liður í fjölþættum aðgerðum stjórnvalda til stuðnings íslenskri tungu og fyrsta aðgerðin sem tilgreind er í þingsályktunartillögu um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi. Þingsályktunin var samþykkt í ríkisstjórn í liðinni viku og verður brátt lögð fram á Alþingi. Að undanförnu höfum við kynnt ýmsar aðgerðir til stuðnings íslenskunni sem meðal annars tengjast útgáfu bóka á íslensku, einkareknum fjölmiðlum og máltækni. Með þingsályktunartillögunni, og þeim 22 aðgerðum sem þar eru tilgreindar, er markmiðið að ná enn þá betur utan um það stóra og viðvarandi verkefni stjórnvalda að tryggja að íslenska verði áfram notuð á öllum sviðum íslensks samfélags. Sérstaða þjóðtungunnar, gildi hennar og fjölbreytni er sá grunnur sem vitundarvakningin okkar byggir á. Tíu aðgerðir í þingsályktunartillögunni tengjast íslensku menntakerfi með beinum hætti, t.d. aðgerð sem tengist því að efla skólabókasöfn og vinna áfram að bættu læsi. Íslendingum af erlendum uppruna og erlendum ríkisborgurum sem hér búa hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Við vitum að nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku vegnar verr í íslensku skólakerfi og eru líklegri til að hverfa frá námi. Því er brýnt að auðvelda aðfluttum Íslendingum, á öllum aldri, að ná tökum á íslensku máli. Jákvæð umræða og fræðsla í samfélaginu um fjölbreytileika íslenskunnar er sérstaklega mikilvæg fyrir nýja málnotendur og eyða þarf fordómum og auka þolinmæði gagnvart íslensku með erlendum einkennum. Það verður mikilvægur liður í vitundarvakningunni. Íslenskan er lifandi samskiptatæki og okkar sjálfsagða mál. Vitundarvakning af þessu tagi þarf að eiga sér stað sem víðast í samfélaginu og því verður á næstunni leitað eftir víðtæku samstarfi um hana, m.a. við stofnanir, atvinnulíf og félagasamtök. Við getum öll tekið virkan þátt í því að þróa íslenskuna, móta hana og nýta hana á skapandi hátt. Framtíð íslenskunnar er í okkar höndum – og á okkar vörum.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun