Vill banna bílaumferð í miðborg Parísar Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2018 13:52 Anne Hidalgo tók við embætti borgarstjóra í Frakklandi árið 2014. Getty/Bloomberg Borgarstjóri Parísar segist stefna að því að banna bílaumferð í stórum hluta miðborgar frönsku höfuðborgarinnar á næstu árum.Le Figaro segir frá því að Anne Hidalgo vilji að fjögur af tuttugu hverfum borgarinnar (arrondissements) verði bíllaus. Um er að ræða fyrsta, annað, þriðja og fjórða hverfi borgarinnar, norðan Signu, þar sem meðal annars má finna listasöfnin Louvre og Pompidou og bæjarhlutann Marais (Mýrin). Auk gangandi og hjólandi vegfarenda eru rafknúnir strætisvagnar einu farartækin sem eiga að fá að fara um svæðið.París andar Skrefið er það nýjasta í áætlun Hidalgo þegar kemur að því að draga úr mengun í borginni – áætlun sem hefur gengið undir nafninu „Paris Respire“, eða París andar. Fyrsta skref áætlunarinnar var tekið árið 2016 þegar lokað var fyrir bílaumferð á ákveðnum götum á sunnudögum. Þá var breiðstrætið Champs-Élysées gerð bíllaus einn sunnudag í mánuði. Borgaryfirvöld í París ákváðu að grípa til aðgerða eftir birtingu skýrslu franskra heilbrigðisyfirvalda þar sem fram kom að mengun dragi um 48 þúsund manns til dauða í Frakklandi á ári hverju.Listasafnið Louvre.Getty/Marc PiaseckiFranskir fjölmiðlar segja að leiðtogar umræddra hverfa hafi haft frumkvæði af því að fækka bílum með þessum hætti. Síðar í vikunni verður til umræðu hvort beri að banna bílaumferð í hverfunum á sunnudögum, frá lokum næsta árs. Verði Hidalgo endurkjörin borgarstjóri árið 2020 stefni hún svo að því að bannið muni gilda alla daga vikunnar.Hert að gömlum einkabílumHidalgo tók við embætti borgarstjóra í Frakklandi árið 2014. Undir stjórn hennar hefur verið lagt bann við að aka bílum, framleiddum fyrir árið 1997, inn í miðborgina milli átta á morgnana og átta á kvöldin á virkum dögum. Sömuleiðis er bannað að keyra dísilbílum, framleiddum 2001 eða fyrr, inn í miðborgina. Á næsta ári mun bannið ná til dísilbíla, framleiddum 2005 eða fyrr. Áfram verði unnið að herða reglurnar þannig að allir dísilbílar verði alfarið bannaðir árið 2024 og bensínbílar árið 2030. Frakkland Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldri borgarar í París fá frítt í lestir og strætó Sósíalistinn Anne Hidalgo, sem hefur gegnt borgarstjóraembættinu í París frá árinu 2014, kveðst vona að breytingin verði til að fleiri skilji bílinn eftir heima. 10. janúar 2018 13:48 Eldri bílar bannaðir í París Árið 2020 verða bílar eldri en af árgerð 2011 bannaðir í borginni. 16. febrúar 2015 09:30 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Borgarstjóri Parísar segist stefna að því að banna bílaumferð í stórum hluta miðborgar frönsku höfuðborgarinnar á næstu árum.Le Figaro segir frá því að Anne Hidalgo vilji að fjögur af tuttugu hverfum borgarinnar (arrondissements) verði bíllaus. Um er að ræða fyrsta, annað, þriðja og fjórða hverfi borgarinnar, norðan Signu, þar sem meðal annars má finna listasöfnin Louvre og Pompidou og bæjarhlutann Marais (Mýrin). Auk gangandi og hjólandi vegfarenda eru rafknúnir strætisvagnar einu farartækin sem eiga að fá að fara um svæðið.París andar Skrefið er það nýjasta í áætlun Hidalgo þegar kemur að því að draga úr mengun í borginni – áætlun sem hefur gengið undir nafninu „Paris Respire“, eða París andar. Fyrsta skref áætlunarinnar var tekið árið 2016 þegar lokað var fyrir bílaumferð á ákveðnum götum á sunnudögum. Þá var breiðstrætið Champs-Élysées gerð bíllaus einn sunnudag í mánuði. Borgaryfirvöld í París ákváðu að grípa til aðgerða eftir birtingu skýrslu franskra heilbrigðisyfirvalda þar sem fram kom að mengun dragi um 48 þúsund manns til dauða í Frakklandi á ári hverju.Listasafnið Louvre.Getty/Marc PiaseckiFranskir fjölmiðlar segja að leiðtogar umræddra hverfa hafi haft frumkvæði af því að fækka bílum með þessum hætti. Síðar í vikunni verður til umræðu hvort beri að banna bílaumferð í hverfunum á sunnudögum, frá lokum næsta árs. Verði Hidalgo endurkjörin borgarstjóri árið 2020 stefni hún svo að því að bannið muni gilda alla daga vikunnar.Hert að gömlum einkabílumHidalgo tók við embætti borgarstjóra í Frakklandi árið 2014. Undir stjórn hennar hefur verið lagt bann við að aka bílum, framleiddum fyrir árið 1997, inn í miðborgina milli átta á morgnana og átta á kvöldin á virkum dögum. Sömuleiðis er bannað að keyra dísilbílum, framleiddum 2001 eða fyrr, inn í miðborgina. Á næsta ári mun bannið ná til dísilbíla, framleiddum 2005 eða fyrr. Áfram verði unnið að herða reglurnar þannig að allir dísilbílar verði alfarið bannaðir árið 2024 og bensínbílar árið 2030.
Frakkland Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldri borgarar í París fá frítt í lestir og strætó Sósíalistinn Anne Hidalgo, sem hefur gegnt borgarstjóraembættinu í París frá árinu 2014, kveðst vona að breytingin verði til að fleiri skilji bílinn eftir heima. 10. janúar 2018 13:48 Eldri bílar bannaðir í París Árið 2020 verða bílar eldri en af árgerð 2011 bannaðir í borginni. 16. febrúar 2015 09:30 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Eldri borgarar í París fá frítt í lestir og strætó Sósíalistinn Anne Hidalgo, sem hefur gegnt borgarstjóraembættinu í París frá árinu 2014, kveðst vona að breytingin verði til að fleiri skilji bílinn eftir heima. 10. janúar 2018 13:48
Eldri bílar bannaðir í París Árið 2020 verða bílar eldri en af árgerð 2011 bannaðir í borginni. 16. febrúar 2015 09:30