Vill banna bílaumferð í miðborg Parísar Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2018 13:52 Anne Hidalgo tók við embætti borgarstjóra í Frakklandi árið 2014. Getty/Bloomberg Borgarstjóri Parísar segist stefna að því að banna bílaumferð í stórum hluta miðborgar frönsku höfuðborgarinnar á næstu árum.Le Figaro segir frá því að Anne Hidalgo vilji að fjögur af tuttugu hverfum borgarinnar (arrondissements) verði bíllaus. Um er að ræða fyrsta, annað, þriðja og fjórða hverfi borgarinnar, norðan Signu, þar sem meðal annars má finna listasöfnin Louvre og Pompidou og bæjarhlutann Marais (Mýrin). Auk gangandi og hjólandi vegfarenda eru rafknúnir strætisvagnar einu farartækin sem eiga að fá að fara um svæðið.París andar Skrefið er það nýjasta í áætlun Hidalgo þegar kemur að því að draga úr mengun í borginni – áætlun sem hefur gengið undir nafninu „Paris Respire“, eða París andar. Fyrsta skref áætlunarinnar var tekið árið 2016 þegar lokað var fyrir bílaumferð á ákveðnum götum á sunnudögum. Þá var breiðstrætið Champs-Élysées gerð bíllaus einn sunnudag í mánuði. Borgaryfirvöld í París ákváðu að grípa til aðgerða eftir birtingu skýrslu franskra heilbrigðisyfirvalda þar sem fram kom að mengun dragi um 48 þúsund manns til dauða í Frakklandi á ári hverju.Listasafnið Louvre.Getty/Marc PiaseckiFranskir fjölmiðlar segja að leiðtogar umræddra hverfa hafi haft frumkvæði af því að fækka bílum með þessum hætti. Síðar í vikunni verður til umræðu hvort beri að banna bílaumferð í hverfunum á sunnudögum, frá lokum næsta árs. Verði Hidalgo endurkjörin borgarstjóri árið 2020 stefni hún svo að því að bannið muni gilda alla daga vikunnar.Hert að gömlum einkabílumHidalgo tók við embætti borgarstjóra í Frakklandi árið 2014. Undir stjórn hennar hefur verið lagt bann við að aka bílum, framleiddum fyrir árið 1997, inn í miðborgina milli átta á morgnana og átta á kvöldin á virkum dögum. Sömuleiðis er bannað að keyra dísilbílum, framleiddum 2001 eða fyrr, inn í miðborgina. Á næsta ári mun bannið ná til dísilbíla, framleiddum 2005 eða fyrr. Áfram verði unnið að herða reglurnar þannig að allir dísilbílar verði alfarið bannaðir árið 2024 og bensínbílar árið 2030. Frakkland Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldri borgarar í París fá frítt í lestir og strætó Sósíalistinn Anne Hidalgo, sem hefur gegnt borgarstjóraembættinu í París frá árinu 2014, kveðst vona að breytingin verði til að fleiri skilji bílinn eftir heima. 10. janúar 2018 13:48 Eldri bílar bannaðir í París Árið 2020 verða bílar eldri en af árgerð 2011 bannaðir í borginni. 16. febrúar 2015 09:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Borgarstjóri Parísar segist stefna að því að banna bílaumferð í stórum hluta miðborgar frönsku höfuðborgarinnar á næstu árum.Le Figaro segir frá því að Anne Hidalgo vilji að fjögur af tuttugu hverfum borgarinnar (arrondissements) verði bíllaus. Um er að ræða fyrsta, annað, þriðja og fjórða hverfi borgarinnar, norðan Signu, þar sem meðal annars má finna listasöfnin Louvre og Pompidou og bæjarhlutann Marais (Mýrin). Auk gangandi og hjólandi vegfarenda eru rafknúnir strætisvagnar einu farartækin sem eiga að fá að fara um svæðið.París andar Skrefið er það nýjasta í áætlun Hidalgo þegar kemur að því að draga úr mengun í borginni – áætlun sem hefur gengið undir nafninu „Paris Respire“, eða París andar. Fyrsta skref áætlunarinnar var tekið árið 2016 þegar lokað var fyrir bílaumferð á ákveðnum götum á sunnudögum. Þá var breiðstrætið Champs-Élysées gerð bíllaus einn sunnudag í mánuði. Borgaryfirvöld í París ákváðu að grípa til aðgerða eftir birtingu skýrslu franskra heilbrigðisyfirvalda þar sem fram kom að mengun dragi um 48 þúsund manns til dauða í Frakklandi á ári hverju.Listasafnið Louvre.Getty/Marc PiaseckiFranskir fjölmiðlar segja að leiðtogar umræddra hverfa hafi haft frumkvæði af því að fækka bílum með þessum hætti. Síðar í vikunni verður til umræðu hvort beri að banna bílaumferð í hverfunum á sunnudögum, frá lokum næsta árs. Verði Hidalgo endurkjörin borgarstjóri árið 2020 stefni hún svo að því að bannið muni gilda alla daga vikunnar.Hert að gömlum einkabílumHidalgo tók við embætti borgarstjóra í Frakklandi árið 2014. Undir stjórn hennar hefur verið lagt bann við að aka bílum, framleiddum fyrir árið 1997, inn í miðborgina milli átta á morgnana og átta á kvöldin á virkum dögum. Sömuleiðis er bannað að keyra dísilbílum, framleiddum 2001 eða fyrr, inn í miðborgina. Á næsta ári mun bannið ná til dísilbíla, framleiddum 2005 eða fyrr. Áfram verði unnið að herða reglurnar þannig að allir dísilbílar verði alfarið bannaðir árið 2024 og bensínbílar árið 2030.
Frakkland Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldri borgarar í París fá frítt í lestir og strætó Sósíalistinn Anne Hidalgo, sem hefur gegnt borgarstjóraembættinu í París frá árinu 2014, kveðst vona að breytingin verði til að fleiri skilji bílinn eftir heima. 10. janúar 2018 13:48 Eldri bílar bannaðir í París Árið 2020 verða bílar eldri en af árgerð 2011 bannaðir í borginni. 16. febrúar 2015 09:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Eldri borgarar í París fá frítt í lestir og strætó Sósíalistinn Anne Hidalgo, sem hefur gegnt borgarstjóraembættinu í París frá árinu 2014, kveðst vona að breytingin verði til að fleiri skilji bílinn eftir heima. 10. janúar 2018 13:48
Eldri bílar bannaðir í París Árið 2020 verða bílar eldri en af árgerð 2011 bannaðir í borginni. 16. febrúar 2015 09:30