Fatatíska Soffíu Danadrottningar markar aldur predikunarstólsins Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2018 21:00 Ásmundur Þórarinsson, bóndi á Vífilsstöðum, bendir á myndirnar af dönsku konungshjónunum á predikunarstólnum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Sérfræðingar um fatatísku geta komið sér vel á ólíklegustu stöðum, það vita þeir í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði. Vegna glöggra tískusérfræðinga telja Tungumenn sig nú geta fullyrt að sóknarkirkjan þeirra að Kirkjubæ varðveiti elsta predikunarstól landsins, og það frá tíma Guðbrands Þorlákssonar Hólabiskups. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Það er ekki aðeins að kirkjan að Kirkjubæ í Hróarstungu þyki fögur, kirkjustæðið þykir magnað en kirkjan kallast á við Dyrfjöllin, helsta djásn Austurlands.Kirkjubæjarkirkja í Hróarstungu. Fjær má sjá Dyrfjöll. Síðasti presturinn, Sigurjón Jónsson, sat staðinn til ársins 1956 og hann skráði hjá sér að séð frá Kirkjubæ kæmi sólin upp í dyrum Dyrfjalla tvisvar á ári, 25. mars og 9. september.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Inni í kirkjunni er einnig merkilegur gripur, sjálfur predikunarstólinn, sem þeir Hróarstungumenn vilja meina að sé sá elsti á landinu. Hann sé frá því skömmu eftir siðaskipti, þegar eignarhald á kirkjunum hafði færst frá páfanum í Róm til danska konungsvaldsins. Helsta sönnunin, segir Ásmundur Þórarinsson, eru myndirnar á stólnum, en þá þótti tilhlýðilegt að mála mynd af ríkjandi Danakonungi. Stóllinn sýnir Friðrik annan og drottningu hans, Soffíu af Mecklenburg, sem afmarkar tímann frá 1559 til 1588. Konungshjónin varð auðvitað að sýna í fatatísku samtímans og þá kom röðin að tískusérfræðingum að fylla ennþá betur í myndina.Friðrik annar Danakonungur, til vinstri, ríkti frá 1559 til 1588. Til hægri er drottning hans, Soffía af Mecklenburg.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það voru nú Danir, sérfræðingar við Þjóðminjasafnið í Danmörku, sem litu á myndir af stólnum og þeir fundu það út að þessi tíska, sem þau eru í, þetta voru nokkurskonar hvursdagsföt fyrir konungshjónin, - þetta er ekki sparifatnaður. Tískan segir fyrir að þetta er svona 1584 eða 5, eitthvað svoleiðis,“ segir Ásmundur. Það var einmitt Friðrik annar Danakonungur sem skipaði Guðbrand Þorláksson biskup að Hólum árið 1571 og veitti honum leyfi til að prenta Guðbrandsbiblíuna, sem út kom árið 1584. Nánar er fjallað um predikunarstólinn og Kirkjubæjarkirkju í þættinum „Um land allt“ sem er um mannlíf í Hróarstungu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fljótsdalshérað Um land allt Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Sjá meira
Sérfræðingar um fatatísku geta komið sér vel á ólíklegustu stöðum, það vita þeir í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði. Vegna glöggra tískusérfræðinga telja Tungumenn sig nú geta fullyrt að sóknarkirkjan þeirra að Kirkjubæ varðveiti elsta predikunarstól landsins, og það frá tíma Guðbrands Þorlákssonar Hólabiskups. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Það er ekki aðeins að kirkjan að Kirkjubæ í Hróarstungu þyki fögur, kirkjustæðið þykir magnað en kirkjan kallast á við Dyrfjöllin, helsta djásn Austurlands.Kirkjubæjarkirkja í Hróarstungu. Fjær má sjá Dyrfjöll. Síðasti presturinn, Sigurjón Jónsson, sat staðinn til ársins 1956 og hann skráði hjá sér að séð frá Kirkjubæ kæmi sólin upp í dyrum Dyrfjalla tvisvar á ári, 25. mars og 9. september.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Inni í kirkjunni er einnig merkilegur gripur, sjálfur predikunarstólinn, sem þeir Hróarstungumenn vilja meina að sé sá elsti á landinu. Hann sé frá því skömmu eftir siðaskipti, þegar eignarhald á kirkjunum hafði færst frá páfanum í Róm til danska konungsvaldsins. Helsta sönnunin, segir Ásmundur Þórarinsson, eru myndirnar á stólnum, en þá þótti tilhlýðilegt að mála mynd af ríkjandi Danakonungi. Stóllinn sýnir Friðrik annan og drottningu hans, Soffíu af Mecklenburg, sem afmarkar tímann frá 1559 til 1588. Konungshjónin varð auðvitað að sýna í fatatísku samtímans og þá kom röðin að tískusérfræðingum að fylla ennþá betur í myndina.Friðrik annar Danakonungur, til vinstri, ríkti frá 1559 til 1588. Til hægri er drottning hans, Soffía af Mecklenburg.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það voru nú Danir, sérfræðingar við Þjóðminjasafnið í Danmörku, sem litu á myndir af stólnum og þeir fundu það út að þessi tíska, sem þau eru í, þetta voru nokkurskonar hvursdagsföt fyrir konungshjónin, - þetta er ekki sparifatnaður. Tískan segir fyrir að þetta er svona 1584 eða 5, eitthvað svoleiðis,“ segir Ásmundur. Það var einmitt Friðrik annar Danakonungur sem skipaði Guðbrand Þorláksson biskup að Hólum árið 1571 og veitti honum leyfi til að prenta Guðbrandsbiblíuna, sem út kom árið 1584. Nánar er fjallað um predikunarstólinn og Kirkjubæjarkirkju í þættinum „Um land allt“ sem er um mannlíf í Hróarstungu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fljótsdalshérað Um land allt Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Sjá meira