Efnunum eytt á Spáni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 1. nóvember 2018 06:15 Sigurður Ragnar Kristinsson. Fréttablaðið/Ernir Fíkniefnum sem haldlögð voru af spænskum lögregluyfirvöldum í svokölluðu Skáksambandsmáli var eytt áður en frekari greining, sem íslenska lögreglan óskaði eftir, hafði farið fram. Þetta staðfestir Anna Barbara Andradóttir saksóknari. „Það var óskað eftir því af hálfu íslensku lögreglunnar að þeim yrði ekki eytt en náðist ekki í tíma og þeim var eytt áður en sú beiðni komst til skila.“ Þrír hafa verið ákærðir í málinu, þeirra á meðal Sigurður Ragnar Kristinsson, sem er ákærður fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á fimm kílóum af amfetamíni, 23,8% að styrkleika, hingað til lands frá Spáni. Sigurður játaði aðild að málinu við yfirheyrslur hjá lögreglu en neitaði sök við þingfestingu málsins. „Ákærði hefur efasemdir um vigtun efnanna og magn efna sem tiltekið er í ákærunni. Þá eru uppi efasemdir um styrkleikamælingu efnanna og um að þetta séu að öllu leyti efnin sem tilgreind eru í ákæru,“ segir Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Sigurðar Ragnars, en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Aðspurð segir Anna Barbara að lögregla hafi óskað eftir frekari greiningu á efnunum meðan málið var á rannsóknarstigi en ekki hafi verið unnt að verða við því enda búið að eyða þeim. Hún segir ákvörðun um eyðingu efnanna hafi verið tekna á grundvelli vinnureglna þar ytra eftir ákveðnum stöðlum hjá Sameinuðu þjóðunum. Þrátt fyrir að ekki hafi reynst unnt að afla frekari greininga sé skýrslan ekki dregin í efa. Um Evrópuríki sé að ræða sem fylgi sömu viðmiðum og gert er hér á landi og allar mælingar hafi verið gerðar sem ætti að vera fullnægjandi samkvæmt hérlendum stöðlum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Fíkniefnum sem haldlögð voru af spænskum lögregluyfirvöldum í svokölluðu Skáksambandsmáli var eytt áður en frekari greining, sem íslenska lögreglan óskaði eftir, hafði farið fram. Þetta staðfestir Anna Barbara Andradóttir saksóknari. „Það var óskað eftir því af hálfu íslensku lögreglunnar að þeim yrði ekki eytt en náðist ekki í tíma og þeim var eytt áður en sú beiðni komst til skila.“ Þrír hafa verið ákærðir í málinu, þeirra á meðal Sigurður Ragnar Kristinsson, sem er ákærður fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á fimm kílóum af amfetamíni, 23,8% að styrkleika, hingað til lands frá Spáni. Sigurður játaði aðild að málinu við yfirheyrslur hjá lögreglu en neitaði sök við þingfestingu málsins. „Ákærði hefur efasemdir um vigtun efnanna og magn efna sem tiltekið er í ákærunni. Þá eru uppi efasemdir um styrkleikamælingu efnanna og um að þetta séu að öllu leyti efnin sem tilgreind eru í ákæru,“ segir Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Sigurðar Ragnars, en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Aðspurð segir Anna Barbara að lögregla hafi óskað eftir frekari greiningu á efnunum meðan málið var á rannsóknarstigi en ekki hafi verið unnt að verða við því enda búið að eyða þeim. Hún segir ákvörðun um eyðingu efnanna hafi verið tekna á grundvelli vinnureglna þar ytra eftir ákveðnum stöðlum hjá Sameinuðu þjóðunum. Þrátt fyrir að ekki hafi reynst unnt að afla frekari greininga sé skýrslan ekki dregin í efa. Um Evrópuríki sé að ræða sem fylgi sömu viðmiðum og gert er hér á landi og allar mælingar hafi verið gerðar sem ætti að vera fullnægjandi samkvæmt hérlendum stöðlum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira