Traktornum var breytt í golfbíl hjá tollinum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. nóvember 2018 07:00 Kristján Kjartansson vildi létta sér snjómoksturinn með aðgengilegri dráttarvél en tollurinn setur strik í reikninginn. Fréttablaðið/Auðunn „Ég er argur og mér finnst að það hafi verið farið bölvanlega með mig,“ segir Kristján Kjartansson á Einhóli í Svalbarðsstrandarhreppi í Eyjafirði. Kristján, sem er áttræður, býr með eiginkonu sinni í húsinu Einhóli sem hann byggði á jörð foreldra sinna, Mógili. Við sömu heimreið eru einnig hús tveggja systra hans og hús systurdóttur. Hann annast snjómokstur á heimreiðinni, hátt í einn kílómetra upp á veg. Til þess hefur hann notað stóra Zetor-dráttarvél. „Það er tvær brekkur sem eru verstar, sérstaklega önnur þeirra. Konan mín og ættingjar uppástóðu að ég væri að verða of gamall til að vinna á Zetornum. Ég var nú ekkert sammála því en svo datt mér í hug í vor að fá mér minni traktor,“ segir Kristján. Hann hafi fundið notaðan smátraktor af tegundinni Polaris til sölu í Bretlandi. „Þetta hentaði mér betur, miklu betur, hægt að stíga upp í þetta eins og bíl, mjög þægilegt,“ segir Kristján sem kveðst strax hafa farið að kynna sér hvort og þá hversu há vörugjöld hann þyrfti að borga af tækinu. „Ég talaði við ótal tollverði og aðra háttsettari og það gat enginn svarað mér ákveðið,“ segir Kristján. Starfsmaður hjá Tollstjóra hafi vísað á reiknivél embættisins og sagt honum að leita undir traktorum. Reiknivélin hafi sýnt að engin vörugjöld ættu að vera á tækinu. „Þá var ég ánægður því þá kæmi ég traktornum inn á verði sem ég taldi mig geta eytt í þetta. Svo við hjónakornin slógum bara til.“ Á meðan Kristján beið tækisins kom nýtt hljóð í strokkinn hjá tollinum. „Það var bara eftir því við hvern ég talaði hvort traktorinn var fjórhjól, „dumper“ eða golfbíll eins og mér skilst að hafi orðið á endanum og á honum er 30 prósent tollur. Þetta var tala sem ég hafði aldrei heyrt áður og hefði ekki komið nálægt þessu ef ég hefði gert það,“ segir Kristján vonsvikinn. Kristján greiddi virðisaukaskattinn með fyrirvara en fékk eins árs frest á greiðslu vörugjalda áður en hann tók traktorinn heim. Á meðan 500 þúsund króna vörugjöldin eru ógreidd má hann ekki nota dráttarvélina Hann vonast til að tollflokkuninni verði breytt. „Þeir neita því algerlega að þetta geti verið traktor því þetta líti ekki út eins og traktor og eru með alls konar vífilengjur,“ segir Kristján en bendir á að tækið hafi ekki aðeins verið skráð í Bretlandi sem traktor heldur sé nú skráð í ökutækjaskrá hér sem dráttarvél. Þá segist Kristján nú hafa frétt hjá Polaris-umboðinu að slík tæki hafi ekki borið vörugjöld þar til fyrir um einu og hálfu ári. Orsökin sé líklega aukinn innflutningur tækja sem líti svipað út en séu með mun aflmeiri bensínvél, hraðskreiðari og hafi aðra eiginleika en dísiltraktorinn sem hann keypti og sé dráttarvél og alls ekki leiktæki. Polaris eigi í málaferlum við ríkið vegna þessa. „Ég bíð með að selja Zetorinn þar til ég sé hvað verður úr þessu máli,“ segir Kristján. Birtist í Fréttablaðinu Svalbarðsstrandarhreppur Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
„Ég er argur og mér finnst að það hafi verið farið bölvanlega með mig,“ segir Kristján Kjartansson á Einhóli í Svalbarðsstrandarhreppi í Eyjafirði. Kristján, sem er áttræður, býr með eiginkonu sinni í húsinu Einhóli sem hann byggði á jörð foreldra sinna, Mógili. Við sömu heimreið eru einnig hús tveggja systra hans og hús systurdóttur. Hann annast snjómokstur á heimreiðinni, hátt í einn kílómetra upp á veg. Til þess hefur hann notað stóra Zetor-dráttarvél. „Það er tvær brekkur sem eru verstar, sérstaklega önnur þeirra. Konan mín og ættingjar uppástóðu að ég væri að verða of gamall til að vinna á Zetornum. Ég var nú ekkert sammála því en svo datt mér í hug í vor að fá mér minni traktor,“ segir Kristján. Hann hafi fundið notaðan smátraktor af tegundinni Polaris til sölu í Bretlandi. „Þetta hentaði mér betur, miklu betur, hægt að stíga upp í þetta eins og bíl, mjög þægilegt,“ segir Kristján sem kveðst strax hafa farið að kynna sér hvort og þá hversu há vörugjöld hann þyrfti að borga af tækinu. „Ég talaði við ótal tollverði og aðra háttsettari og það gat enginn svarað mér ákveðið,“ segir Kristján. Starfsmaður hjá Tollstjóra hafi vísað á reiknivél embættisins og sagt honum að leita undir traktorum. Reiknivélin hafi sýnt að engin vörugjöld ættu að vera á tækinu. „Þá var ég ánægður því þá kæmi ég traktornum inn á verði sem ég taldi mig geta eytt í þetta. Svo við hjónakornin slógum bara til.“ Á meðan Kristján beið tækisins kom nýtt hljóð í strokkinn hjá tollinum. „Það var bara eftir því við hvern ég talaði hvort traktorinn var fjórhjól, „dumper“ eða golfbíll eins og mér skilst að hafi orðið á endanum og á honum er 30 prósent tollur. Þetta var tala sem ég hafði aldrei heyrt áður og hefði ekki komið nálægt þessu ef ég hefði gert það,“ segir Kristján vonsvikinn. Kristján greiddi virðisaukaskattinn með fyrirvara en fékk eins árs frest á greiðslu vörugjalda áður en hann tók traktorinn heim. Á meðan 500 þúsund króna vörugjöldin eru ógreidd má hann ekki nota dráttarvélina Hann vonast til að tollflokkuninni verði breytt. „Þeir neita því algerlega að þetta geti verið traktor því þetta líti ekki út eins og traktor og eru með alls konar vífilengjur,“ segir Kristján en bendir á að tækið hafi ekki aðeins verið skráð í Bretlandi sem traktor heldur sé nú skráð í ökutækjaskrá hér sem dráttarvél. Þá segist Kristján nú hafa frétt hjá Polaris-umboðinu að slík tæki hafi ekki borið vörugjöld þar til fyrir um einu og hálfu ári. Orsökin sé líklega aukinn innflutningur tækja sem líti svipað út en séu með mun aflmeiri bensínvél, hraðskreiðari og hafi aðra eiginleika en dísiltraktorinn sem hann keypti og sé dráttarvél og alls ekki leiktæki. Polaris eigi í málaferlum við ríkið vegna þessa. „Ég bíð með að selja Zetorinn þar til ég sé hvað verður úr þessu máli,“ segir Kristján.
Birtist í Fréttablaðinu Svalbarðsstrandarhreppur Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira