Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. nóvember 2018 10:30 Vettvangurinn var formlega afhentur lögreglu í morgun. Á mynd sjást lögreglumenn að störfum við húsið á tíunda tímanum. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi hefur áður komið við sögu lögreglu. Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu á tíunda tímanum. Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, húsráðanda og konu sem var gestkomandi í húsinu í gær, hefjist eftir hádegi í dag. Oddur staðfestir að tveir hafi látist í brunanum í gær. Vitað er hvaða einstaklinga um ræðir og hafa aðstandendur verið upplýstir um stöðu mála.Lögregla áður verið kölluð út í húsið Eins og áður hefur komið fram hefur ekki verið hægt að yfirheyra fólkið sem handtekið var á vettvangi í gær sökum ástands þess. Verið er að undirbúa skýrslutökur og búist er við því að þær hefjist eftir hádegi. Aðspurður segir Oddur að fólkið hafi komið áður við sögu lögreglu. Þá hafi lögregla á Suðurlandi sinnt áður útköllum í húsið. Oddur vildi ekki gefa það upp við fréttastofu fyrr í morgun hvort fólkið væri grunað um eitthvað í tengslum við brunann en væntanlega verður tekin ákvörðun um það í dag hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir fólkinu.Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær.Vísir/Egill AðalsteinssonÞá rannsakar lögregla nú atburðarásina í aðdraganda brunans. „Það er til rannsóknar hjá okkur og við gefum okkur ekkert fyrir fram í því en rannsökum allar kenningar til enda, hvort sem þær útiloka einhverja þætti eða styrkja aðra,“ segir Oddur. Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan fjögur síðdegis í gær vegna eldsins í húsinu en það var alelda þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi og hafa vaktað húsið í nótt og fram eftir degi. Vettvangur var svo formlega afhentur lögreglu í morgun sem rannsakar málið. Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir „Það er alveg staðfest að það eru tvær manneskjur í húsinu“ Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi. 1. nóvember 2018 08:28 Ekki hægt að yfirheyra fólkið sökum ástands Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi voru handtekin á vettvangi skömmu eftir að lögreglan kom á vettvang. 31. október 2018 22:09 Ekki búið að ræða við fólkið sem er í haldi vegna brunans Húsráðandi og gestkomandi kona í haldi. 1. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð Sjá meira
Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi hefur áður komið við sögu lögreglu. Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu á tíunda tímanum. Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, húsráðanda og konu sem var gestkomandi í húsinu í gær, hefjist eftir hádegi í dag. Oddur staðfestir að tveir hafi látist í brunanum í gær. Vitað er hvaða einstaklinga um ræðir og hafa aðstandendur verið upplýstir um stöðu mála.Lögregla áður verið kölluð út í húsið Eins og áður hefur komið fram hefur ekki verið hægt að yfirheyra fólkið sem handtekið var á vettvangi í gær sökum ástands þess. Verið er að undirbúa skýrslutökur og búist er við því að þær hefjist eftir hádegi. Aðspurður segir Oddur að fólkið hafi komið áður við sögu lögreglu. Þá hafi lögregla á Suðurlandi sinnt áður útköllum í húsið. Oddur vildi ekki gefa það upp við fréttastofu fyrr í morgun hvort fólkið væri grunað um eitthvað í tengslum við brunann en væntanlega verður tekin ákvörðun um það í dag hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir fólkinu.Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær.Vísir/Egill AðalsteinssonÞá rannsakar lögregla nú atburðarásina í aðdraganda brunans. „Það er til rannsóknar hjá okkur og við gefum okkur ekkert fyrir fram í því en rannsökum allar kenningar til enda, hvort sem þær útiloka einhverja þætti eða styrkja aðra,“ segir Oddur. Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan fjögur síðdegis í gær vegna eldsins í húsinu en það var alelda þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi og hafa vaktað húsið í nótt og fram eftir degi. Vettvangur var svo formlega afhentur lögreglu í morgun sem rannsakar málið.
Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir „Það er alveg staðfest að það eru tvær manneskjur í húsinu“ Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi. 1. nóvember 2018 08:28 Ekki hægt að yfirheyra fólkið sökum ástands Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi voru handtekin á vettvangi skömmu eftir að lögreglan kom á vettvang. 31. október 2018 22:09 Ekki búið að ræða við fólkið sem er í haldi vegna brunans Húsráðandi og gestkomandi kona í haldi. 1. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð Sjá meira
„Það er alveg staðfest að það eru tvær manneskjur í húsinu“ Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi. 1. nóvember 2018 08:28
Ekki hægt að yfirheyra fólkið sökum ástands Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi voru handtekin á vettvangi skömmu eftir að lögreglan kom á vettvang. 31. október 2018 22:09
Ekki búið að ræða við fólkið sem er í haldi vegna brunans Húsráðandi og gestkomandi kona í haldi. 1. nóvember 2018 08:49