Starfsmönnum Google var ofboðið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. nóvember 2018 07:00 Starfsfólk gekk meðal annars út af vinnustaðnum í Sviss, Japan, Bretlandi og í Bandaríkjunum. Getty/Mason Trinca Starfsmenn Google víða um heim lögðu niður störf í gær til þess að mótmæla kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustaðnum. Starfsmenn í til að mynda Kaliforníu, Sviss, Bretlandi, Írlandi, Japan, Þýskalandi og Singapúr gengu út af vinnustaðnum í mótmælaskyni og söfnuðust saman fyrir utan skrifstofur fyrirtækisins. Að því er kemur fram í fréttatilkynningu aðstandenda þessara mótmæla, er kallast #GoogleWalkout, var ákvörðunin tekin eftir að The New York Times birti umfjöllun um að æðstu stjórnendur fyrirtækisins hafi hylmt yfir brot Andys Rubin, mannsins á bak við Android stýrikerfið sem er sakaður um að þvinga konu til munnmaka árið 2013. Larry Page, sem var forstjóri Google árið 2014, krafðist afsagnar Rubins eftir að fyrirtækið hafði rannsakað ásakanirnar og komist að því að þær væru trúverðugar. Hins vegar var ekki minnst á þær þegar tilkynnt var um starfslok Rubins og fékk Android-maðurinn níutíu milljóna dala starfslokasamning. Að auki kom fram í umfjöllun blaðsins að Rubin sé einn þriggja stjórnenda sem Google hefur hylmt yfir með vegna ásakana um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. En fyrir hverja sögu sem birtist í New York Times eru þúsundir til viðbótar á öllum sviðum fyrirtækisins, að því er kemur fram í tilkynningunni. „Margar þeirra eru ósagðar. Við erum hluti af ört stækkandi hreyfingu og ætlum ekki að láta svona viðgangast lengur.“ Aðstandendur sögðu að meint brot Rubins væru hluti af langvarandi mynstri sem væri svo stutt af kerfisbundnum kynþáttafordómum. „Eins og sést á umfjölluninni og svörum stjórnenda þá teygir vandinn sig alveg upp á topp. Þótt Google hafi orðið tíðrætt um fjölbreytni og fjölmenningu hefur lítið verið gert til þess að vinna gegn kerfisbundnum kynþáttafordómum og kynbundnu ofbeldi eða stuðla að fjölbreytni á vinnustaðnum. NÚ ER NÓG KOMIÐ.“ Mótmælendur settu fram kröfur í fimm liðum. Í fyrsta lagi að hætta að neyða þolendur til að leysa öll mál innan fyrirtækisins með bindandi hætti og að heimila þolendum að taka með sér samstarfsmann á fundi með mannauðsstjóra, í öðru lagi að fyrirtækið skuldbindi sig til þess að útrýma launamun kynja og kynþátta, í þriðja lagi að fyrirtækið láti gera gegnsæja skýrslu um kynferðisofbeldi og áreitni, í fjórða lagi að fyrirtækið skapi skýra og samhæfða verkferla um hvernig á að tilkynna brot og í fimmta lagi að gera yfirmann fjölbreytni hjá fyrirtækinu að beinum undirmanni forstjórans. Sundar Pichai, forstjóri Google, sagði við starfsmenn að hann styddi rétt þeirra til mótmæla. „Ég skil reiðina og vonbrigðin sem þið finnið mörg fyrir. Ég finn fyrir þessu sama og er staðráðinn í því að ná raunverulegum árangri í því að vinna gegn þessu langlífa samfélagsmeini sem hrjáir okkur hér hjá Google einnig,“ hafði BBC eftir tölvupósti sem Pichai sendi öllum starfsmönnum.Besti vinnustaðurinn? Tíðindi gærdagsins eru ef til vill óvænt í ljósi þess að Google hefur ítrekað verið útnefnt fyrirtækið sem best er að vinna fyrir og fyrirtækið með bestu vinnustaðamenninguna. Árið 2017 var Google til að mynda í efsta sæti á listum bæði Forbes og LinkedIn yfir bestu fyrirtækin til að vinna fyrir og hafði verið með toppsætið í sex ár þar á undan hjá Forbes. Í fyrra útnefndi Comparably svo vinnustaðamenningu Google þá bestu í tæknigeiranum. Og þrátt fyrir að fyrirtækið hafi ekki haldið toppsætinu hjá LinkedIn og Forbes í ár er það enn ofarlega á lista. Í fimmta sæti hjá Forbes, öðru hjá LinkedIn. Birtist í Fréttablaðinu Google Tengdar fréttir Starfsmenn Google gengu út Starfsmenn tæknirisans Google hafa yfirgefið vinnustaði sína í morgun í mótmælaskyni. 1. nóvember 2018 13:12 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Starfsmenn Google víða um heim lögðu niður störf í gær til þess að mótmæla kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustaðnum. Starfsmenn í til að mynda Kaliforníu, Sviss, Bretlandi, Írlandi, Japan, Þýskalandi og Singapúr gengu út af vinnustaðnum í mótmælaskyni og söfnuðust saman fyrir utan skrifstofur fyrirtækisins. Að því er kemur fram í fréttatilkynningu aðstandenda þessara mótmæla, er kallast #GoogleWalkout, var ákvörðunin tekin eftir að The New York Times birti umfjöllun um að æðstu stjórnendur fyrirtækisins hafi hylmt yfir brot Andys Rubin, mannsins á bak við Android stýrikerfið sem er sakaður um að þvinga konu til munnmaka árið 2013. Larry Page, sem var forstjóri Google árið 2014, krafðist afsagnar Rubins eftir að fyrirtækið hafði rannsakað ásakanirnar og komist að því að þær væru trúverðugar. Hins vegar var ekki minnst á þær þegar tilkynnt var um starfslok Rubins og fékk Android-maðurinn níutíu milljóna dala starfslokasamning. Að auki kom fram í umfjöllun blaðsins að Rubin sé einn þriggja stjórnenda sem Google hefur hylmt yfir með vegna ásakana um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. En fyrir hverja sögu sem birtist í New York Times eru þúsundir til viðbótar á öllum sviðum fyrirtækisins, að því er kemur fram í tilkynningunni. „Margar þeirra eru ósagðar. Við erum hluti af ört stækkandi hreyfingu og ætlum ekki að láta svona viðgangast lengur.“ Aðstandendur sögðu að meint brot Rubins væru hluti af langvarandi mynstri sem væri svo stutt af kerfisbundnum kynþáttafordómum. „Eins og sést á umfjölluninni og svörum stjórnenda þá teygir vandinn sig alveg upp á topp. Þótt Google hafi orðið tíðrætt um fjölbreytni og fjölmenningu hefur lítið verið gert til þess að vinna gegn kerfisbundnum kynþáttafordómum og kynbundnu ofbeldi eða stuðla að fjölbreytni á vinnustaðnum. NÚ ER NÓG KOMIÐ.“ Mótmælendur settu fram kröfur í fimm liðum. Í fyrsta lagi að hætta að neyða þolendur til að leysa öll mál innan fyrirtækisins með bindandi hætti og að heimila þolendum að taka með sér samstarfsmann á fundi með mannauðsstjóra, í öðru lagi að fyrirtækið skuldbindi sig til þess að útrýma launamun kynja og kynþátta, í þriðja lagi að fyrirtækið láti gera gegnsæja skýrslu um kynferðisofbeldi og áreitni, í fjórða lagi að fyrirtækið skapi skýra og samhæfða verkferla um hvernig á að tilkynna brot og í fimmta lagi að gera yfirmann fjölbreytni hjá fyrirtækinu að beinum undirmanni forstjórans. Sundar Pichai, forstjóri Google, sagði við starfsmenn að hann styddi rétt þeirra til mótmæla. „Ég skil reiðina og vonbrigðin sem þið finnið mörg fyrir. Ég finn fyrir þessu sama og er staðráðinn í því að ná raunverulegum árangri í því að vinna gegn þessu langlífa samfélagsmeini sem hrjáir okkur hér hjá Google einnig,“ hafði BBC eftir tölvupósti sem Pichai sendi öllum starfsmönnum.Besti vinnustaðurinn? Tíðindi gærdagsins eru ef til vill óvænt í ljósi þess að Google hefur ítrekað verið útnefnt fyrirtækið sem best er að vinna fyrir og fyrirtækið með bestu vinnustaðamenninguna. Árið 2017 var Google til að mynda í efsta sæti á listum bæði Forbes og LinkedIn yfir bestu fyrirtækin til að vinna fyrir og hafði verið með toppsætið í sex ár þar á undan hjá Forbes. Í fyrra útnefndi Comparably svo vinnustaðamenningu Google þá bestu í tæknigeiranum. Og þrátt fyrir að fyrirtækið hafi ekki haldið toppsætinu hjá LinkedIn og Forbes í ár er það enn ofarlega á lista. Í fimmta sæti hjá Forbes, öðru hjá LinkedIn.
Birtist í Fréttablaðinu Google Tengdar fréttir Starfsmenn Google gengu út Starfsmenn tæknirisans Google hafa yfirgefið vinnustaði sína í morgun í mótmælaskyni. 1. nóvember 2018 13:12 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Starfsmenn Google gengu út Starfsmenn tæknirisans Google hafa yfirgefið vinnustaði sína í morgun í mótmælaskyni. 1. nóvember 2018 13:12