Vara við of löngum dögum fyrir dómi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 2. nóvember 2018 07:30 Thomas Møller Olsen sat í tæpar 13 klukkustundir í dómsal Landsréttar á mánudaginn. Fréttablaðið/Anton Brink „Það eru allir meðvitaðir um að það er ógnun við réttaröryggið að fara fram úr því sem hæfilegt er í tíma, enda ekki mannlegt að halda þeirri athygli sem þarf í svona langan tíma,“ segir Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður um hæfilega lengd þinghalda fyrir dómi. Aðalmeðferð í máli Thomasar Moller Olsen fór fram í Landsrétti á mánudaginn og stóð í tæpar 13 klukkustundir. „Þarna er um að ræða mál sem varðar 19 ára fangelsi fyrir ungan mann sem er auðvitað grafalvarlegt. Málið hefur snert taugar þessarar þjóðar meira en önnur mál hafa gert í rauninni. Það er auðvitað vont að keyra slíkt mál áfram í þrettán klukkustundir, þegar allir vita að það er langt umfram það sem hæfilegt er í svona málum,“ segir Gestur. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins.Vísir/VilhelmMatarhlé klukkan 18 Aðrir lögmenn sem Fréttablaðið ræddi við segja fátítt að þinghald standi svo lengi en sérstakar aðstæður geti krafist þess að þinghald standi framyfir hefðbundinn vinnudag. Þrettán tímar sé þó óvenjulega langt og ekki til eftirbreytni, enda krefjist réttur manna til réttlátrar málsmeðferðar þess að dómarar sem dæma eigi um frelsi og önnur mikilsverð réttindi borgarana haldi fullri athygli við meðferð mála fyrir dómi. Samkvæmt dagskrá aðalmeðferðarinnar á mánudaginn höfðu verið áætlaðar þrjár klukkustundir fyrir skýrslutökur og sýningu myndefnis. Skýrslur voru teknar af átta vitnum auk skýrslu ákærða. Þá voru spiluð nokkur myndbönd, þar af eitt sem var tæpar 40 mínútur. Skýrslutökunum og spilun myndbanda var ekki lokið fyrr en uppúr klukkan 18 og hafði þinghald þá staðið í níu klukkustundir. Þá var aðeins málflutningur eftir og óskaði dómsformaður eftir því að reynt yrði að ljúka honum þá um kvöldið í stað þess að taka hlé til næsta dags. Verjandi ákærða gerði þá athugasemd og sagði skjólstæðing sinn ekkert hafa fengið að borða frekar en aðra viðstadda og var þá fallist á að taka hlé og stóð það í 35 mínútur. Svo var málið flutt af sækjanda, verjanda og réttargæslumanni aðstandenda brotaþola og lauk aðalmeðferðinni kl. 21.38 um kvöldið.Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar.Vísir/VilhelmÁttar sig ekki á hagræði „Ég áttaði mig ekki á hvaða hagræði dómsformaður taldi vera af því að ljúka þessu öllu á einum degi,“ segir Björgvin Jónsson, verjandi Thomarar Moller Olsen aðspurður um lengd þinghaldsins. Gestur segir alla sem farið hafi í gegnum mjög langt þinghald hafi gert sér grein fyrir því að betur hefði farið á því að haga hlutunum öðru vísi. „Sex virkir tímar í réttarhöldum finnst mér vera fullur dagskammtur,“ Erfitt sé að halda fullri athygli í lengri tíma en svo, ekki síst þegar um er að ræða prósess sem krefst fullrar athygli eins og við skýrslugjöf. Engar sérstakar viðmiðunarreglur hafa verið settar hjá Landsrétti um lengd þinghalda að sögn Björns Bergssonar skrifstofustjóra réttarins. „Lengd þeirra er ákveðin með hliðsjón af hverju máli fyrir sig, til dæmis hvort betur fer á því að ljúka meðferð þess í einu lagi eða skipta meðferð þess á fleiri daga.“ Fréttablaðið ræddi einnig Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, formann Dómarafélagsins og Berglindi Svavarsdóttur formann Lögmannafélagsins og kannaðist hvorug þeirra við að rætt hefði verið um lengd þinghalda eða setningu reglna þar um á vettvangi félagana. Mjög sjaldgæft væri að þinghald drægist svona langt fram á kvöld og því ekki verið tilefni til þess fram til þessa. Birna Brjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Tilraunir til að koma sök á félagann mættu þyngja refsinguna Ríkissaksóknari telur að Landsréttur mætti líta til tilrauna Thomasar Møller Olsen til að koma sök á aðra menn honum til refsiþyngingar. 29. október 2018 20:54 Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30 Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
„Það eru allir meðvitaðir um að það er ógnun við réttaröryggið að fara fram úr því sem hæfilegt er í tíma, enda ekki mannlegt að halda þeirri athygli sem þarf í svona langan tíma,“ segir Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður um hæfilega lengd þinghalda fyrir dómi. Aðalmeðferð í máli Thomasar Moller Olsen fór fram í Landsrétti á mánudaginn og stóð í tæpar 13 klukkustundir. „Þarna er um að ræða mál sem varðar 19 ára fangelsi fyrir ungan mann sem er auðvitað grafalvarlegt. Málið hefur snert taugar þessarar þjóðar meira en önnur mál hafa gert í rauninni. Það er auðvitað vont að keyra slíkt mál áfram í þrettán klukkustundir, þegar allir vita að það er langt umfram það sem hæfilegt er í svona málum,“ segir Gestur. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins.Vísir/VilhelmMatarhlé klukkan 18 Aðrir lögmenn sem Fréttablaðið ræddi við segja fátítt að þinghald standi svo lengi en sérstakar aðstæður geti krafist þess að þinghald standi framyfir hefðbundinn vinnudag. Þrettán tímar sé þó óvenjulega langt og ekki til eftirbreytni, enda krefjist réttur manna til réttlátrar málsmeðferðar þess að dómarar sem dæma eigi um frelsi og önnur mikilsverð réttindi borgarana haldi fullri athygli við meðferð mála fyrir dómi. Samkvæmt dagskrá aðalmeðferðarinnar á mánudaginn höfðu verið áætlaðar þrjár klukkustundir fyrir skýrslutökur og sýningu myndefnis. Skýrslur voru teknar af átta vitnum auk skýrslu ákærða. Þá voru spiluð nokkur myndbönd, þar af eitt sem var tæpar 40 mínútur. Skýrslutökunum og spilun myndbanda var ekki lokið fyrr en uppúr klukkan 18 og hafði þinghald þá staðið í níu klukkustundir. Þá var aðeins málflutningur eftir og óskaði dómsformaður eftir því að reynt yrði að ljúka honum þá um kvöldið í stað þess að taka hlé til næsta dags. Verjandi ákærða gerði þá athugasemd og sagði skjólstæðing sinn ekkert hafa fengið að borða frekar en aðra viðstadda og var þá fallist á að taka hlé og stóð það í 35 mínútur. Svo var málið flutt af sækjanda, verjanda og réttargæslumanni aðstandenda brotaþola og lauk aðalmeðferðinni kl. 21.38 um kvöldið.Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar.Vísir/VilhelmÁttar sig ekki á hagræði „Ég áttaði mig ekki á hvaða hagræði dómsformaður taldi vera af því að ljúka þessu öllu á einum degi,“ segir Björgvin Jónsson, verjandi Thomarar Moller Olsen aðspurður um lengd þinghaldsins. Gestur segir alla sem farið hafi í gegnum mjög langt þinghald hafi gert sér grein fyrir því að betur hefði farið á því að haga hlutunum öðru vísi. „Sex virkir tímar í réttarhöldum finnst mér vera fullur dagskammtur,“ Erfitt sé að halda fullri athygli í lengri tíma en svo, ekki síst þegar um er að ræða prósess sem krefst fullrar athygli eins og við skýrslugjöf. Engar sérstakar viðmiðunarreglur hafa verið settar hjá Landsrétti um lengd þinghalda að sögn Björns Bergssonar skrifstofustjóra réttarins. „Lengd þeirra er ákveðin með hliðsjón af hverju máli fyrir sig, til dæmis hvort betur fer á því að ljúka meðferð þess í einu lagi eða skipta meðferð þess á fleiri daga.“ Fréttablaðið ræddi einnig Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, formann Dómarafélagsins og Berglindi Svavarsdóttur formann Lögmannafélagsins og kannaðist hvorug þeirra við að rætt hefði verið um lengd þinghalda eða setningu reglna þar um á vettvangi félagana. Mjög sjaldgæft væri að þinghald drægist svona langt fram á kvöld og því ekki verið tilefni til þess fram til þessa.
Birna Brjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Tilraunir til að koma sök á félagann mættu þyngja refsinguna Ríkissaksóknari telur að Landsréttur mætti líta til tilrauna Thomasar Møller Olsen til að koma sök á aðra menn honum til refsiþyngingar. 29. október 2018 20:54 Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30 Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Tilraunir til að koma sök á félagann mættu þyngja refsinguna Ríkissaksóknari telur að Landsréttur mætti líta til tilrauna Thomasar Møller Olsen til að koma sök á aðra menn honum til refsiþyngingar. 29. október 2018 20:54
Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30
Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00