Segir Lánasjóðinn komast upp með ósanngirni umfram aðra Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. nóvember 2018 07:45 Lánasjóður er nú að meta fordæmisgildi dómsins sem féll í Hæstarétti í síðasta mánuði. Fréttablaðið/GVA „Það er ójafnræði í meðhöndlun ábyrgðarmanna námslána, segir Daníel Isebarn Ágústsson lögmaður og vísar til dómafordæma Hæstaréttar. „Ef ekki var gert greiðslumat hjá aðalskuldara er ósanngjarnt af LÍN að halda ábyrgð upp á ábyrgðarmann, hafi hún verið veitt eftir 4. apríl 2009. Ef ábyrgðin var aftur á móti veitt fyrir 4. apríl 2009 er sama vinnulag talið sanngjarnt af Hæstarétti,“ segir Daníel Isebarn. Hann segir að ekki eigi að skipta máli þótt lög um ábyrgðarmenn hafi tekið gildi 4. apríl 2009 enda sé jafn ósanngjarnt fyrir og eftir þá dagsetningu að halda ábyrgðinni uppi. „Hæstiréttur hefur staðfest þetta í fjölda dómsmála,“ segir Daníel. Hæstiréttur hafi oft fjallað um ábyrgðir sem veittar voru áður en lög um ábyrgðarmenn tóku gildi. Í yfirgnæfandi fjölda þeirra mála hafi ábyrgðir sem veittar voru fyrir ýmiss konar lánum án greiðslumats á aðalskuldara talist ósanngjarnar og þær ógiltar. Þetta var þó ekki talið eiga við um ábyrgðarmenn námslána hjá LÍN. „Sú einkennilega staða kom upp að LÍN var eini stóri lánveitandinn sem mátti haga sér með hætti sem Hæstiréttur var trekk í trekk búinn að lýsa yfir að væri ósanngjarn í tilvikum allra annarra lánastofnana,“ segir Daníel. Dómarnir hafi vísað til samkomulags allra helstu lánastofnana landsins árið 1988 um notkun sjálfskuldarábyrgða. Daníel furðar sig á því að samkomulag sem átti að auka réttarvernd ábyrgðarmanna og var undirritað af bæði viðskiptaráðherra og félagsmálaráðherra hafi átt við um allar lánastofnanir nema LÍN sem sé þó opinber stofnun með félagslegt hlutverk. Daníel vísar sem dæmi til dóms Hæstaréttar frá 2015 sem varðaði námslán sem gengist var í ábyrgð fyrir áður en lög um ábyrgðarmenn tóku gildi. Ekki var framkvæmt greiðslumat á aðalskuldara áður en ábyrgðin var veitt. Ábyrgðarmaðurinn í því máli, verkakona á miðjum aldri sem gengist hafði í ábyrgð fyrir son sinn, tapaði málinu því þetta taldist ekki ósanngjarnt að mati dómstóla. Sams konar ábyrgðir sem ábyrgðarmenn gengust undir á sama tíma höfðu aftur á móti talist ósanngjarnar og ógildar í tilvikum flestra annarra lánastofnana landsins. Í síðasta mánuði féll svo dómur í Hæstarétti þar sem því var slegið föstu að ósanngjarnt væri af LÍN að ganga að ábyrgð fyrir námsláni eftir að framangreind skilyrði voru lögfest árið 2009. Í þessu felst ójafnræðið segir Daníel. Það sem töldust ósanngjarnir viðskiptahættir hjá öllum lánastofnunum væru að sjálfsögðu einnig ósanngjarnir viðskiptahættir hjá LÍN fyrir apríl 2009. Daníel segir þó aðalatriðið að dómurinn sé mikið gleðiefni enda sé nú loks ljóst að LÍN beri að stunda sanngjarna viðskiptahætti eins og aðrar lánastofnanir. Hann telur að LÍN hljóti að skoða stöðu ábyrgðarmanna sem gengust í sambærilegar ábyrgðir fyrir 4. apríl 2009 og íhuga að fella niður ábyrgðir þeirra. Lánasjóðurinn er nú að meta fordæmisgildi dómsins sem féll í síðasta mánuði. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
„Það er ójafnræði í meðhöndlun ábyrgðarmanna námslána, segir Daníel Isebarn Ágústsson lögmaður og vísar til dómafordæma Hæstaréttar. „Ef ekki var gert greiðslumat hjá aðalskuldara er ósanngjarnt af LÍN að halda ábyrgð upp á ábyrgðarmann, hafi hún verið veitt eftir 4. apríl 2009. Ef ábyrgðin var aftur á móti veitt fyrir 4. apríl 2009 er sama vinnulag talið sanngjarnt af Hæstarétti,“ segir Daníel Isebarn. Hann segir að ekki eigi að skipta máli þótt lög um ábyrgðarmenn hafi tekið gildi 4. apríl 2009 enda sé jafn ósanngjarnt fyrir og eftir þá dagsetningu að halda ábyrgðinni uppi. „Hæstiréttur hefur staðfest þetta í fjölda dómsmála,“ segir Daníel. Hæstiréttur hafi oft fjallað um ábyrgðir sem veittar voru áður en lög um ábyrgðarmenn tóku gildi. Í yfirgnæfandi fjölda þeirra mála hafi ábyrgðir sem veittar voru fyrir ýmiss konar lánum án greiðslumats á aðalskuldara talist ósanngjarnar og þær ógiltar. Þetta var þó ekki talið eiga við um ábyrgðarmenn námslána hjá LÍN. „Sú einkennilega staða kom upp að LÍN var eini stóri lánveitandinn sem mátti haga sér með hætti sem Hæstiréttur var trekk í trekk búinn að lýsa yfir að væri ósanngjarn í tilvikum allra annarra lánastofnana,“ segir Daníel. Dómarnir hafi vísað til samkomulags allra helstu lánastofnana landsins árið 1988 um notkun sjálfskuldarábyrgða. Daníel furðar sig á því að samkomulag sem átti að auka réttarvernd ábyrgðarmanna og var undirritað af bæði viðskiptaráðherra og félagsmálaráðherra hafi átt við um allar lánastofnanir nema LÍN sem sé þó opinber stofnun með félagslegt hlutverk. Daníel vísar sem dæmi til dóms Hæstaréttar frá 2015 sem varðaði námslán sem gengist var í ábyrgð fyrir áður en lög um ábyrgðarmenn tóku gildi. Ekki var framkvæmt greiðslumat á aðalskuldara áður en ábyrgðin var veitt. Ábyrgðarmaðurinn í því máli, verkakona á miðjum aldri sem gengist hafði í ábyrgð fyrir son sinn, tapaði málinu því þetta taldist ekki ósanngjarnt að mati dómstóla. Sams konar ábyrgðir sem ábyrgðarmenn gengust undir á sama tíma höfðu aftur á móti talist ósanngjarnar og ógildar í tilvikum flestra annarra lánastofnana landsins. Í síðasta mánuði féll svo dómur í Hæstarétti þar sem því var slegið föstu að ósanngjarnt væri af LÍN að ganga að ábyrgð fyrir námsláni eftir að framangreind skilyrði voru lögfest árið 2009. Í þessu felst ójafnræðið segir Daníel. Það sem töldust ósanngjarnir viðskiptahættir hjá öllum lánastofnunum væru að sjálfsögðu einnig ósanngjarnir viðskiptahættir hjá LÍN fyrir apríl 2009. Daníel segir þó aðalatriðið að dómurinn sé mikið gleðiefni enda sé nú loks ljóst að LÍN beri að stunda sanngjarna viðskiptahætti eins og aðrar lánastofnanir. Hann telur að LÍN hljóti að skoða stöðu ábyrgðarmanna sem gengust í sambærilegar ábyrgðir fyrir 4. apríl 2009 og íhuga að fella niður ábyrgðir þeirra. Lánasjóðurinn er nú að meta fordæmisgildi dómsins sem féll í síðasta mánuði.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent