Sökuð um sögufölsun þegar hún sagðist vera sú fyrsta í yfirstærð til að leiða rómantíska gamanmynd Birgir Olgeirsson skrifar 4. nóvember 2018 18:19 Leikkonan Rebel Wilson. Vísir/Getty Ástralska leikkonan Rebel Wilson hefur verið sökuð um sögufölsun með því að segjast vera fyrsta leikkonan í yfirstærð til að fara með aðahlutverk í rómantískri gamanmynd. Wilson lét þessi orð falla í spjallþætti Ellen Degeneres við mikinn fögnuð áhorfenda en myndin Isn´t It Romantic er á leið í kvikmyndahús. „Ég er stolt af því að vera fyrsta stelpan í yfirstærð sem er stjarna rómantískrar gamanmyndar,“ sagði Wilson.Áhorfendur sem sátu heima voru þó fljótir að benda á það á Twitter en þetta væri alls ekki rétt. Leikkonurnar Queen Latifah og Mo‘Nique hefðu báðar leikið aðalhlutver í rómantískum gamanmyndum, The Last Holiday og Phat Girlz. Mo´Nique bað Wilson vinsamlegast um að taka ekki þátt í því að endurskrifa söguna og óskaði henni um leið alls hins besta.Hey my sweet sister. Let's please not allow this business to erase our talent with giving grey areas and technicalities. Take a moment and know the history. DON'T BE A PART OF ERASING IT. I wish you the best.— Mo'Nique Worldwide (@moworldwide) 3 November 2018 Rebel Wilson sagði það ekki hafa verið ætlun sína að endurskrifa söguna. Rebel Wilson hafði áður sagt að það væri álitaefni hvort að Mo´Nique og Queen Latifah hefðu verið í yfirstærð þegar þær léku í umræddum rómantískum gamanmyndum og velti jafnvel fyrir sér hvort þær myndir falli í þann flokk að teljast rómantískar myndir. Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Ástralska leikkonan Rebel Wilson hefur verið sökuð um sögufölsun með því að segjast vera fyrsta leikkonan í yfirstærð til að fara með aðahlutverk í rómantískri gamanmynd. Wilson lét þessi orð falla í spjallþætti Ellen Degeneres við mikinn fögnuð áhorfenda en myndin Isn´t It Romantic er á leið í kvikmyndahús. „Ég er stolt af því að vera fyrsta stelpan í yfirstærð sem er stjarna rómantískrar gamanmyndar,“ sagði Wilson.Áhorfendur sem sátu heima voru þó fljótir að benda á það á Twitter en þetta væri alls ekki rétt. Leikkonurnar Queen Latifah og Mo‘Nique hefðu báðar leikið aðalhlutver í rómantískum gamanmyndum, The Last Holiday og Phat Girlz. Mo´Nique bað Wilson vinsamlegast um að taka ekki þátt í því að endurskrifa söguna og óskaði henni um leið alls hins besta.Hey my sweet sister. Let's please not allow this business to erase our talent with giving grey areas and technicalities. Take a moment and know the history. DON'T BE A PART OF ERASING IT. I wish you the best.— Mo'Nique Worldwide (@moworldwide) 3 November 2018 Rebel Wilson sagði það ekki hafa verið ætlun sína að endurskrifa söguna. Rebel Wilson hafði áður sagt að það væri álitaefni hvort að Mo´Nique og Queen Latifah hefðu verið í yfirstærð þegar þær léku í umræddum rómantískum gamanmyndum og velti jafnvel fyrir sér hvort þær myndir falli í þann flokk að teljast rómantískar myndir.
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög