Dauðsföllum vegna eitrunar af völdum lyfseðilsskyldra lyfja fer fjölgandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. nóvember 2018 20:47 Það sem af er ári hefur landlæknisembættið fengið til skoðunar andlát 42 einstaklinga þar sem grunur leikur á að viðkomandi hafi látist af völdum eitrunar. Allt árið í fyrra hafði embættið 34 mál til skoðunar. Málin sem embættið skoðar hafa það sameiginlegt að grunur leikur á að misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja, ólöglegra vímuefna og/eða áfengis er mögulegur orsakaþáttur í andláti. Embætti landlæknis hefur óskað eftir ítarlegri persónuupplýsingum þegar málin hafa komið upp, en þá er sérstaklega skoðað hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í ávísun lyfja til fólksins. Verkefnastjóri hjá embættinu segir þróunina ógnvænlega og hjá yngra fólki hafi það gerst að mikill fjöldi mismunandi lyfja finnist í blóði þess. „Við sjáum þessa yngri einstaklinga, svona frá þrítugu sem er að finnast í mikið af lyfjum, gjarnan mörg efni. Lyf þá aðallega sem orsakavaldur í bland við ólögleg efni eins og kannabis og amfetamín. En við sjáum í gegnum hópinn að þessir einstaklingar eru ekki að fá, eða lítið, ávísað sjálfir.“ Ólafur segir að málin sem séu til skoðunar séu áþekk, en segir skrýtið að á meðan andlátin séu eins mörg og þau eru í raun, hafi dregið úr ávísun þessara helstu ávanabindandi lyfja hér á landi. Yngsti einstaklingurinn sem grunur leikur á að hafi látist sökum eitrunar var undir tvítugu en sá elsti var yfir áttrætt. Ólafur segir að embættið hafi áhyggjur af því að það sé mikill fjöldi lyfja í umferð og að yngri einstaklingar séu að deyja vegna slysaeitrana en ekki vegna alvarlega veikinda. „Íslendingar eru að nota mun meira af þessum lyfjum heldur en til dæmis nágrannaþjóðirnar, og við viljum að ávísanirnar verði á pari við það sem er annars staðar. „ Yfirlæknir lyfjateymis hjá embætti landlæknis segir það nýja viðbót að fólk virðist koma í auknum mæli með mikið magn lyfseðilsskyldra lyfja inn til landsins. Lyfja sem ekki fást á markaði hér og séu stórhættuleg. „Þetta lítur vissulega ekki vel út, en það eru sveiflur. Ísland er lítið land, fáir íbúar og maður sér ekki alveg strax hvort þetta sé varanleg tilhneiging.“ Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Það sem af er ári hefur landlæknisembættið fengið til skoðunar andlát 42 einstaklinga þar sem grunur leikur á að viðkomandi hafi látist af völdum eitrunar. Allt árið í fyrra hafði embættið 34 mál til skoðunar. Málin sem embættið skoðar hafa það sameiginlegt að grunur leikur á að misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja, ólöglegra vímuefna og/eða áfengis er mögulegur orsakaþáttur í andláti. Embætti landlæknis hefur óskað eftir ítarlegri persónuupplýsingum þegar málin hafa komið upp, en þá er sérstaklega skoðað hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í ávísun lyfja til fólksins. Verkefnastjóri hjá embættinu segir þróunina ógnvænlega og hjá yngra fólki hafi það gerst að mikill fjöldi mismunandi lyfja finnist í blóði þess. „Við sjáum þessa yngri einstaklinga, svona frá þrítugu sem er að finnast í mikið af lyfjum, gjarnan mörg efni. Lyf þá aðallega sem orsakavaldur í bland við ólögleg efni eins og kannabis og amfetamín. En við sjáum í gegnum hópinn að þessir einstaklingar eru ekki að fá, eða lítið, ávísað sjálfir.“ Ólafur segir að málin sem séu til skoðunar séu áþekk, en segir skrýtið að á meðan andlátin séu eins mörg og þau eru í raun, hafi dregið úr ávísun þessara helstu ávanabindandi lyfja hér á landi. Yngsti einstaklingurinn sem grunur leikur á að hafi látist sökum eitrunar var undir tvítugu en sá elsti var yfir áttrætt. Ólafur segir að embættið hafi áhyggjur af því að það sé mikill fjöldi lyfja í umferð og að yngri einstaklingar séu að deyja vegna slysaeitrana en ekki vegna alvarlega veikinda. „Íslendingar eru að nota mun meira af þessum lyfjum heldur en til dæmis nágrannaþjóðirnar, og við viljum að ávísanirnar verði á pari við það sem er annars staðar. „ Yfirlæknir lyfjateymis hjá embætti landlæknis segir það nýja viðbót að fólk virðist koma í auknum mæli með mikið magn lyfseðilsskyldra lyfja inn til landsins. Lyfja sem ekki fást á markaði hér og séu stórhættuleg. „Þetta lítur vissulega ekki vel út, en það eru sveiflur. Ísland er lítið land, fáir íbúar og maður sér ekki alveg strax hvort þetta sé varanleg tilhneiging.“
Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira