Sænska þingið mun greiða atkvæði um Kristersson Atli Ísleifsson skrifar 5. nóvember 2018 08:54 Ulf Kristersson er formaður hægriflokksins Moderaterna. Getty/Bloomberg Sænska þingið mun greiða atkvæði um Ulf Kristersson, formann hægriflokksins Moderaterna, sem nýjan forsætisráðherra Svíþjóðar. Atkvæðagreiðslan verður haldin mánudaginn 12. nóvember, en ekki er ljóst á þessari stundu hvort að meirihluti þings muni styðja Kristersson. Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, greindi frá ákvörðun sinni í morgun. Eftir að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna og starfandi forsætisráðherra, skilaði stjórnarmyndunarumboði sínu um þarsíðustu helgi tilkynnti Norlén að hann myndi ekki veita neinum formanni nýtt umboð til stjórnarmyndunar. Þess í stað boðaði hann leiðtoga flokkanna til hópviðræða út frá fjórum tillögum að nýrri stjórn og fóru þær viðræður fram í síðustu viku. Kristersson mun því næstu vikuna reyna að safna nægilegum stuðningi innan þingsins. Tillögurnar sem Norlén nefndi í síðustu viku voru:Þjóðstjórn með Jafnaðarmönnum, Græningjum og borgaralegu flokkunum.Miðjustjórn með Jafnaðarmönnum, Græningjum, Miðflokknum og Frjálslyndum.Ríkisstjórn borgaralegu flokkanna og Græningja.Borgaraleg ríkisstjórn í einhverri mynd sem Kristersson hefur nefnt. Afar snúin staða er á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Takist sænska þinginu ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum skal boðað til nýrra kosninga. Atkvæðagreiðslan um Kristersson á mánudaginn í næstu viku er sú fyrsta í röðinni. Það er forseti þingsins sem tilnefnir nýjan forsætisráðherra. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Sænski þingforsetinn sér fjóra möguleika í stöðunni Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, segir að hann muni ekki veita neinum umboð til stjórnarmyndunar í bili. 29. október 2018 18:23 Pattstaða í Svíþjóð eftir að Löfven sigldi í strand Stefan Löfven, leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, sér ekki fram á að geta myndað ríkisstjórn en hann hafði tvær vikur til þess að kanna möguleika á slíku. 29. október 2018 10:30 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Sænska þingið mun greiða atkvæði um Ulf Kristersson, formann hægriflokksins Moderaterna, sem nýjan forsætisráðherra Svíþjóðar. Atkvæðagreiðslan verður haldin mánudaginn 12. nóvember, en ekki er ljóst á þessari stundu hvort að meirihluti þings muni styðja Kristersson. Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, greindi frá ákvörðun sinni í morgun. Eftir að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna og starfandi forsætisráðherra, skilaði stjórnarmyndunarumboði sínu um þarsíðustu helgi tilkynnti Norlén að hann myndi ekki veita neinum formanni nýtt umboð til stjórnarmyndunar. Þess í stað boðaði hann leiðtoga flokkanna til hópviðræða út frá fjórum tillögum að nýrri stjórn og fóru þær viðræður fram í síðustu viku. Kristersson mun því næstu vikuna reyna að safna nægilegum stuðningi innan þingsins. Tillögurnar sem Norlén nefndi í síðustu viku voru:Þjóðstjórn með Jafnaðarmönnum, Græningjum og borgaralegu flokkunum.Miðjustjórn með Jafnaðarmönnum, Græningjum, Miðflokknum og Frjálslyndum.Ríkisstjórn borgaralegu flokkanna og Græningja.Borgaraleg ríkisstjórn í einhverri mynd sem Kristersson hefur nefnt. Afar snúin staða er á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Takist sænska þinginu ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum skal boðað til nýrra kosninga. Atkvæðagreiðslan um Kristersson á mánudaginn í næstu viku er sú fyrsta í röðinni. Það er forseti þingsins sem tilnefnir nýjan forsætisráðherra.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Sænski þingforsetinn sér fjóra möguleika í stöðunni Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, segir að hann muni ekki veita neinum umboð til stjórnarmyndunar í bili. 29. október 2018 18:23 Pattstaða í Svíþjóð eftir að Löfven sigldi í strand Stefan Löfven, leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, sér ekki fram á að geta myndað ríkisstjórn en hann hafði tvær vikur til þess að kanna möguleika á slíku. 29. október 2018 10:30 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Sænski þingforsetinn sér fjóra möguleika í stöðunni Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, segir að hann muni ekki veita neinum umboð til stjórnarmyndunar í bili. 29. október 2018 18:23
Pattstaða í Svíþjóð eftir að Löfven sigldi í strand Stefan Löfven, leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, sér ekki fram á að geta myndað ríkisstjórn en hann hafði tvær vikur til þess að kanna möguleika á slíku. 29. október 2018 10:30