Snæfríður Sól Jórunnardóttir var fjórum hundraðshlutum úr sekúndu frá því að bæta tíu ára gamalt Íslandsmet um helgina.
Snæfríður Sól keppti á danska meistaramótinu í sundi um helgina. Þar synti hún 200 metra skriðsund í 25 metra laug á 1:59,49 mín.
Íslandsmetið í greininni er frá því á EM í 25 metra laug árið 2008 og á Sigrún Brá Sverrisdóttir það. Íslandsmet Sigrúnar er 1:59,45.
Snæfríður Sól setti í sumar Íslandsmet í sömu vegalengd í 50 metra laug þegar hún synti á 2:01,82 mínútum.

