„Það sem stendur upp úr fyrir mér persónulega er hvað mér finnst gaman að vera í þessum hópi. Hver einasti maður sem maður hittir á þessum fundum er fólk sem manni líkar við og treystir sem er svolítið breyting frá því sem var á tímabili,“ sagði Sigmundur Davíð.
Þinkona Framóknar í Suðurkjördæmi sakar Sigmund Davíð um að vera lyddu, sýna kjark- og verkleysi.
Rifjar hún upp Wintris-viðtalið, þegar hann beið lægri hlut í formannskosningu í Háskólabíó og fjarveru hans á Alþingi.
„Ég ætla að leyfa mér að líkja nýlegum yfirlýsingum hans við stórskotahríð úr glerhýsi, þegar hann talar um kjark- og verkleysi annarra. Sami maður og hljóp út úr sjónvarpsviðtali. Maður sem mætti sárasjaldan í þingsal þegar hann var forsætisráðherra, brunaði á Bessastaði án vitundar þingflokks síns til að slíta stjórnarsamstarfi (gegn vilja þingflokks), hljóp út af flokksþingi þegar hann tapaði kosningu í stað þess að óska keppinauti sínum til hamingju og þakka stuðningsmönnum sínum (sem margir hverjir komu langt að) fyrir stuðninginn. Sami maður og hefur margsinnis verið á flótta undan fjölmiðlum og öðrum þeim sem hafa gagnrýnt hann, í stað þess að svara spurningum heiðarlega,“ segir Silja Dögg.
Að neðan má sjá viðbrögð Sigmundar Davíðs við formannskosningunni í Háskólabíó haustið 2016.
Sigmundur Davíð var í viðtali í Íslandi í dag á dögunum þar sem áhorfendur fengu að kíkja með honum í líkamsrækt og skoða frímerkjasafnið hans.
Silja Dögg segir það klassíska og vel þekkta aðferð popúlista og einræðisherra til að ná völdum og halda þeim að búa til óvini.

Hún segir ljóst að Miðflokksmenn séu hrifnir af hinum „kjarkaða foringja“ sínum.
„Sumir hverjir standa jafnvel í þeirri trú að hann hafi einn og sjálfur leiðrétt húsnæðislán Íslendinga, sem er auðvitað alger firra. Þar komu að fjölmargir sérfræðingar, hinir alræmdu embættismenn ýmissa stofnana og ráðuneyta sem og auðvitað allur þingflokkur Framsóknarflokksins. Grasrót Framsóknarflokksins barðist einnig ötullega fyrir leiðréttingu húsnæðislána á fjölmörgum vígstöðvum. Ég er svo gapandi hissa að hverju fólk er tilbúið að trúa.“
Vissulega geti Sigmundur Davíð verið hugmyndaríkur en hugrakkur og kjarkmikill sé hann svo sannarlega ekki.
Pistilinn má sjá í heild hér að neðan.