Kjötframleiðslu engin vorkunn að samkeppni Sighvatur Arnmundsson skrifar 6. nóvember 2018 08:00 Flutningsmaður segir frumvarpið lagt fram sem viðbragð við slæmri stöðu í sauðfjárrækt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Þetta er algerlega fráleit tillaga. Við höfum talað fyrir því að samkeppnisundanþágur mjólkuriðnaðarins verði afnumdar. Þarna er verið að taka algerlega skakkan pól í hæðina að okkar mati. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt okkur að verðlagsþróunin hefur til dæmis verið hagstæðari þegar kemur að kjöt- en mjólkurvörum einmitt vegna þess að þar er meiri samkeppni og neytendur hafa notið þess,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, um frumvarp tveggja þingkvenna Framsóknarflokksins. Í frumvarpinu leggja þær Halla Signý Kristjánsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir til að afurðastöðvar í kjötiðnaði verði undanþegnar ákvæðum samkeppnislaga en sambærilegar undanþágur gilda um mjólkuriðnaðinn. Ólafur bendir á að íslenskur landbúnaður sé verndaður fyrir erlendri samkeppni með gríðarháum tollum. „Þegar tollkvótarnir sem samið var um við ESB eru að fullu komnir til framkvæmda er umfangið um átta til tíu prósent af innanlandsmarkaðnum eins og hann var á síðasta ári. Innlendri kjötframleiðslu er nú eiginlega engin vorkunn að standa af sér samkeppni sem er kannski um tíu prósent af markaðnum.“ Halla Signý segir frumvarpið fyrst og fremst lagt fram sem viðbrögð við slæmri stöðu í sauðfjárrækt. Því sé ekki ætlað að leysa öll vandamál greinarinnar en sé ein leið til þess. „Afkoman hefur verið slök og ein af þeim leiðum sem nefndar hafa verið til úrbóta er að skoða afurðageirann. Það var 30 prósenta niðurskurður í afurðaverði til bænda á síðasta ári og þetta er enn að versna,“ segir Halla Signý. Hún segir að óskir hafi komið frá afurðastöðvunum um að geta unnið saman á ýmsum sviðum til þess að hagræða í rekstri. „Þær gætu sameinast eða gert samkomulag um verkaskiptingu en þannig værum við með stærri og hagkvæmari rekstrareiningar. Þetta skiptir líka gríðarlegu máli til dæmis þegar kemur að markaðssetningu erlendis.“ Þá bendir Halla Signý á að þróunin undanfarin misseri hafi verið sú að innflutningur hafi aukist umtalsvert. „Ef við ætlum okkur að ýta undir og halda utan um okkar góðu framleiðslu þá er þetta ein leiðin.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
„Þetta er algerlega fráleit tillaga. Við höfum talað fyrir því að samkeppnisundanþágur mjólkuriðnaðarins verði afnumdar. Þarna er verið að taka algerlega skakkan pól í hæðina að okkar mati. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt okkur að verðlagsþróunin hefur til dæmis verið hagstæðari þegar kemur að kjöt- en mjólkurvörum einmitt vegna þess að þar er meiri samkeppni og neytendur hafa notið þess,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, um frumvarp tveggja þingkvenna Framsóknarflokksins. Í frumvarpinu leggja þær Halla Signý Kristjánsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir til að afurðastöðvar í kjötiðnaði verði undanþegnar ákvæðum samkeppnislaga en sambærilegar undanþágur gilda um mjólkuriðnaðinn. Ólafur bendir á að íslenskur landbúnaður sé verndaður fyrir erlendri samkeppni með gríðarháum tollum. „Þegar tollkvótarnir sem samið var um við ESB eru að fullu komnir til framkvæmda er umfangið um átta til tíu prósent af innanlandsmarkaðnum eins og hann var á síðasta ári. Innlendri kjötframleiðslu er nú eiginlega engin vorkunn að standa af sér samkeppni sem er kannski um tíu prósent af markaðnum.“ Halla Signý segir frumvarpið fyrst og fremst lagt fram sem viðbrögð við slæmri stöðu í sauðfjárrækt. Því sé ekki ætlað að leysa öll vandamál greinarinnar en sé ein leið til þess. „Afkoman hefur verið slök og ein af þeim leiðum sem nefndar hafa verið til úrbóta er að skoða afurðageirann. Það var 30 prósenta niðurskurður í afurðaverði til bænda á síðasta ári og þetta er enn að versna,“ segir Halla Signý. Hún segir að óskir hafi komið frá afurðastöðvunum um að geta unnið saman á ýmsum sviðum til þess að hagræða í rekstri. „Þær gætu sameinast eða gert samkomulag um verkaskiptingu en þannig værum við með stærri og hagkvæmari rekstrareiningar. Þetta skiptir líka gríðarlegu máli til dæmis þegar kemur að markaðssetningu erlendis.“ Þá bendir Halla Signý á að þróunin undanfarin misseri hafi verið sú að innflutningur hafi aukist umtalsvert. „Ef við ætlum okkur að ýta undir og halda utan um okkar góðu framleiðslu þá er þetta ein leiðin.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira