Kjötframleiðslu engin vorkunn að samkeppni Sighvatur Arnmundsson skrifar 6. nóvember 2018 08:00 Flutningsmaður segir frumvarpið lagt fram sem viðbragð við slæmri stöðu í sauðfjárrækt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Þetta er algerlega fráleit tillaga. Við höfum talað fyrir því að samkeppnisundanþágur mjólkuriðnaðarins verði afnumdar. Þarna er verið að taka algerlega skakkan pól í hæðina að okkar mati. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt okkur að verðlagsþróunin hefur til dæmis verið hagstæðari þegar kemur að kjöt- en mjólkurvörum einmitt vegna þess að þar er meiri samkeppni og neytendur hafa notið þess,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, um frumvarp tveggja þingkvenna Framsóknarflokksins. Í frumvarpinu leggja þær Halla Signý Kristjánsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir til að afurðastöðvar í kjötiðnaði verði undanþegnar ákvæðum samkeppnislaga en sambærilegar undanþágur gilda um mjólkuriðnaðinn. Ólafur bendir á að íslenskur landbúnaður sé verndaður fyrir erlendri samkeppni með gríðarháum tollum. „Þegar tollkvótarnir sem samið var um við ESB eru að fullu komnir til framkvæmda er umfangið um átta til tíu prósent af innanlandsmarkaðnum eins og hann var á síðasta ári. Innlendri kjötframleiðslu er nú eiginlega engin vorkunn að standa af sér samkeppni sem er kannski um tíu prósent af markaðnum.“ Halla Signý segir frumvarpið fyrst og fremst lagt fram sem viðbrögð við slæmri stöðu í sauðfjárrækt. Því sé ekki ætlað að leysa öll vandamál greinarinnar en sé ein leið til þess. „Afkoman hefur verið slök og ein af þeim leiðum sem nefndar hafa verið til úrbóta er að skoða afurðageirann. Það var 30 prósenta niðurskurður í afurðaverði til bænda á síðasta ári og þetta er enn að versna,“ segir Halla Signý. Hún segir að óskir hafi komið frá afurðastöðvunum um að geta unnið saman á ýmsum sviðum til þess að hagræða í rekstri. „Þær gætu sameinast eða gert samkomulag um verkaskiptingu en þannig værum við með stærri og hagkvæmari rekstrareiningar. Þetta skiptir líka gríðarlegu máli til dæmis þegar kemur að markaðssetningu erlendis.“ Þá bendir Halla Signý á að þróunin undanfarin misseri hafi verið sú að innflutningur hafi aukist umtalsvert. „Ef við ætlum okkur að ýta undir og halda utan um okkar góðu framleiðslu þá er þetta ein leiðin.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
„Þetta er algerlega fráleit tillaga. Við höfum talað fyrir því að samkeppnisundanþágur mjólkuriðnaðarins verði afnumdar. Þarna er verið að taka algerlega skakkan pól í hæðina að okkar mati. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt okkur að verðlagsþróunin hefur til dæmis verið hagstæðari þegar kemur að kjöt- en mjólkurvörum einmitt vegna þess að þar er meiri samkeppni og neytendur hafa notið þess,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, um frumvarp tveggja þingkvenna Framsóknarflokksins. Í frumvarpinu leggja þær Halla Signý Kristjánsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir til að afurðastöðvar í kjötiðnaði verði undanþegnar ákvæðum samkeppnislaga en sambærilegar undanþágur gilda um mjólkuriðnaðinn. Ólafur bendir á að íslenskur landbúnaður sé verndaður fyrir erlendri samkeppni með gríðarháum tollum. „Þegar tollkvótarnir sem samið var um við ESB eru að fullu komnir til framkvæmda er umfangið um átta til tíu prósent af innanlandsmarkaðnum eins og hann var á síðasta ári. Innlendri kjötframleiðslu er nú eiginlega engin vorkunn að standa af sér samkeppni sem er kannski um tíu prósent af markaðnum.“ Halla Signý segir frumvarpið fyrst og fremst lagt fram sem viðbrögð við slæmri stöðu í sauðfjárrækt. Því sé ekki ætlað að leysa öll vandamál greinarinnar en sé ein leið til þess. „Afkoman hefur verið slök og ein af þeim leiðum sem nefndar hafa verið til úrbóta er að skoða afurðageirann. Það var 30 prósenta niðurskurður í afurðaverði til bænda á síðasta ári og þetta er enn að versna,“ segir Halla Signý. Hún segir að óskir hafi komið frá afurðastöðvunum um að geta unnið saman á ýmsum sviðum til þess að hagræða í rekstri. „Þær gætu sameinast eða gert samkomulag um verkaskiptingu en þannig værum við með stærri og hagkvæmari rekstrareiningar. Þetta skiptir líka gríðarlegu máli til dæmis þegar kemur að markaðssetningu erlendis.“ Þá bendir Halla Signý á að þróunin undanfarin misseri hafi verið sú að innflutningur hafi aukist umtalsvert. „Ef við ætlum okkur að ýta undir og halda utan um okkar góðu framleiðslu þá er þetta ein leiðin.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira