Vilja undanþiggja afurðarstöðvar frá samkeppnislögum Heimir Már Pétursson skrifar 6. nóvember 2018 14:59 Halla Signý Kristjánsdóttir, sem er hér á mynd, og Líneik Anna Sævarsdóttir þingmenn Framsóknarflokksins leggja frumvarpið fram Fréttablaðið/Ernir Tvær þingkonur Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að undanþiggja afurðarstöðvar í kjötiðnaði frá samkeppnislögum til að bregðast við ört vaxandi samkeppni að utan. Fyrsti flutningsmaður segir nauðsynlegt að styrkja stöðu afurðarstöðva og bæta hag sauðfjárbænda. Halla Signý Kristjánsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir þingmenn Framsóknarflokksins leggja frumvarpið fram sem samkvæmt því yrði afurðastöðvum í kjötiðnaði heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og hafa með sér annars konar samstarf til að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Hall Signý setur frumvarpið í samhengi við þær samningaviðræður sem staðið hafi yfir milli stjórnvalda og sauðfjárbænda um vanda þeirra. „Staðan hjá sauðfjárbændum hefur verið mjög slæm og þeir hafa fengið mjög lágt verð fyrir sínar afurðir í gegnum afurðarstöðvar. Þá hefur þetta verið ein af tillögunum í umræðunni, að það þyrfti að laga aðstæður afurðastöðvanna til að þær geti byggt sig upp og komið til móts við bændur,” segir Halla Signý. Leggja skuli upplýsingar um slíka samninga og samstarf fyrir landbúnaðarráðherra til upplýsingar. Með þessu væri verið að fara í sama fyrirkomulag og nú sé í mjólkuriðnaðinum. „Þeim sé heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu. Hafa ýmis konar samstarf til að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu. Síðan varðandi markaðsdreifingu erlendis og svo framvegis,” segir Halla Signý. Tilgangurinn sé að veita innlendum kjötiðnaði tækifæri til að hagræða og til að bregðast við ört vaxandi samkeppni að utan, það er að segja auknum heimildum til innflutnings á kjöti. En nýlega kvað Hæstiréttur upp dóm um að ekki væri heimilt samkvæmt EES samningnum að banna innflutning á fersku kjöti, eða kjöti sem ekki hafi verið fryst. Í greinargerð með frumvarpinu segir að innlendar afurðastöðvar í kjötiðnaði séu örsmáar í alþjóðlegum samanburði og því ekki samkeppnishæfar við afurðastöðvar á erlendum mörkuðum sem séu mun stærri og hagkvæmari rekstrareiningar. Innlendur kjötiðnaður sé engu síður í vaxandi samkeppni við afurðir frá erlendum mörkuðum. Afurðarstöðvar í kjötiðnaði geti mjög takmarkað sameinast þar sem það væri í andstöðu við ákvæði samkeppnislaga. Það skili sér í of háum rekstrarkostnaði, háu verði til neytenda og lágu afurðaverði til bænda. „Þarna er bara verið að leggja áherslu á að þeir geti unnið saman. Við erum líka þetta lítill markaður og þróun síðustu missera sýnir að innflutningur er að aukast mjög mikið. Innlendir aðilar standa kannski höllum fæti gagnvart því,” segir Halla Signý Kristjánsdóttir. Alþingi Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira
Tvær þingkonur Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að undanþiggja afurðarstöðvar í kjötiðnaði frá samkeppnislögum til að bregðast við ört vaxandi samkeppni að utan. Fyrsti flutningsmaður segir nauðsynlegt að styrkja stöðu afurðarstöðva og bæta hag sauðfjárbænda. Halla Signý Kristjánsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir þingmenn Framsóknarflokksins leggja frumvarpið fram sem samkvæmt því yrði afurðastöðvum í kjötiðnaði heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og hafa með sér annars konar samstarf til að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Hall Signý setur frumvarpið í samhengi við þær samningaviðræður sem staðið hafi yfir milli stjórnvalda og sauðfjárbænda um vanda þeirra. „Staðan hjá sauðfjárbændum hefur verið mjög slæm og þeir hafa fengið mjög lágt verð fyrir sínar afurðir í gegnum afurðarstöðvar. Þá hefur þetta verið ein af tillögunum í umræðunni, að það þyrfti að laga aðstæður afurðastöðvanna til að þær geti byggt sig upp og komið til móts við bændur,” segir Halla Signý. Leggja skuli upplýsingar um slíka samninga og samstarf fyrir landbúnaðarráðherra til upplýsingar. Með þessu væri verið að fara í sama fyrirkomulag og nú sé í mjólkuriðnaðinum. „Þeim sé heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu. Hafa ýmis konar samstarf til að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu. Síðan varðandi markaðsdreifingu erlendis og svo framvegis,” segir Halla Signý. Tilgangurinn sé að veita innlendum kjötiðnaði tækifæri til að hagræða og til að bregðast við ört vaxandi samkeppni að utan, það er að segja auknum heimildum til innflutnings á kjöti. En nýlega kvað Hæstiréttur upp dóm um að ekki væri heimilt samkvæmt EES samningnum að banna innflutning á fersku kjöti, eða kjöti sem ekki hafi verið fryst. Í greinargerð með frumvarpinu segir að innlendar afurðastöðvar í kjötiðnaði séu örsmáar í alþjóðlegum samanburði og því ekki samkeppnishæfar við afurðastöðvar á erlendum mörkuðum sem séu mun stærri og hagkvæmari rekstrareiningar. Innlendur kjötiðnaður sé engu síður í vaxandi samkeppni við afurðir frá erlendum mörkuðum. Afurðarstöðvar í kjötiðnaði geti mjög takmarkað sameinast þar sem það væri í andstöðu við ákvæði samkeppnislaga. Það skili sér í of háum rekstrarkostnaði, háu verði til neytenda og lágu afurðaverði til bænda. „Þarna er bara verið að leggja áherslu á að þeir geti unnið saman. Við erum líka þetta lítill markaður og þróun síðustu missera sýnir að innflutningur er að aukast mjög mikið. Innlendir aðilar standa kannski höllum fæti gagnvart því,” segir Halla Signý Kristjánsdóttir.
Alþingi Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira