Vilja undanþiggja afurðarstöðvar frá samkeppnislögum Heimir Már Pétursson skrifar 6. nóvember 2018 14:59 Halla Signý Kristjánsdóttir, sem er hér á mynd, og Líneik Anna Sævarsdóttir þingmenn Framsóknarflokksins leggja frumvarpið fram Fréttablaðið/Ernir Tvær þingkonur Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að undanþiggja afurðarstöðvar í kjötiðnaði frá samkeppnislögum til að bregðast við ört vaxandi samkeppni að utan. Fyrsti flutningsmaður segir nauðsynlegt að styrkja stöðu afurðarstöðva og bæta hag sauðfjárbænda. Halla Signý Kristjánsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir þingmenn Framsóknarflokksins leggja frumvarpið fram sem samkvæmt því yrði afurðastöðvum í kjötiðnaði heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og hafa með sér annars konar samstarf til að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Hall Signý setur frumvarpið í samhengi við þær samningaviðræður sem staðið hafi yfir milli stjórnvalda og sauðfjárbænda um vanda þeirra. „Staðan hjá sauðfjárbændum hefur verið mjög slæm og þeir hafa fengið mjög lágt verð fyrir sínar afurðir í gegnum afurðarstöðvar. Þá hefur þetta verið ein af tillögunum í umræðunni, að það þyrfti að laga aðstæður afurðastöðvanna til að þær geti byggt sig upp og komið til móts við bændur,” segir Halla Signý. Leggja skuli upplýsingar um slíka samninga og samstarf fyrir landbúnaðarráðherra til upplýsingar. Með þessu væri verið að fara í sama fyrirkomulag og nú sé í mjólkuriðnaðinum. „Þeim sé heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu. Hafa ýmis konar samstarf til að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu. Síðan varðandi markaðsdreifingu erlendis og svo framvegis,” segir Halla Signý. Tilgangurinn sé að veita innlendum kjötiðnaði tækifæri til að hagræða og til að bregðast við ört vaxandi samkeppni að utan, það er að segja auknum heimildum til innflutnings á kjöti. En nýlega kvað Hæstiréttur upp dóm um að ekki væri heimilt samkvæmt EES samningnum að banna innflutning á fersku kjöti, eða kjöti sem ekki hafi verið fryst. Í greinargerð með frumvarpinu segir að innlendar afurðastöðvar í kjötiðnaði séu örsmáar í alþjóðlegum samanburði og því ekki samkeppnishæfar við afurðastöðvar á erlendum mörkuðum sem séu mun stærri og hagkvæmari rekstrareiningar. Innlendur kjötiðnaður sé engu síður í vaxandi samkeppni við afurðir frá erlendum mörkuðum. Afurðarstöðvar í kjötiðnaði geti mjög takmarkað sameinast þar sem það væri í andstöðu við ákvæði samkeppnislaga. Það skili sér í of háum rekstrarkostnaði, háu verði til neytenda og lágu afurðaverði til bænda. „Þarna er bara verið að leggja áherslu á að þeir geti unnið saman. Við erum líka þetta lítill markaður og þróun síðustu missera sýnir að innflutningur er að aukast mjög mikið. Innlendir aðilar standa kannski höllum fæti gagnvart því,” segir Halla Signý Kristjánsdóttir. Alþingi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Tvær þingkonur Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að undanþiggja afurðarstöðvar í kjötiðnaði frá samkeppnislögum til að bregðast við ört vaxandi samkeppni að utan. Fyrsti flutningsmaður segir nauðsynlegt að styrkja stöðu afurðarstöðva og bæta hag sauðfjárbænda. Halla Signý Kristjánsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir þingmenn Framsóknarflokksins leggja frumvarpið fram sem samkvæmt því yrði afurðastöðvum í kjötiðnaði heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og hafa með sér annars konar samstarf til að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Hall Signý setur frumvarpið í samhengi við þær samningaviðræður sem staðið hafi yfir milli stjórnvalda og sauðfjárbænda um vanda þeirra. „Staðan hjá sauðfjárbændum hefur verið mjög slæm og þeir hafa fengið mjög lágt verð fyrir sínar afurðir í gegnum afurðarstöðvar. Þá hefur þetta verið ein af tillögunum í umræðunni, að það þyrfti að laga aðstæður afurðastöðvanna til að þær geti byggt sig upp og komið til móts við bændur,” segir Halla Signý. Leggja skuli upplýsingar um slíka samninga og samstarf fyrir landbúnaðarráðherra til upplýsingar. Með þessu væri verið að fara í sama fyrirkomulag og nú sé í mjólkuriðnaðinum. „Þeim sé heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu. Hafa ýmis konar samstarf til að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu. Síðan varðandi markaðsdreifingu erlendis og svo framvegis,” segir Halla Signý. Tilgangurinn sé að veita innlendum kjötiðnaði tækifæri til að hagræða og til að bregðast við ört vaxandi samkeppni að utan, það er að segja auknum heimildum til innflutnings á kjöti. En nýlega kvað Hæstiréttur upp dóm um að ekki væri heimilt samkvæmt EES samningnum að banna innflutning á fersku kjöti, eða kjöti sem ekki hafi verið fryst. Í greinargerð með frumvarpinu segir að innlendar afurðastöðvar í kjötiðnaði séu örsmáar í alþjóðlegum samanburði og því ekki samkeppnishæfar við afurðastöðvar á erlendum mörkuðum sem séu mun stærri og hagkvæmari rekstrareiningar. Innlendur kjötiðnaður sé engu síður í vaxandi samkeppni við afurðir frá erlendum mörkuðum. Afurðarstöðvar í kjötiðnaði geti mjög takmarkað sameinast þar sem það væri í andstöðu við ákvæði samkeppnislaga. Það skili sér í of háum rekstrarkostnaði, háu verði til neytenda og lágu afurðaverði til bænda. „Þarna er bara verið að leggja áherslu á að þeir geti unnið saman. Við erum líka þetta lítill markaður og þróun síðustu missera sýnir að innflutningur er að aukast mjög mikið. Innlendir aðilar standa kannski höllum fæti gagnvart því,” segir Halla Signý Kristjánsdóttir.
Alþingi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira