Vilja undanþiggja afurðarstöðvar frá samkeppnislögum Heimir Már Pétursson skrifar 6. nóvember 2018 14:59 Halla Signý Kristjánsdóttir, sem er hér á mynd, og Líneik Anna Sævarsdóttir þingmenn Framsóknarflokksins leggja frumvarpið fram Fréttablaðið/Ernir Tvær þingkonur Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að undanþiggja afurðarstöðvar í kjötiðnaði frá samkeppnislögum til að bregðast við ört vaxandi samkeppni að utan. Fyrsti flutningsmaður segir nauðsynlegt að styrkja stöðu afurðarstöðva og bæta hag sauðfjárbænda. Halla Signý Kristjánsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir þingmenn Framsóknarflokksins leggja frumvarpið fram sem samkvæmt því yrði afurðastöðvum í kjötiðnaði heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og hafa með sér annars konar samstarf til að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Hall Signý setur frumvarpið í samhengi við þær samningaviðræður sem staðið hafi yfir milli stjórnvalda og sauðfjárbænda um vanda þeirra. „Staðan hjá sauðfjárbændum hefur verið mjög slæm og þeir hafa fengið mjög lágt verð fyrir sínar afurðir í gegnum afurðarstöðvar. Þá hefur þetta verið ein af tillögunum í umræðunni, að það þyrfti að laga aðstæður afurðastöðvanna til að þær geti byggt sig upp og komið til móts við bændur,” segir Halla Signý. Leggja skuli upplýsingar um slíka samninga og samstarf fyrir landbúnaðarráðherra til upplýsingar. Með þessu væri verið að fara í sama fyrirkomulag og nú sé í mjólkuriðnaðinum. „Þeim sé heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu. Hafa ýmis konar samstarf til að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu. Síðan varðandi markaðsdreifingu erlendis og svo framvegis,” segir Halla Signý. Tilgangurinn sé að veita innlendum kjötiðnaði tækifæri til að hagræða og til að bregðast við ört vaxandi samkeppni að utan, það er að segja auknum heimildum til innflutnings á kjöti. En nýlega kvað Hæstiréttur upp dóm um að ekki væri heimilt samkvæmt EES samningnum að banna innflutning á fersku kjöti, eða kjöti sem ekki hafi verið fryst. Í greinargerð með frumvarpinu segir að innlendar afurðastöðvar í kjötiðnaði séu örsmáar í alþjóðlegum samanburði og því ekki samkeppnishæfar við afurðastöðvar á erlendum mörkuðum sem séu mun stærri og hagkvæmari rekstrareiningar. Innlendur kjötiðnaður sé engu síður í vaxandi samkeppni við afurðir frá erlendum mörkuðum. Afurðarstöðvar í kjötiðnaði geti mjög takmarkað sameinast þar sem það væri í andstöðu við ákvæði samkeppnislaga. Það skili sér í of háum rekstrarkostnaði, háu verði til neytenda og lágu afurðaverði til bænda. „Þarna er bara verið að leggja áherslu á að þeir geti unnið saman. Við erum líka þetta lítill markaður og þróun síðustu missera sýnir að innflutningur er að aukast mjög mikið. Innlendir aðilar standa kannski höllum fæti gagnvart því,” segir Halla Signý Kristjánsdóttir. Alþingi Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Sló mann með glerflösku í höfuðið á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Sjá meira
Tvær þingkonur Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að undanþiggja afurðarstöðvar í kjötiðnaði frá samkeppnislögum til að bregðast við ört vaxandi samkeppni að utan. Fyrsti flutningsmaður segir nauðsynlegt að styrkja stöðu afurðarstöðva og bæta hag sauðfjárbænda. Halla Signý Kristjánsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir þingmenn Framsóknarflokksins leggja frumvarpið fram sem samkvæmt því yrði afurðastöðvum í kjötiðnaði heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og hafa með sér annars konar samstarf til að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Hall Signý setur frumvarpið í samhengi við þær samningaviðræður sem staðið hafi yfir milli stjórnvalda og sauðfjárbænda um vanda þeirra. „Staðan hjá sauðfjárbændum hefur verið mjög slæm og þeir hafa fengið mjög lágt verð fyrir sínar afurðir í gegnum afurðarstöðvar. Þá hefur þetta verið ein af tillögunum í umræðunni, að það þyrfti að laga aðstæður afurðastöðvanna til að þær geti byggt sig upp og komið til móts við bændur,” segir Halla Signý. Leggja skuli upplýsingar um slíka samninga og samstarf fyrir landbúnaðarráðherra til upplýsingar. Með þessu væri verið að fara í sama fyrirkomulag og nú sé í mjólkuriðnaðinum. „Þeim sé heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu. Hafa ýmis konar samstarf til að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu. Síðan varðandi markaðsdreifingu erlendis og svo framvegis,” segir Halla Signý. Tilgangurinn sé að veita innlendum kjötiðnaði tækifæri til að hagræða og til að bregðast við ört vaxandi samkeppni að utan, það er að segja auknum heimildum til innflutnings á kjöti. En nýlega kvað Hæstiréttur upp dóm um að ekki væri heimilt samkvæmt EES samningnum að banna innflutning á fersku kjöti, eða kjöti sem ekki hafi verið fryst. Í greinargerð með frumvarpinu segir að innlendar afurðastöðvar í kjötiðnaði séu örsmáar í alþjóðlegum samanburði og því ekki samkeppnishæfar við afurðastöðvar á erlendum mörkuðum sem séu mun stærri og hagkvæmari rekstrareiningar. Innlendur kjötiðnaður sé engu síður í vaxandi samkeppni við afurðir frá erlendum mörkuðum. Afurðarstöðvar í kjötiðnaði geti mjög takmarkað sameinast þar sem það væri í andstöðu við ákvæði samkeppnislaga. Það skili sér í of háum rekstrarkostnaði, háu verði til neytenda og lágu afurðaverði til bænda. „Þarna er bara verið að leggja áherslu á að þeir geti unnið saman. Við erum líka þetta lítill markaður og þróun síðustu missera sýnir að innflutningur er að aukast mjög mikið. Innlendir aðilar standa kannski höllum fæti gagnvart því,” segir Halla Signý Kristjánsdóttir.
Alþingi Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Sló mann með glerflösku í höfuðið á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Sjá meira