Nostalgísk stemning í öndvegi á 20 ára afmæli Iceland Airwaves Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 20:43 Í vikunni fagna aðstandendur hátíðarinnar tuttugu ára afmæli hennar. Af því tilefni hefur verið ákveðið að hátíðin verði með örlítið breyttu sniði í ár til að votta upphafsárum hátíðarinnar virðingu. Timothée Lambrecq/Ómar Smith Opinn hugur og mátulegt skipulag er gott veganesti fyrir Iceland Airwaves tónlistarhátíðina sem hefst formlega á morgun að mati Önnu Ásthildar Thorsteinsson, kynningarstjóra hátíðarinnar. Í vikunni fagna aðstandendur hátíðarinnar tuttugu ára afmæli hennar. Af því tilefni hefur verið ákveðið að hátíðin verði með örlítið breyttu sniði í ár til að votta upphafsárum hátíðarinnar virðingu.Nostalgísk stemning Á fyrstu árum Iceland Airwaves var áhersla lögð á að gestir hátíðarinnar ættu að geta uppgötvað sem mest af nýrri tónlist með því að rölta á milli smærri tónleikastaða og láta koma sér skemmtilega á óvart. Síðustu ár hefur það færst í aukana að tónleikahaldið hafi færst yfir í tónleika-og ráðstefnuhúsinu Hörpu en sumir hafa saknað hugmyndafræðinnar sem var í forgrunni á upphafsárum hátíðarinnar og þykir heillandi að rölta á milli skemmtistaða og láta koma sér á óvart. Anna Ásthildur segir að í ár verði aðeins notast við einn sal í Hörpu, Flóa, til að ýta undir hina „nostalgísku stemningu“ á meðal tryggra hátíðargesta Iceland Airwaves á tuttugu ára afmæli hátíðarinnar. Nýir rekstraraðilar og nýjar áherslur Þetta er þó ekki það eina sem verður með breyttu sniði í ár því þetta er í fyrsta sinn sem Sena Live sér um rekstur hátíðarinnar en viðburðarfyrirtækið tók yfir rekstur hátíðarinnar í byrjun árs. Anna Ásthildur segir að með nýjum aðilum komi nýjar og ferskar áherslur en bætir þó við að hátíðargestir þurfi ekki að kvíða því að um umfangsmiklar breytingar verði að ræða.Tónlistarhátíðin hefur frá upphafi verið mikilvægur stökkpalllur fyrir íslenskt tónlistarfólk.Alexander MatukhnoUmfangsminni hliðardagskrá Það sem helst verði öðruvísi er að svokölluð Off-venue dagskrá, hliðardagskrá hátíðarinnar, verður umfangsminni en undanfarin ár auk þess sem nýir viðburðir innan hátíðarinnar verði kynntir til sögunnar eins og jóga „reif“, sundteiti í Sundhöll Reykjavíkur og hljóðritun tónleika á vínyl plötur. Anna Ásthildur segir að hátíðin hafi ekki breyst neitt svakalega mikið síðan hún hóf göngu sína, aðalmarkmiðið sé enn þá að vera stökkpallur fyrir íslenskt tónlistarfólk, en það sem hafi aftur á móti breyst á þessum tíma sé rekstrarumhverfi tónlistargeirans. Fleiri tónlistarhátíðir eru haldnar á Íslandi og fólk nálgast tónlist með allt öðrum hætti en það gerði fyrir tveimur áratugum með hjálp veraldarvefsins. Stífar æfingar fyrir uppskeruhátíð Fjölmargir erlendir tónlistarblaðamenn sækja hátíðina á hverju ári og gera íslensku tónlistarsenunni góð skil. Anna Ásthildur segir að undanfarið hafi íslenskt tónlistarfólk æft stíft fyrir þessa uppskeruhátíð sem hátíðin sannarlega er. Sjálf segist Anna Ásthildur vera spenntust að sjá Emmsjé gauta, Between Mountains og Ólaf Arnalds, að öðrum ólöstuðum. Hún mælir með því að tónleikagestir mæti á hátíðina með opnum hug til að uppgötva nýja tónlist. Varhugavert sé að skipuleggja sig um of en bætir við að Iceland Airwaves smáforritið sé gott til að halda utan um „hóflegt“ skipulag. Ennþá eru til eitthvað af miðum en rúmlega 240 hljómsveitir frá tæplega 40 þjóðlöndum spila á hátíðinni. Airwaves Tengdar fréttir Iceland Airwaves kynnir síðustu tuttugu atriði hátíðarinnar Íslenska tónlistarhátíðin Iceland Airwaves tilkynnti í dag síðustu tuttugu atriðin sem koma fram á Iceland Airwaves og sérstaka 20 ára afmælistónleika hátíðarinnar. 4. október 2018 16:30 Icelandair í viðræðum við Senu Live um að taka yfir Iceland Airwaves Rekstur hátíðarinnar hefur verið þungur undanfarin ár. 9. febrúar 2018 16:18 Dagskráin á Airwaves með jafnt kynjahlutfall Iceland Airwaves hátíðin hefur í mörg ár verið sótt af jafnmörgum konum og körlum og í ár mun þetta endurspeglast á sviðinu; kynjahlutfall listamannanna sem spila og syngja á hátíðinni er jafnt. 17. júlí 2018 06:00 Endurskoða þarf Off venue-hluta Airwaves ef hátíðin á að lifa Segir að fólki hafi verið kennt að það þurfi ekki að borga sig inn á hátíðina til að sjá tónlistarmennina sem þar spila. 20. febrúar 2018 15:32 Gestir Iceland Airwaves hvattir til að passa upp á hver annan Nýleg bresk rannsókn leiddi í ljós að um 43% kvenkyns tónleikagesta hafa upplifað kynferðislegt áreiti á tónlistarhátíðum. 5. nóvember 2018 10:32 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Opinn hugur og mátulegt skipulag er gott veganesti fyrir Iceland Airwaves tónlistarhátíðina sem hefst formlega á morgun að mati Önnu Ásthildar Thorsteinsson, kynningarstjóra hátíðarinnar. Í vikunni fagna aðstandendur hátíðarinnar tuttugu ára afmæli hennar. Af því tilefni hefur verið ákveðið að hátíðin verði með örlítið breyttu sniði í ár til að votta upphafsárum hátíðarinnar virðingu.Nostalgísk stemning Á fyrstu árum Iceland Airwaves var áhersla lögð á að gestir hátíðarinnar ættu að geta uppgötvað sem mest af nýrri tónlist með því að rölta á milli smærri tónleikastaða og láta koma sér skemmtilega á óvart. Síðustu ár hefur það færst í aukana að tónleikahaldið hafi færst yfir í tónleika-og ráðstefnuhúsinu Hörpu en sumir hafa saknað hugmyndafræðinnar sem var í forgrunni á upphafsárum hátíðarinnar og þykir heillandi að rölta á milli skemmtistaða og láta koma sér á óvart. Anna Ásthildur segir að í ár verði aðeins notast við einn sal í Hörpu, Flóa, til að ýta undir hina „nostalgísku stemningu“ á meðal tryggra hátíðargesta Iceland Airwaves á tuttugu ára afmæli hátíðarinnar. Nýir rekstraraðilar og nýjar áherslur Þetta er þó ekki það eina sem verður með breyttu sniði í ár því þetta er í fyrsta sinn sem Sena Live sér um rekstur hátíðarinnar en viðburðarfyrirtækið tók yfir rekstur hátíðarinnar í byrjun árs. Anna Ásthildur segir að með nýjum aðilum komi nýjar og ferskar áherslur en bætir þó við að hátíðargestir þurfi ekki að kvíða því að um umfangsmiklar breytingar verði að ræða.Tónlistarhátíðin hefur frá upphafi verið mikilvægur stökkpalllur fyrir íslenskt tónlistarfólk.Alexander MatukhnoUmfangsminni hliðardagskrá Það sem helst verði öðruvísi er að svokölluð Off-venue dagskrá, hliðardagskrá hátíðarinnar, verður umfangsminni en undanfarin ár auk þess sem nýir viðburðir innan hátíðarinnar verði kynntir til sögunnar eins og jóga „reif“, sundteiti í Sundhöll Reykjavíkur og hljóðritun tónleika á vínyl plötur. Anna Ásthildur segir að hátíðin hafi ekki breyst neitt svakalega mikið síðan hún hóf göngu sína, aðalmarkmiðið sé enn þá að vera stökkpallur fyrir íslenskt tónlistarfólk, en það sem hafi aftur á móti breyst á þessum tíma sé rekstrarumhverfi tónlistargeirans. Fleiri tónlistarhátíðir eru haldnar á Íslandi og fólk nálgast tónlist með allt öðrum hætti en það gerði fyrir tveimur áratugum með hjálp veraldarvefsins. Stífar æfingar fyrir uppskeruhátíð Fjölmargir erlendir tónlistarblaðamenn sækja hátíðina á hverju ári og gera íslensku tónlistarsenunni góð skil. Anna Ásthildur segir að undanfarið hafi íslenskt tónlistarfólk æft stíft fyrir þessa uppskeruhátíð sem hátíðin sannarlega er. Sjálf segist Anna Ásthildur vera spenntust að sjá Emmsjé gauta, Between Mountains og Ólaf Arnalds, að öðrum ólöstuðum. Hún mælir með því að tónleikagestir mæti á hátíðina með opnum hug til að uppgötva nýja tónlist. Varhugavert sé að skipuleggja sig um of en bætir við að Iceland Airwaves smáforritið sé gott til að halda utan um „hóflegt“ skipulag. Ennþá eru til eitthvað af miðum en rúmlega 240 hljómsveitir frá tæplega 40 þjóðlöndum spila á hátíðinni.
Airwaves Tengdar fréttir Iceland Airwaves kynnir síðustu tuttugu atriði hátíðarinnar Íslenska tónlistarhátíðin Iceland Airwaves tilkynnti í dag síðustu tuttugu atriðin sem koma fram á Iceland Airwaves og sérstaka 20 ára afmælistónleika hátíðarinnar. 4. október 2018 16:30 Icelandair í viðræðum við Senu Live um að taka yfir Iceland Airwaves Rekstur hátíðarinnar hefur verið þungur undanfarin ár. 9. febrúar 2018 16:18 Dagskráin á Airwaves með jafnt kynjahlutfall Iceland Airwaves hátíðin hefur í mörg ár verið sótt af jafnmörgum konum og körlum og í ár mun þetta endurspeglast á sviðinu; kynjahlutfall listamannanna sem spila og syngja á hátíðinni er jafnt. 17. júlí 2018 06:00 Endurskoða þarf Off venue-hluta Airwaves ef hátíðin á að lifa Segir að fólki hafi verið kennt að það þurfi ekki að borga sig inn á hátíðina til að sjá tónlistarmennina sem þar spila. 20. febrúar 2018 15:32 Gestir Iceland Airwaves hvattir til að passa upp á hver annan Nýleg bresk rannsókn leiddi í ljós að um 43% kvenkyns tónleikagesta hafa upplifað kynferðislegt áreiti á tónlistarhátíðum. 5. nóvember 2018 10:32 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Iceland Airwaves kynnir síðustu tuttugu atriði hátíðarinnar Íslenska tónlistarhátíðin Iceland Airwaves tilkynnti í dag síðustu tuttugu atriðin sem koma fram á Iceland Airwaves og sérstaka 20 ára afmælistónleika hátíðarinnar. 4. október 2018 16:30
Icelandair í viðræðum við Senu Live um að taka yfir Iceland Airwaves Rekstur hátíðarinnar hefur verið þungur undanfarin ár. 9. febrúar 2018 16:18
Dagskráin á Airwaves með jafnt kynjahlutfall Iceland Airwaves hátíðin hefur í mörg ár verið sótt af jafnmörgum konum og körlum og í ár mun þetta endurspeglast á sviðinu; kynjahlutfall listamannanna sem spila og syngja á hátíðinni er jafnt. 17. júlí 2018 06:00
Endurskoða þarf Off venue-hluta Airwaves ef hátíðin á að lifa Segir að fólki hafi verið kennt að það þurfi ekki að borga sig inn á hátíðina til að sjá tónlistarmennina sem þar spila. 20. febrúar 2018 15:32
Gestir Iceland Airwaves hvattir til að passa upp á hver annan Nýleg bresk rannsókn leiddi í ljós að um 43% kvenkyns tónleikagesta hafa upplifað kynferðislegt áreiti á tónlistarhátíðum. 5. nóvember 2018 10:32