Jemen – Ákall um aðstoð Kristín S. Hjálmtýsdóttir og Sveinn Kristinsson skrifar 8. nóvember 2018 07:00 Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna yfirvofandi hungursneyðar í Jemen sem er fyrst og fremst til komin vegna vopnaðra átaka í landinu. Með þessu tekur Rauði krossinn þátt í samræmdu átaki Rauða kross hreyfingarinnar vegna þess alvarlega ástands sem íbúar í landinu standa frammi fyrir og bregst um leið við ákalli alþjóðasamfélagsins vegna þeirrar neyðar sem nú þegar ríkir í Jemen.Sveinn Kristinsson formaður Rauða krossins á ÍslandiHafnbann og lyfjaskortur Áætlað er að 60% jemensku þjóðarinnar skorti mat eða um 17,8 milljónir einstaklinga. Ástandið í landinu hefur einnig leitt til þess að heilbrigðiskerfi landsins hefur hrunið, bæði vegna árása á spítala og heilbrigðisstarfsfólk, en einnig er skortur á lyfjum og lækningatækjum sem er afleiðing hafnbanns og lokunar flugvallarins í Sanaa, höfuðborg Jemens. Skortur á lyfjum og lækningatækjum veldur því að börn eru ekki bólusett, einnig er mikill fjöldi barna vannærður og eykst sá fjöldi enn! Þetta hefur í för með sér að útbreiðsla sjúkdóma meðal barna hefur stóraukist, oft með banvænum afleiðingum. Hreint vatn og lyf eru nú lúxusvara í Jemen sem aftur veldur því að sjúkdómar á borð við kóleru og mislinga leggjast á fleiri og fleiri Jemena. Rauði krossinn hefur gert allt sem í hans valdi stendur til að bregðast við þessu ófremdarástandi.Lífshættulegar aðstæður Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) og Rauði hálfmáninn í Jemen reyna eftir megni að aðstoða bágstadda við afar erfiðar og oft lífshættulegar aðstæður. Á fyrri hluta ársins 2018 veitti Rauði krossinn um 500 þúsund manns mataraðstoð, hjálpaði yfir tveimur milljónum Jemena með aðgengi að vatni og auknu hreinlæti og hjúkraði um 14 þúsund manns sem höfðu særst í átökunum. Aðgengi Rauða krossins og annarra mannúðarsamtaka að þolendum átaka og hungurs er því miður takmarkað. Sömuleiðis eru miklar hindranir á innflutningi hjálpargagna og hefur þetta gert allt hjálparstarf mjög erfitt. Það er ljóst að mannúðarsamtök á borð við Rauða krossinn og Rauða hálfmánann geta hvorki leyst átökin né fætt jemensku þjóðina til framtíðar. Rauði krossinn og önnur mannúðarsamtök geta hins vegar veitt lífsbjargandi aðstoð til barna og fullorðinna í aðstæðum sem þessum. Við minnum á að það er á ábyrgð stríðandi fylkinga og alþjóðasamfélagsins að tryggja varanlegan frið svo íbúar Jemens geti hafið endurreisn og byggt sér og komandi kynslóðum betri framtíð.Verðum að bregðast við Rauði krossinn á Íslandi kallar nú eftir auknum viðbrögðum og stuðningi íslenskra stjórnvalda vegna þess ástands sem nú blasir við íbúum Jemens. Íslensk stjórnvöld hafa nú þegar vakið athygli á ástandinu í Jemen á alþjóðavettvangi – því miður aðeins eitt fárra ríkja sem það hefur gert! En betur má ef duga skal. Rauði krossinn á Íslandi skorar á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir pólitískri lausn á átökunum samhliða því að tala fyrir öruggu aðgengi mannúðarsamtaka og hjálpargagna inn í landið. Opna þarf á ný flugvöllinn í Sanaa og tryggja að hafnbanni verði aflétt. Ástandið í Jemen er með öllu óásættanlegt. Hungursneyð og ónýtt heilbrigðiskerfi, innviðir landsins og efnahagur eru í rúst. Milljónir eru á flótta og milljónir fara svangar að sofa. Þetta ástand er bein afleiðing af síendurteknum brotum á alþjóðlegum mannúðarlögum og virðingarleysi gegn mannlegri reisn. Af þessum sökum deyr mikill fjöldi saklausra borgara á degi hverjum, sumir úr næringarskorti og hungri, aðrir úr læknanlegum sjúkdómum og enn aðrir af völdum vopnaðra átaka. Á meðan ástandið í Jemen lagast ekki eru það mannúðarsamtök á borð við Rauða krossinn og Rauða hálfmánann sem standa vaktina. Nauðsynlegt er að safna fjármagni svo hægt sé að senda mikið magn hjálpargagna til bágstaddra í Jemen og þannig bregðast við þeirri hungursneyð sem mikill meirihluti borgara landsins stendur frammi fyrir. Tíminn skiptir máli, því líf milljóna Jemena er í húfi. Þú getur stutt lífsbjargandi mannúðarstarf Rauða krossins í Jemen með 2.900 kr. framlagi með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Kristín S. Hjálmtýsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna yfirvofandi hungursneyðar í Jemen sem er fyrst og fremst til komin vegna vopnaðra átaka í landinu. Með þessu tekur Rauði krossinn þátt í samræmdu átaki Rauða kross hreyfingarinnar vegna þess alvarlega ástands sem íbúar í landinu standa frammi fyrir og bregst um leið við ákalli alþjóðasamfélagsins vegna þeirrar neyðar sem nú þegar ríkir í Jemen.Sveinn Kristinsson formaður Rauða krossins á ÍslandiHafnbann og lyfjaskortur Áætlað er að 60% jemensku þjóðarinnar skorti mat eða um 17,8 milljónir einstaklinga. Ástandið í landinu hefur einnig leitt til þess að heilbrigðiskerfi landsins hefur hrunið, bæði vegna árása á spítala og heilbrigðisstarfsfólk, en einnig er skortur á lyfjum og lækningatækjum sem er afleiðing hafnbanns og lokunar flugvallarins í Sanaa, höfuðborg Jemens. Skortur á lyfjum og lækningatækjum veldur því að börn eru ekki bólusett, einnig er mikill fjöldi barna vannærður og eykst sá fjöldi enn! Þetta hefur í för með sér að útbreiðsla sjúkdóma meðal barna hefur stóraukist, oft með banvænum afleiðingum. Hreint vatn og lyf eru nú lúxusvara í Jemen sem aftur veldur því að sjúkdómar á borð við kóleru og mislinga leggjast á fleiri og fleiri Jemena. Rauði krossinn hefur gert allt sem í hans valdi stendur til að bregðast við þessu ófremdarástandi.Lífshættulegar aðstæður Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) og Rauði hálfmáninn í Jemen reyna eftir megni að aðstoða bágstadda við afar erfiðar og oft lífshættulegar aðstæður. Á fyrri hluta ársins 2018 veitti Rauði krossinn um 500 þúsund manns mataraðstoð, hjálpaði yfir tveimur milljónum Jemena með aðgengi að vatni og auknu hreinlæti og hjúkraði um 14 þúsund manns sem höfðu særst í átökunum. Aðgengi Rauða krossins og annarra mannúðarsamtaka að þolendum átaka og hungurs er því miður takmarkað. Sömuleiðis eru miklar hindranir á innflutningi hjálpargagna og hefur þetta gert allt hjálparstarf mjög erfitt. Það er ljóst að mannúðarsamtök á borð við Rauða krossinn og Rauða hálfmánann geta hvorki leyst átökin né fætt jemensku þjóðina til framtíðar. Rauði krossinn og önnur mannúðarsamtök geta hins vegar veitt lífsbjargandi aðstoð til barna og fullorðinna í aðstæðum sem þessum. Við minnum á að það er á ábyrgð stríðandi fylkinga og alþjóðasamfélagsins að tryggja varanlegan frið svo íbúar Jemens geti hafið endurreisn og byggt sér og komandi kynslóðum betri framtíð.Verðum að bregðast við Rauði krossinn á Íslandi kallar nú eftir auknum viðbrögðum og stuðningi íslenskra stjórnvalda vegna þess ástands sem nú blasir við íbúum Jemens. Íslensk stjórnvöld hafa nú þegar vakið athygli á ástandinu í Jemen á alþjóðavettvangi – því miður aðeins eitt fárra ríkja sem það hefur gert! En betur má ef duga skal. Rauði krossinn á Íslandi skorar á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir pólitískri lausn á átökunum samhliða því að tala fyrir öruggu aðgengi mannúðarsamtaka og hjálpargagna inn í landið. Opna þarf á ný flugvöllinn í Sanaa og tryggja að hafnbanni verði aflétt. Ástandið í Jemen er með öllu óásættanlegt. Hungursneyð og ónýtt heilbrigðiskerfi, innviðir landsins og efnahagur eru í rúst. Milljónir eru á flótta og milljónir fara svangar að sofa. Þetta ástand er bein afleiðing af síendurteknum brotum á alþjóðlegum mannúðarlögum og virðingarleysi gegn mannlegri reisn. Af þessum sökum deyr mikill fjöldi saklausra borgara á degi hverjum, sumir úr næringarskorti og hungri, aðrir úr læknanlegum sjúkdómum og enn aðrir af völdum vopnaðra átaka. Á meðan ástandið í Jemen lagast ekki eru það mannúðarsamtök á borð við Rauða krossinn og Rauða hálfmánann sem standa vaktina. Nauðsynlegt er að safna fjármagni svo hægt sé að senda mikið magn hjálpargagna til bágstaddra í Jemen og þannig bregðast við þeirri hungursneyð sem mikill meirihluti borgara landsins stendur frammi fyrir. Tíminn skiptir máli, því líf milljóna Jemena er í húfi. Þú getur stutt lífsbjargandi mannúðarstarf Rauða krossins í Jemen með 2.900 kr. framlagi með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun