Matarhjálp Sameinuðu þjóðanna (WFP) ætlar að tvöfalda matargjafir til Jemens og þannig sjá fjórtán milljónum fyrir mat. Þetta sagði í tilkynningu sem stofnunin sendi frá sér í gær.
„Matargjafir WFP og hjálparsamtaka hafa verið mikilvægar í baráttunni gegn því að hungursneyð verði í landinu en allt bendir nú til þess að frekari aðgerða sé þörf til að koma í veg fyrir að fjöldi svelti í landinu,“ sagði í tilkynningunni. Aukinheldur sagði að stærsta hungurkrísa heims væri nú í Jemen. Milljónir væru á barmi hungursneyðar.
