Segir ríkið vera að skapa sér sjálfkrafa skaðabótaskyldu Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. nóvember 2018 08:45 Í síðustu viku voru um 200 kíló af lífrænu hollensku nautakjöti gerð upptæk í tollinum. Nordicphotos/Getty „Það hefur legið fyrir mörg undanfarin ár að það væru yfirgnæfandi líkur á að niðurstaða málsins yrði á þann hátt sem síðar varð. Sú afsökun að stjórnvöld hafi ekki haft nægan tíma er bara ekki gild,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, um þá stöðu sem upp er komin varðandi innflutning á fersku kjöti. Í síðustu viku voru um 200 kíló af lífrænu hollensku nautakjöti gerð upptæk í tolli. Var það fyrsta sendingin til landsins frá því að dómur féll í Hæstarétti í síðasta mánuði þess efnis að bann við innflutningi á fersku kjöti væri ólögmætt. Ingibjörn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara, sem flutti inn kjötið segir að Matvælastofnun hafi veitt fyrirtækinu andmælarétt. Endanleg niðurstaða átti jafnvel að liggja fyrir í gær. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ítrekar að von sé á frumvarpi vegna málsins í febrúar. Það hafi verið í forgangi hjá stjórnvöldum frá því að EFTA-dómstólinn komst að niðurstöðu fyrir um ári að umrætt innflutningsbann bryti gegn EES-samningnum. „Stjórnvöld sendu í júlí umsókn til Eftirlitsstofnunar EFTA um heimild til að beita reglum um viðbótartryggingar vegna salmonellu sem önnur Norðurlönd hafa fengið. Við höfum líka verið í viðræðum við framkvæmdastjórn ESB og Eftirlitsstofnun EFTA varðandi næstu skref stjórnvalda í málinu,“ segir Kristján Þór. Andrés segir fyrirtæki nú geta flutt inn ferskt kjöt án allrar áhættu. „Við vitum að það eru fleiri sendingar á leiðinni. Ef stjórnvöld bregðast ekki við í tíma eiga þessi fyrirtæki sjálfkrafa hreina skaðabótakröfu á ríkið. Frá og með uppkvaðningu Hæstaréttardómsins er það lagabrot af hálfu opinberra aðila að gera svona vöru upptæka við innflutning til landsins. Það er algerlega hafið yfir vafa. Stóra spurningin í okkar huga nú er hvort það sé meirihluti fyrir þessum lagabreytingum á Alþingi,“ segir Andrés Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, birti grein í Morgunblaðinu í gær. Þar segir hann að flokkur sinn muni leita allra leiða með samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn og á vettvangi Norðurlanda til að koma í veg fyrir að heilsu landsmanna verði fórnað fyrir þá skammtímahagsmuni að heimila innflutning á fersku kjöti. Kristján Þór segir að stjórnvöld hafi í kjölfar dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar ekkert val um annað en að bregðast við: „Ég legg sem fyrr ríka áherslu á að við stöndum við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist en tryggjum á sama tíma öryggi matvæla og vernd búfjárstofna.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Það hefur legið fyrir mörg undanfarin ár að það væru yfirgnæfandi líkur á að niðurstaða málsins yrði á þann hátt sem síðar varð. Sú afsökun að stjórnvöld hafi ekki haft nægan tíma er bara ekki gild,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, um þá stöðu sem upp er komin varðandi innflutning á fersku kjöti. Í síðustu viku voru um 200 kíló af lífrænu hollensku nautakjöti gerð upptæk í tolli. Var það fyrsta sendingin til landsins frá því að dómur féll í Hæstarétti í síðasta mánuði þess efnis að bann við innflutningi á fersku kjöti væri ólögmætt. Ingibjörn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara, sem flutti inn kjötið segir að Matvælastofnun hafi veitt fyrirtækinu andmælarétt. Endanleg niðurstaða átti jafnvel að liggja fyrir í gær. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ítrekar að von sé á frumvarpi vegna málsins í febrúar. Það hafi verið í forgangi hjá stjórnvöldum frá því að EFTA-dómstólinn komst að niðurstöðu fyrir um ári að umrætt innflutningsbann bryti gegn EES-samningnum. „Stjórnvöld sendu í júlí umsókn til Eftirlitsstofnunar EFTA um heimild til að beita reglum um viðbótartryggingar vegna salmonellu sem önnur Norðurlönd hafa fengið. Við höfum líka verið í viðræðum við framkvæmdastjórn ESB og Eftirlitsstofnun EFTA varðandi næstu skref stjórnvalda í málinu,“ segir Kristján Þór. Andrés segir fyrirtæki nú geta flutt inn ferskt kjöt án allrar áhættu. „Við vitum að það eru fleiri sendingar á leiðinni. Ef stjórnvöld bregðast ekki við í tíma eiga þessi fyrirtæki sjálfkrafa hreina skaðabótakröfu á ríkið. Frá og með uppkvaðningu Hæstaréttardómsins er það lagabrot af hálfu opinberra aðila að gera svona vöru upptæka við innflutning til landsins. Það er algerlega hafið yfir vafa. Stóra spurningin í okkar huga nú er hvort það sé meirihluti fyrir þessum lagabreytingum á Alþingi,“ segir Andrés Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, birti grein í Morgunblaðinu í gær. Þar segir hann að flokkur sinn muni leita allra leiða með samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn og á vettvangi Norðurlanda til að koma í veg fyrir að heilsu landsmanna verði fórnað fyrir þá skammtímahagsmuni að heimila innflutning á fersku kjöti. Kristján Þór segir að stjórnvöld hafi í kjölfar dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar ekkert val um annað en að bregðast við: „Ég legg sem fyrr ríka áherslu á að við stöndum við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist en tryggjum á sama tíma öryggi matvæla og vernd búfjárstofna.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira