Dagbók Bents: Krúttlegt mosh-pit og skyrpandi risaeðlur í Júragarðinum Ágúst Bent Sigbertsson skrifar 9. nóvember 2018 17:00 Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Vísir „Upp með’etta!“ - Markús vinur minn æpir á mig í World Class á meðan mynd af Bjössa starir á mig eins og frekja. „Upp með’etta!“ Ég kom sko bara til að plata líkamann minn til þess að framleiða endorfín og svoleiðis, það þarf að vera nóg til því það er komið Airwaves. Reyndar eru allskonar æfingar sem hægt er að gera til að undirbúa sig fyrir þetta; bicep fyrir donkið, tricep fyrir moshið og svo auðvitað gufa til að venja þig á hitann í troðningnum. Það er svo mikið stuð á Airwaves að meira að segja fatabúðir henda í veislu. Þura Stína er að dj-a í Geysi á Skólavörðustíg og í takt við amerískt rapp lyfti ég brúnum þegar ég lít á verðmiðana. Þura var einmitt að gefa út plötu og er að spila seinna í kvöld á Hard Rock kaffi. Mun örugglega dúndra bíl í gegnum húsið eins og í Kringlunni í gamla daga. Svítan er á efri hæð Gamla bíós þar sem nóg er um að vera á hátíðinni.Sigurður Ástgeirsson „Upp með’etta!“ segi ég þegar ég ýti á þriðju hæð í lyftunni á Petersen. Fáir skemmtistaðir í Reykjavík sem eru með lyftur. Risarnir Daði Freyr og Berndsen eru að spila og eðlilega stóra manneskjan hún Svala líka. En þegar ég kem þá er eitthvað sem heitir Munstur á sviðinu. En þar sem tónleikarnir eru úti í horni á staðnum þá myndast svona stappaður flöskuháls og ekki séns að sjá neitt. Það hefði verið svo nett að hafa þetta á svölunum, en kannski voru þau hrædd við rigninguna. Svo hef ég líka heyrt að nálægðin við hótelið við hliðina á sé vandamál. „Are you in Rottweiler?“ spyr mig ung kona. Hún er örugglega ein af þessum innfluttu hipsterum sem fluttu hingað fyrir Instagram caption en festust, en ég ímynda mér að hún sé Ameríkani sem sá okkur spila árið 2002 og hefur ekki hætt að hugsa um það síðan. Ég segi henni að við séum hvorki að spila á hátíðinni, né fljótlega. Ég veld konum vonbrigðum útum allan heim. Tommy Cash tryllti lýðinn á Listasafni Reykjavíkur.Sigurður Ástgeirsson Það er minni röð á Listasafninu en ég bjóst við. Sá bláendann á Thierra Whack, sem er skrítið því hún á nóg eftir samkvæmt dagskrá. Fólk sagði að hún hafi virkað fúl, örugglega því það er fámennara en við bjuggumst við. Þegar dívur enda snemma myndast leiðinlega löng bið á milli atriða. Ég hitti hærðan mann sem sagði mér svo langa sögu að hann var sköllóttur þegar hún var búinn. Svo byrjaði Tommy Cash. Tommy Cash er með ógeðslega skemmtileg myndbönd sem eru með mörg milljón views á Youtube. Svoleiðis hipster rapp treystir á fagurfræði og getur verið erfitt að túlka í lifandi flutningi, þannig að ég var spenntur fyrir því að sjá hvað hann myndi gera. En þar sem þetta er tónlistarhátíð þá hefur hann bara ljós og skjávarpa eins og allir hinir. En hann var í skrítnum fötum (búið að klippa bakið af bolnum) og með skrítna klippingu (sítt hár með topp) og með fyrirtaks cultural appropriation (lol). Normcore er kaldhæðni og kaldhæðni er þreytandi. Músíkin hljómaði samt ágætlega. Finnski rapparinn Alma skemmti gestum í Listasafni Reykjavíkur. Hún sagðist spennt fyrir því að fara í útinuddpottinn sem hún taldi heita Lagoon eða eitthvað svoleiðis.Florian Trykowski Steinn Steinarr og Halldór Laxness héngu á Hressingarskálanum á sínum tíma. Núna eru þeir löngu farnir og stemningin breytt, frá ljóðaskrifum yfir í jalapeno poppers. En Daddykewl steig þarna á stokk og var ógeðslega skemmtilegur. Rapp er best á litlum stöðum þar sem það er lágt til lofts og Daddykewl er með góða músík og æðislega útgeislun. Það kom mér svolítið á óvart þegar ég sá að Björk var fyrir framan mig að kinka kolli á fullu. Hún var klædd í stórfurðulegan búning og minnti mig helst á blúnduútgáfu af skyrpandi risaeðlunni í Júragarðinum, þessari sem hrækti framan í Newman úr Seinfeld. Svo sá ég hana fara út með ljóðskáldi en við skulum ekkert leka því í fjölmiðla. „Maður verður að fá útrás,“ sagði Heiðar í Botnleðju og pantaði sér bjór. „Ég er byrjaður að öskra aftur“. Hann er að fara að spila með hljómsveitinni Kul á eftir. Greinilega engin kulnun í því starfi. Heiðar fékk útrás á sviðinu með Kul í gær.Rúnar Sigurður Sigurjónsson Samkvæmt vegabréfinu mínu er ég 180 cm, meðalhár karlmaður á Íslandi og langt yfir meðallagi í heiminum. Samt leið mér eins og smáræði þegar ég reyndi að teygja mig yfir mannþröngina og sjá Hórmóna á Gauknum. Getur það verið að allir hérna inni séu svona stórir eða laug ég á vegabréfinu mínu? Kannski verður maður hávaxinn af því að hlusta á rokk? Orkan í Hórmónum er ómótstæðileg, frábær hljómsveit. Ég myndi líkja þeim við Hole ef ég vissi eitthvað um rokk. Elli Grill fór á svið á Hard Rock.Florian Trykowski Húrra er áhugaverður staður því þetta var í rauninni neðri hæðinn á Gauki á stöng. Í þessu rými hef ég séð flesta mína uppáhalds tónleika. Það eru minningar í veggjunum en aðallega slettur og krot. Þegar ég skoðaði dagskrá hátíðarinnar þá var hljómsveitin sem vakti mesta tilhlökkun Injury Reserve. Bandarísk rapphljómsveit sem ég hlusta mikið á. Þeir voru svo ógeðslega góðir að ég sogaðist alltaf nær og nær sviðinu sama hvað ég reyndi að halda kúlinu. En ekki of nálægt því núna er moshað á rapptónleikum. Bæði á Injury Reserve og á Tommy Cash fyrr um kvöldið safnast krakkarnir saman fyrir framan sviðið og hoppa um og hrinda eins og þau séu að óverdósa á Nocco. „Upp með’etta!“ Bjarni Jónsson, einn af forstöðumönnum Secret Solstice, sambærilegrar hátíðar, var þarna með mér. Við fórum eins nálægt og hægt var án þess að vera hrint. En þegar Injury Reserve tók vinsælasta slagarann sinn; Oh Shit, þá gátum við ekki verið nördar lengur og hentum í krúttlegasta mosh-pit ever; tveir fullorðnir að ýta hvor öðrum kurteisislega. „Upp með’etta!“ en bara smá. View this post on Instagram A post shared by ⚓️ Captain Pete ⚓️ (@barnaclebeans) Dagbók Bents Airwaves Menning Tónlist Næturlíf Tengdar fréttir Dagbók Bents: Airwaves er ekki eitthvað sem hægt er að upplifa heima á naríunum Ég var á naríunum á fyrstu tónleikunum. Þeir voru á Stúdentakjallaranum en ég heima í stofu að horfa á beina útsendingu Rúv núll. 10. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
„Upp með’etta!“ - Markús vinur minn æpir á mig í World Class á meðan mynd af Bjössa starir á mig eins og frekja. „Upp með’etta!“ Ég kom sko bara til að plata líkamann minn til þess að framleiða endorfín og svoleiðis, það þarf að vera nóg til því það er komið Airwaves. Reyndar eru allskonar æfingar sem hægt er að gera til að undirbúa sig fyrir þetta; bicep fyrir donkið, tricep fyrir moshið og svo auðvitað gufa til að venja þig á hitann í troðningnum. Það er svo mikið stuð á Airwaves að meira að segja fatabúðir henda í veislu. Þura Stína er að dj-a í Geysi á Skólavörðustíg og í takt við amerískt rapp lyfti ég brúnum þegar ég lít á verðmiðana. Þura var einmitt að gefa út plötu og er að spila seinna í kvöld á Hard Rock kaffi. Mun örugglega dúndra bíl í gegnum húsið eins og í Kringlunni í gamla daga. Svítan er á efri hæð Gamla bíós þar sem nóg er um að vera á hátíðinni.Sigurður Ástgeirsson „Upp með’etta!“ segi ég þegar ég ýti á þriðju hæð í lyftunni á Petersen. Fáir skemmtistaðir í Reykjavík sem eru með lyftur. Risarnir Daði Freyr og Berndsen eru að spila og eðlilega stóra manneskjan hún Svala líka. En þegar ég kem þá er eitthvað sem heitir Munstur á sviðinu. En þar sem tónleikarnir eru úti í horni á staðnum þá myndast svona stappaður flöskuháls og ekki séns að sjá neitt. Það hefði verið svo nett að hafa þetta á svölunum, en kannski voru þau hrædd við rigninguna. Svo hef ég líka heyrt að nálægðin við hótelið við hliðina á sé vandamál. „Are you in Rottweiler?“ spyr mig ung kona. Hún er örugglega ein af þessum innfluttu hipsterum sem fluttu hingað fyrir Instagram caption en festust, en ég ímynda mér að hún sé Ameríkani sem sá okkur spila árið 2002 og hefur ekki hætt að hugsa um það síðan. Ég segi henni að við séum hvorki að spila á hátíðinni, né fljótlega. Ég veld konum vonbrigðum útum allan heim. Tommy Cash tryllti lýðinn á Listasafni Reykjavíkur.Sigurður Ástgeirsson Það er minni röð á Listasafninu en ég bjóst við. Sá bláendann á Thierra Whack, sem er skrítið því hún á nóg eftir samkvæmt dagskrá. Fólk sagði að hún hafi virkað fúl, örugglega því það er fámennara en við bjuggumst við. Þegar dívur enda snemma myndast leiðinlega löng bið á milli atriða. Ég hitti hærðan mann sem sagði mér svo langa sögu að hann var sköllóttur þegar hún var búinn. Svo byrjaði Tommy Cash. Tommy Cash er með ógeðslega skemmtileg myndbönd sem eru með mörg milljón views á Youtube. Svoleiðis hipster rapp treystir á fagurfræði og getur verið erfitt að túlka í lifandi flutningi, þannig að ég var spenntur fyrir því að sjá hvað hann myndi gera. En þar sem þetta er tónlistarhátíð þá hefur hann bara ljós og skjávarpa eins og allir hinir. En hann var í skrítnum fötum (búið að klippa bakið af bolnum) og með skrítna klippingu (sítt hár með topp) og með fyrirtaks cultural appropriation (lol). Normcore er kaldhæðni og kaldhæðni er þreytandi. Músíkin hljómaði samt ágætlega. Finnski rapparinn Alma skemmti gestum í Listasafni Reykjavíkur. Hún sagðist spennt fyrir því að fara í útinuddpottinn sem hún taldi heita Lagoon eða eitthvað svoleiðis.Florian Trykowski Steinn Steinarr og Halldór Laxness héngu á Hressingarskálanum á sínum tíma. Núna eru þeir löngu farnir og stemningin breytt, frá ljóðaskrifum yfir í jalapeno poppers. En Daddykewl steig þarna á stokk og var ógeðslega skemmtilegur. Rapp er best á litlum stöðum þar sem það er lágt til lofts og Daddykewl er með góða músík og æðislega útgeislun. Það kom mér svolítið á óvart þegar ég sá að Björk var fyrir framan mig að kinka kolli á fullu. Hún var klædd í stórfurðulegan búning og minnti mig helst á blúnduútgáfu af skyrpandi risaeðlunni í Júragarðinum, þessari sem hrækti framan í Newman úr Seinfeld. Svo sá ég hana fara út með ljóðskáldi en við skulum ekkert leka því í fjölmiðla. „Maður verður að fá útrás,“ sagði Heiðar í Botnleðju og pantaði sér bjór. „Ég er byrjaður að öskra aftur“. Hann er að fara að spila með hljómsveitinni Kul á eftir. Greinilega engin kulnun í því starfi. Heiðar fékk útrás á sviðinu með Kul í gær.Rúnar Sigurður Sigurjónsson Samkvæmt vegabréfinu mínu er ég 180 cm, meðalhár karlmaður á Íslandi og langt yfir meðallagi í heiminum. Samt leið mér eins og smáræði þegar ég reyndi að teygja mig yfir mannþröngina og sjá Hórmóna á Gauknum. Getur það verið að allir hérna inni séu svona stórir eða laug ég á vegabréfinu mínu? Kannski verður maður hávaxinn af því að hlusta á rokk? Orkan í Hórmónum er ómótstæðileg, frábær hljómsveit. Ég myndi líkja þeim við Hole ef ég vissi eitthvað um rokk. Elli Grill fór á svið á Hard Rock.Florian Trykowski Húrra er áhugaverður staður því þetta var í rauninni neðri hæðinn á Gauki á stöng. Í þessu rými hef ég séð flesta mína uppáhalds tónleika. Það eru minningar í veggjunum en aðallega slettur og krot. Þegar ég skoðaði dagskrá hátíðarinnar þá var hljómsveitin sem vakti mesta tilhlökkun Injury Reserve. Bandarísk rapphljómsveit sem ég hlusta mikið á. Þeir voru svo ógeðslega góðir að ég sogaðist alltaf nær og nær sviðinu sama hvað ég reyndi að halda kúlinu. En ekki of nálægt því núna er moshað á rapptónleikum. Bæði á Injury Reserve og á Tommy Cash fyrr um kvöldið safnast krakkarnir saman fyrir framan sviðið og hoppa um og hrinda eins og þau séu að óverdósa á Nocco. „Upp með’etta!“ Bjarni Jónsson, einn af forstöðumönnum Secret Solstice, sambærilegrar hátíðar, var þarna með mér. Við fórum eins nálægt og hægt var án þess að vera hrint. En þegar Injury Reserve tók vinsælasta slagarann sinn; Oh Shit, þá gátum við ekki verið nördar lengur og hentum í krúttlegasta mosh-pit ever; tveir fullorðnir að ýta hvor öðrum kurteisislega. „Upp með’etta!“ en bara smá. View this post on Instagram A post shared by ⚓️ Captain Pete ⚓️ (@barnaclebeans)
Dagbók Bents Airwaves Menning Tónlist Næturlíf Tengdar fréttir Dagbók Bents: Airwaves er ekki eitthvað sem hægt er að upplifa heima á naríunum Ég var á naríunum á fyrstu tónleikunum. Þeir voru á Stúdentakjallaranum en ég heima í stofu að horfa á beina útsendingu Rúv núll. 10. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Dagbók Bents: Airwaves er ekki eitthvað sem hægt er að upplifa heima á naríunum Ég var á naríunum á fyrstu tónleikunum. Þeir voru á Stúdentakjallaranum en ég heima í stofu að horfa á beina útsendingu Rúv núll. 10. nóvember 2018 19:00