Ráðherra skilur óþolinmæði en eltir ekki banaslys með fjármagni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. október 2018 07:15 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég get vel skilið óþolinmæði allra. Því miður getum við ekki fullyrt hvar næsta hörmulega banaslys verður. Við verðum að vinna þetta heildstætt og ekki hlaupa til með tæki og fjármagn eftir því hvar slysin verða. Við verðum að reyna að koma í veg fyrir þau og reyna að byggja upp vegakerfi sem gerir þau ólíklegri, en því miður gerast þau nú alltaf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Banaslys á Reykjanesbraut á alræmdum kafla í Hafnarfirði um helgina hefur á ný vakið hörð viðbrögð hjá þeim sem barist hafa lengi fyrir því að lokið verði við tvöföldun brautarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir í grein í Fréttablaðinu í dag að það sé óásættanlegt að bíða þurfi með að fullklára þennan veg til ársins 2033 eins og segi í samgönguáætlun. Tvöföldunin hafi mjakast áfram á hraða snigilsins. Sigurður Ingi segir hins vegar kaflann í gegnum Hafnarfjörð í sérstökum forgangi, bæði að tvöfalda og aðskilja akstursstefnur. „Sem og að aðskilja leiðina fyrir sunnan álverið og að Hvassahrauni, þó að tvöföldunin verði síðast þá verða aðskildar akstursstefnur, einmitt í þeim tilgangi að koma í veg fyrir þessi slys,“ segir Sigurður Ingi. Bendir hann einnig á að nú sé starfshópur að störfum sem skoði breytta gjaldtöku á vegunum. „Meðal annars út af orkuskiptunum. Eftir 2030 verða ekki 18 milljarðar sem koma inn af dísil og bensíni, heldur eitthvað nær sjö. Við þurfum að breyta um takt. Einn liður sem við erum að skoða er Hvalfjarðargangamódelið, með einhvers konar veggjöldum. Ef breið samstaða yrði um það þá er ég með á þingmálaskránni í mars að leggja fram slík frumvörp, félög sem gætu farið í framkvæmdir og þá væri hægt að búa til meira fé og flýta einhverjum þeim framkvæmdum sem við teljum mikilvægt að fara hraðar í.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Fer fram á breytingar á samgönguáætlun Bæjararstóri Hafnarfjarðar segir hörmulegt að horfa upp á fjölda slysa sem hefur átt sér stað á kafla Reykjanesbrautarinnar sem ekki hefur verið tvöfaldaður. 29. október 2018 20:00 Ökumaðurinn úrskurðaður í farbann vegna banaslyss Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysinu á Reykjanesbraut í Hafnarfirði í gærmorgun var pólskur ríkisborgari á fertugsaldri. 29. október 2018 10:54 Hafa verið boðaðir á fund samgönguráðherra Guðbergur Reynisson, annar stofnanda hópsins Stopp, vill að klárað verði að tvöfalda Reykjanesbraut sem fyrst. 29. október 2018 17:47 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
„Ég get vel skilið óþolinmæði allra. Því miður getum við ekki fullyrt hvar næsta hörmulega banaslys verður. Við verðum að vinna þetta heildstætt og ekki hlaupa til með tæki og fjármagn eftir því hvar slysin verða. Við verðum að reyna að koma í veg fyrir þau og reyna að byggja upp vegakerfi sem gerir þau ólíklegri, en því miður gerast þau nú alltaf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Banaslys á Reykjanesbraut á alræmdum kafla í Hafnarfirði um helgina hefur á ný vakið hörð viðbrögð hjá þeim sem barist hafa lengi fyrir því að lokið verði við tvöföldun brautarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir í grein í Fréttablaðinu í dag að það sé óásættanlegt að bíða þurfi með að fullklára þennan veg til ársins 2033 eins og segi í samgönguáætlun. Tvöföldunin hafi mjakast áfram á hraða snigilsins. Sigurður Ingi segir hins vegar kaflann í gegnum Hafnarfjörð í sérstökum forgangi, bæði að tvöfalda og aðskilja akstursstefnur. „Sem og að aðskilja leiðina fyrir sunnan álverið og að Hvassahrauni, þó að tvöföldunin verði síðast þá verða aðskildar akstursstefnur, einmitt í þeim tilgangi að koma í veg fyrir þessi slys,“ segir Sigurður Ingi. Bendir hann einnig á að nú sé starfshópur að störfum sem skoði breytta gjaldtöku á vegunum. „Meðal annars út af orkuskiptunum. Eftir 2030 verða ekki 18 milljarðar sem koma inn af dísil og bensíni, heldur eitthvað nær sjö. Við þurfum að breyta um takt. Einn liður sem við erum að skoða er Hvalfjarðargangamódelið, með einhvers konar veggjöldum. Ef breið samstaða yrði um það þá er ég með á þingmálaskránni í mars að leggja fram slík frumvörp, félög sem gætu farið í framkvæmdir og þá væri hægt að búa til meira fé og flýta einhverjum þeim framkvæmdum sem við teljum mikilvægt að fara hraðar í.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Fer fram á breytingar á samgönguáætlun Bæjararstóri Hafnarfjarðar segir hörmulegt að horfa upp á fjölda slysa sem hefur átt sér stað á kafla Reykjanesbrautarinnar sem ekki hefur verið tvöfaldaður. 29. október 2018 20:00 Ökumaðurinn úrskurðaður í farbann vegna banaslyss Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysinu á Reykjanesbraut í Hafnarfirði í gærmorgun var pólskur ríkisborgari á fertugsaldri. 29. október 2018 10:54 Hafa verið boðaðir á fund samgönguráðherra Guðbergur Reynisson, annar stofnanda hópsins Stopp, vill að klárað verði að tvöfalda Reykjanesbraut sem fyrst. 29. október 2018 17:47 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Fer fram á breytingar á samgönguáætlun Bæjararstóri Hafnarfjarðar segir hörmulegt að horfa upp á fjölda slysa sem hefur átt sér stað á kafla Reykjanesbrautarinnar sem ekki hefur verið tvöfaldaður. 29. október 2018 20:00
Ökumaðurinn úrskurðaður í farbann vegna banaslyss Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysinu á Reykjanesbraut í Hafnarfirði í gærmorgun var pólskur ríkisborgari á fertugsaldri. 29. október 2018 10:54
Hafa verið boðaðir á fund samgönguráðherra Guðbergur Reynisson, annar stofnanda hópsins Stopp, vill að klárað verði að tvöfalda Reykjanesbraut sem fyrst. 29. október 2018 17:47