Fleiri upplifa áreitni á netinu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. október 2018 06:15 Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við HÍ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fleiri upplifa sig sem þolendur netbrota nú en fyrir tveimur árum. Sérstaklega mikill munur sést í tölum um þolendur kynferðislegrar áreitni á netinu. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar afbrotafræðingsins Helga Gunnlaugssonar og Jónasar Orra Jónassonar, sérfræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem kynnt var á Þjóðarspeglinum á föstudag. Sambærileg rannsókn var fyrst unnin fyrir tveimur árum. Greindu þá um 13 prósent svarenda frá því að þeir hefðu orðið fyrir netbroti á síðustu þremur mánuðum. Stærstur hluti, um þriðjungur, taldi sig hafa orðið fyrir ærumeiðingum og rúmur fjórðungur upplifað svik í viðskiptum. Tæplega 20 prósent höfðu lent í því að myndum af þeim var dreift án leyfis og 12 prósent brotanna voru kynferðisleg áreitni. Niðurstöður könnunarinnar nú sýna að tæplega einn af hverjum fimm hefur upplifað netbrot undanfarin þrjú ár. Skipting þeirra niður á mismunandi tegundir brota er að stærstum hluta sú sama og fyrir tveimur árum en kynferðisleg áreitni sker sig úr. Einn af hverjum fimm segist nú hafa upplifað slíkt. „Fjölgun netbrota milli ára skýrist fyrst og fremst af þeim fjölda kvenna sem telur sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni,“ segir Helgi Gunnlaugsson. „Ég tel að þolendur kynferðislegrar áreitni, sem nær alltaf eru konur, séu næmari á umhverfi sitt og birtingarmyndir þess frekar en að brotum hafi fjölgað sérstaklega. Þær sjá háttsemina miklu frekar sem kynferðislega áreitni heldur en tillitsleysi, ókurteisi eða óþægindi.“ Helgi telur líklegustu skýringuna að baki auknum fjölda vera vitundarvakningu sem megi að stórum hluta rekja til MeToo-hreyfingarinnar. Vakningin hafi leitt til þess að þolendur líti ekki á dónaskapinn sem hvert annað hundsbit heldur sem ólíðandi kynferðislega áreitni. Heimsóknir á klámfengnar síður voru kannaðar. Fjórðungur sagðist hafa gert slíkt síðustu þrjá mánuði. Karlar sem höfðu horft á klám voru tæplega sjöfalt fleiri en konurnar. „Síðast þegar könnunin var gerð var munur milli kynjanna en hann hefur aukist mjög. Það dregur úr notkun kvenna á slíkum miðlum en karlar bæta í,“ segir Helgi. Þá leiddi könnunin einnig í ljós að niðurhal notenda á höfundaréttarvörðu efni dróst saman milli ára. Það rekur Helgi beint til aukins aðgengis að löglegum efnisveitum á borð við Netflix og Spotify. Könnunin var netkönnun unnin af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í maí 2018. Úrtakið var 1.800 manns, átján ára og eldri. Var svarhlutfall 47 prósent. Svörin voru vigtuð til að endurspegla þýðið. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira
Fleiri upplifa sig sem þolendur netbrota nú en fyrir tveimur árum. Sérstaklega mikill munur sést í tölum um þolendur kynferðislegrar áreitni á netinu. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar afbrotafræðingsins Helga Gunnlaugssonar og Jónasar Orra Jónassonar, sérfræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem kynnt var á Þjóðarspeglinum á föstudag. Sambærileg rannsókn var fyrst unnin fyrir tveimur árum. Greindu þá um 13 prósent svarenda frá því að þeir hefðu orðið fyrir netbroti á síðustu þremur mánuðum. Stærstur hluti, um þriðjungur, taldi sig hafa orðið fyrir ærumeiðingum og rúmur fjórðungur upplifað svik í viðskiptum. Tæplega 20 prósent höfðu lent í því að myndum af þeim var dreift án leyfis og 12 prósent brotanna voru kynferðisleg áreitni. Niðurstöður könnunarinnar nú sýna að tæplega einn af hverjum fimm hefur upplifað netbrot undanfarin þrjú ár. Skipting þeirra niður á mismunandi tegundir brota er að stærstum hluta sú sama og fyrir tveimur árum en kynferðisleg áreitni sker sig úr. Einn af hverjum fimm segist nú hafa upplifað slíkt. „Fjölgun netbrota milli ára skýrist fyrst og fremst af þeim fjölda kvenna sem telur sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni,“ segir Helgi Gunnlaugsson. „Ég tel að þolendur kynferðislegrar áreitni, sem nær alltaf eru konur, séu næmari á umhverfi sitt og birtingarmyndir þess frekar en að brotum hafi fjölgað sérstaklega. Þær sjá háttsemina miklu frekar sem kynferðislega áreitni heldur en tillitsleysi, ókurteisi eða óþægindi.“ Helgi telur líklegustu skýringuna að baki auknum fjölda vera vitundarvakningu sem megi að stórum hluta rekja til MeToo-hreyfingarinnar. Vakningin hafi leitt til þess að þolendur líti ekki á dónaskapinn sem hvert annað hundsbit heldur sem ólíðandi kynferðislega áreitni. Heimsóknir á klámfengnar síður voru kannaðar. Fjórðungur sagðist hafa gert slíkt síðustu þrjá mánuði. Karlar sem höfðu horft á klám voru tæplega sjöfalt fleiri en konurnar. „Síðast þegar könnunin var gerð var munur milli kynjanna en hann hefur aukist mjög. Það dregur úr notkun kvenna á slíkum miðlum en karlar bæta í,“ segir Helgi. Þá leiddi könnunin einnig í ljós að niðurhal notenda á höfundaréttarvörðu efni dróst saman milli ára. Það rekur Helgi beint til aukins aðgengis að löglegum efnisveitum á borð við Netflix og Spotify. Könnunin var netkönnun unnin af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í maí 2018. Úrtakið var 1.800 manns, átján ára og eldri. Var svarhlutfall 47 prósent. Svörin voru vigtuð til að endurspegla þýðið.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira