Fjárhagslegur ávinningur af sólarskoðun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. október 2018 20:30 Geimfarið Parker varð í gær það geimfar sem næst hefur komist sólu. Sævar Helgi Bragason segir mikinn fjárhagslegan ávinning af því að rannsaka sólina og sólstorma sem geta valdið rafmagnsleysi á jörðinni. Geimferðastofnunin NASA skaut Parker á loft í ágúst en geimfarið á að rannsaka sólina næstu sex árin. Leiðangurinn kostar 1,5 milljarð Bandaríkjadala, eða um 180 milljarða króna. Í gær var 42 ára gamalt met geimfarsins Helios slegið þegar Parker varð það geimfar sem næst hefur komist sólu. Sævar Helgi Bragason segir þetta mikil tímamót sem hafi verið í undirbúningi síðustu hálfa öldina. „Þetta er eitt af þeim fyrstu verkefnum sem menn létu sig dreyma um eftir að geimöld hóst. Að fljúga eins nálægt sólinni og hægt er til að skilja hana eins vel og unnt er," segir Sævar. Meginverkefnið er að rannsaka kórónuna sem umlykur sólina. „Kórónan er nefnilega uppspretta rafhlaðinna agna sem við köllum sólvindinn. Þegar sólvindurinn rekst á jörðina fáum við norðurljós en þegar sólvindurinn leikur um jörðina getur hann einnig spanað upp strauma í iðrum jarðar sem getur leitt í rafveitukerfi og slegið út rafveitukerfi. Þannig að fjárhagslegur ávinningur af því að skilja hvernig þessir sólstormar verða til og að geta spáð fyrir um þá," segir Sævar.Þegar geimfarið kemst næst sólu, sem verður árið 2024, mun það einnig ná öðrum sögulegum áfanga og verða hraðskreiðasti manngerði hluturinn. Þá svífur farið áfram á 192 kílómetra hraða á sekúndu og gæti þannig til dæmis náð frá Reykjavík til Akureyrar á tveimur sekúndum. Þar að auki verður það í sögulegum hita. „Þá finnur það fyrir hitastigi sem er svona 1.300 gráður, sem er álíka heitt og hraun sem kemur ur eldfjalli. Þannig að tæknin sem er þróuð til að smíða þetta geimfar getur kannski nýst okkur í náinni framtíð við kannski betri raftæki eða nýtnari hluti," segir Sævar Helgi. Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Geimfarið Parker varð í gær það geimfar sem næst hefur komist sólu. Sævar Helgi Bragason segir mikinn fjárhagslegan ávinning af því að rannsaka sólina og sólstorma sem geta valdið rafmagnsleysi á jörðinni. Geimferðastofnunin NASA skaut Parker á loft í ágúst en geimfarið á að rannsaka sólina næstu sex árin. Leiðangurinn kostar 1,5 milljarð Bandaríkjadala, eða um 180 milljarða króna. Í gær var 42 ára gamalt met geimfarsins Helios slegið þegar Parker varð það geimfar sem næst hefur komist sólu. Sævar Helgi Bragason segir þetta mikil tímamót sem hafi verið í undirbúningi síðustu hálfa öldina. „Þetta er eitt af þeim fyrstu verkefnum sem menn létu sig dreyma um eftir að geimöld hóst. Að fljúga eins nálægt sólinni og hægt er til að skilja hana eins vel og unnt er," segir Sævar. Meginverkefnið er að rannsaka kórónuna sem umlykur sólina. „Kórónan er nefnilega uppspretta rafhlaðinna agna sem við köllum sólvindinn. Þegar sólvindurinn rekst á jörðina fáum við norðurljós en þegar sólvindurinn leikur um jörðina getur hann einnig spanað upp strauma í iðrum jarðar sem getur leitt í rafveitukerfi og slegið út rafveitukerfi. Þannig að fjárhagslegur ávinningur af því að skilja hvernig þessir sólstormar verða til og að geta spáð fyrir um þá," segir Sævar.Þegar geimfarið kemst næst sólu, sem verður árið 2024, mun það einnig ná öðrum sögulegum áfanga og verða hraðskreiðasti manngerði hluturinn. Þá svífur farið áfram á 192 kílómetra hraða á sekúndu og gæti þannig til dæmis náð frá Reykjavík til Akureyrar á tveimur sekúndum. Þar að auki verður það í sögulegum hita. „Þá finnur það fyrir hitastigi sem er svona 1.300 gráður, sem er álíka heitt og hraun sem kemur ur eldfjalli. Þannig að tæknin sem er þróuð til að smíða þetta geimfar getur kannski nýst okkur í náinni framtíð við kannski betri raftæki eða nýtnari hluti," segir Sævar Helgi.
Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira