Snærós leitar hefnda Benedikt Bóas skrifar 31. október 2018 07:00 Snærós Sindradóttir leitar að sögum sem snúast um hefndir í nútímasamfélagi. Fréttablaðið/Ernir Snærós Sindradóttir, sem hlaut Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir viðtal ársins 2015, leitar að sögum sem snúast um hefnd. „Hugmyndin kviknaði í fæðingarorlofinu sem ég er í. Ég lá og var að gefa næturgjöf og fékk þessa tilfinningu sem trúlega allir foreldrar þekkja: Ef einhver gerir barninu mínu eitthvað þá mun ég leita hefnda og ganga langt út fyrir mín siðferðismörk til þess að verja það. Svo eru kannski fæstir sem grípa til hefnda þegar á hólminn er komið,“ segir hún. Snærós bendir á að Íslendingasögurnar séu fullar af hefnd. Í Njálu eru örlögin ráðin vegna hefnda, lítilla og stórra. Hallgerður langbrók neitaði að gefa Gunnari spúsa sínum lokk úr hári sínu, til að nýta sem bogastreng, minnug þess að hann laust hana kinnhest löngu áður. Eitt einfalt nei í hefndarskyni, og Gunnar var allur.Það þótti sjálfsagður hlutur að hefna á víkingaöld.Mynd/Einar Örn J.Snærós segir að færri sögum fari af hefndum Íslendinga í nútímanum. Hefndum vegna svika í ástum, stjórnmálum eða viðskiptum, vegna einhvers sem stakk vinnufélaga í bakið á leið sinni upp metorðastigann, eða miklum hefndum vegna einhvers sem særði ástvini. Fyrr á tíðum þótti nauðsynlegt að grípa til hefnda til að verja heiður sinn en í dag þykir það feimnismál að vera hefnigjarn. Þó stundum sé hefnd kannski eina leiðin til réttlætis. „Í Eiðnum gengur faðirinn ansi langt og í Lof mér að falla taka foreldrarnir til sinna ráða á vissu tímabili. Amma mín sagði einu sinni við mig að ef einhver myndi meiða mig eða aðra henni nátengda þá myndi hún ganga ansi langt til að leita hefnda – þótt hún sé pínulítil og hafi enga burði til að gera eitthvað. Tilfinningin er samt svo rík, að leita hefnda.“ Snærós segir að í nútímasamfélagi sé ekki lengur fínt að hefna. Það eigi að fyrirgefa og leita sátta. „Jafnvel fara í sáttameðferð og bara jafna sig. Mig langaði að heyra þessar sögur – að fólk geti nafnlaust eða undir nafni ef það vill sagt þessar sögur – og gefa þær út. Fólk á margar góðar sögur um hefnd. Sumar fyndnar en aðrar jafnvel hádramatískar,“ segir hún. Hægt er að hafa samband vegna verkefnisins í gegnum tölvupóstfangið hefndir@gmail.com. Einnig er hægt að skoða Facebook-síðuna Hefnd. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira
Snærós Sindradóttir, sem hlaut Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir viðtal ársins 2015, leitar að sögum sem snúast um hefnd. „Hugmyndin kviknaði í fæðingarorlofinu sem ég er í. Ég lá og var að gefa næturgjöf og fékk þessa tilfinningu sem trúlega allir foreldrar þekkja: Ef einhver gerir barninu mínu eitthvað þá mun ég leita hefnda og ganga langt út fyrir mín siðferðismörk til þess að verja það. Svo eru kannski fæstir sem grípa til hefnda þegar á hólminn er komið,“ segir hún. Snærós bendir á að Íslendingasögurnar séu fullar af hefnd. Í Njálu eru örlögin ráðin vegna hefnda, lítilla og stórra. Hallgerður langbrók neitaði að gefa Gunnari spúsa sínum lokk úr hári sínu, til að nýta sem bogastreng, minnug þess að hann laust hana kinnhest löngu áður. Eitt einfalt nei í hefndarskyni, og Gunnar var allur.Það þótti sjálfsagður hlutur að hefna á víkingaöld.Mynd/Einar Örn J.Snærós segir að færri sögum fari af hefndum Íslendinga í nútímanum. Hefndum vegna svika í ástum, stjórnmálum eða viðskiptum, vegna einhvers sem stakk vinnufélaga í bakið á leið sinni upp metorðastigann, eða miklum hefndum vegna einhvers sem særði ástvini. Fyrr á tíðum þótti nauðsynlegt að grípa til hefnda til að verja heiður sinn en í dag þykir það feimnismál að vera hefnigjarn. Þó stundum sé hefnd kannski eina leiðin til réttlætis. „Í Eiðnum gengur faðirinn ansi langt og í Lof mér að falla taka foreldrarnir til sinna ráða á vissu tímabili. Amma mín sagði einu sinni við mig að ef einhver myndi meiða mig eða aðra henni nátengda þá myndi hún ganga ansi langt til að leita hefnda – þótt hún sé pínulítil og hafi enga burði til að gera eitthvað. Tilfinningin er samt svo rík, að leita hefnda.“ Snærós segir að í nútímasamfélagi sé ekki lengur fínt að hefna. Það eigi að fyrirgefa og leita sátta. „Jafnvel fara í sáttameðferð og bara jafna sig. Mig langaði að heyra þessar sögur – að fólk geti nafnlaust eða undir nafni ef það vill sagt þessar sögur – og gefa þær út. Fólk á margar góðar sögur um hefnd. Sumar fyndnar en aðrar jafnvel hádramatískar,“ segir hún. Hægt er að hafa samband vegna verkefnisins í gegnum tölvupóstfangið hefndir@gmail.com. Einnig er hægt að skoða Facebook-síðuna Hefnd.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira