Pepsi deildarlið Stjörnunnar hefur nælt sér í vænan liðsstyrk fyrir næstu árin því fjórir leikmenn eru gengnir til liðs við félagið frá öðrum Pepsi deildarliðum.
Fótbolti.net greinir frá þessu.
Leikmennirnir sem um ræðir eru Sóley Guðmundsdóttir, fyrirliði ÍBV undanfarin ár, María Sól Jakobsdóttir sem kemur frá Grindavík og þær Jasmín Erla Ingadóttir og Diljá Ýr Zomers sem léku með FH á síðustu leiktíð. Allar gera þær þriggja ára samning við Stjörnuna.
Stjörnukonur ætla sér stóra hluti á næstu leiktíð en Garðabæjarliðið hafnaði í 3.sæti Pepsi deildarinnar á síðustu leiktíð og tapaði úrslitaleik Mjólkurbikarsins.
Kristján Guðmundsson tók við liðinu á dögunum en hann hætti með karlalið ÍBV fyrr í haust.
Stjarnan fær fyrirliða ÍBV og þrjár aðrar
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn






Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti
