Lög um kynjakvóta hafa borið litinn árangur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. október 2018 19:00 Þrír af hverjum fjórum lykilstjórnendum hjá hundrað stærstu fyrirtækjum landsins eru karlar. Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu segir að lög um kynjakvóta hafi ekki borið árangur og vill beita dagsektum á fyrirtæki sem ekki fara að lögunum.Mælaborð jafnréttismála fór í loftið á heimasíðu Félags kvenna í atvinnulífinu í dag en Deloitte tók saman tölfræði yfir kynjahlutföll stjórnenda hjá 100 stærstu fyrirtækjum landsins. 40% þeirra sem sitja í stjórnum fyrirtækjanna eru konur en aðeins 26% í framkvæmdastjórnum. Þá eru 19% stjórnarformanna stærstu fyrirtækjanna konur og aðeins 10% forstjóra. *Samkvæmt tölum úr mælaborði jafnréttismála.Vísir/TótlaSé litið til fyrirtækja sem starfa á hlutabréfamarkaði er hlutfall kvenna sem sitja í stjórnum 44%, 22% í framkvæmdastjórnum og 26% stjórnarformanna eru konur. Engin kona gegnir hlutverki forstjóra hjá fyrirtækjum á hlutabréfamarkaði og alls eru karlar 78% lykilstjórnenda.*Samkvæmt tölum úr mælaborði jafnréttismála.Vísir/TótlaRakel Sveinsdóttir, formaður félags kvenna í atvinnulífinu, segir tölurnar sláandi. „Fyrir árslok 2027 ætlum við að ná þeim árangri að lykilstjórnendur, sem sagt framkvæmdastjórnendur í fyrirtækjum á Íslandi, verði orðinn 40/60 að hlutfalli,“ segir Rakel. Átaksverkefnið sem Rakel vísar til kallast Jafnvægisvogin en í dag skrifuðu fulltrúar um 50 fyrirtækja undir viljayfirlýsingu um að leggja sitt af mörkum.Telur að beita þurfi dagsektum Lög um kynjakvóta tóku gildi árið 2013 en aðspurð segir Rakel þau ekki hafa borið tilætlaðan árangur. „Nei ekki sem skyldi, því miður. Vegna þess að í fyrsta lagi eru allt of mörg fyrirtæki sem fara ekki eftir þeim. Lögin kveða á um það að það eigi að vera 40% hlutfall að lágmarki með konur í stjórn, þau eru 33% í dag og hafa meira að segja lækkað aðeins, hafa lækkað um 0,6% á síðustu misserum. Það eru enn allt of mörg fyrirtæki sem eru hreinlega ekki að fara að lögum,“ segir Rakel. Hún vill að dagsektum verði beitt til að knýja þau fyrirtæki sem löggjöfin nær til til að fara að lögum og hefur FKA biðlað því til Alþingis að gripið verði til þessa úrræðis. „Það frumvarp er reyndar til umræðu á Alþingi og verður vonandi afgreitt en það er að sjálfsögðu frekar sorglegt að þurfa að leggja til sektir á atvinnulífið,“ segir Rakel. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Þrír af hverjum fjórum lykilstjórnendum hjá hundrað stærstu fyrirtækjum landsins eru karlar. Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu segir að lög um kynjakvóta hafi ekki borið árangur og vill beita dagsektum á fyrirtæki sem ekki fara að lögunum.Mælaborð jafnréttismála fór í loftið á heimasíðu Félags kvenna í atvinnulífinu í dag en Deloitte tók saman tölfræði yfir kynjahlutföll stjórnenda hjá 100 stærstu fyrirtækjum landsins. 40% þeirra sem sitja í stjórnum fyrirtækjanna eru konur en aðeins 26% í framkvæmdastjórnum. Þá eru 19% stjórnarformanna stærstu fyrirtækjanna konur og aðeins 10% forstjóra. *Samkvæmt tölum úr mælaborði jafnréttismála.Vísir/TótlaSé litið til fyrirtækja sem starfa á hlutabréfamarkaði er hlutfall kvenna sem sitja í stjórnum 44%, 22% í framkvæmdastjórnum og 26% stjórnarformanna eru konur. Engin kona gegnir hlutverki forstjóra hjá fyrirtækjum á hlutabréfamarkaði og alls eru karlar 78% lykilstjórnenda.*Samkvæmt tölum úr mælaborði jafnréttismála.Vísir/TótlaRakel Sveinsdóttir, formaður félags kvenna í atvinnulífinu, segir tölurnar sláandi. „Fyrir árslok 2027 ætlum við að ná þeim árangri að lykilstjórnendur, sem sagt framkvæmdastjórnendur í fyrirtækjum á Íslandi, verði orðinn 40/60 að hlutfalli,“ segir Rakel. Átaksverkefnið sem Rakel vísar til kallast Jafnvægisvogin en í dag skrifuðu fulltrúar um 50 fyrirtækja undir viljayfirlýsingu um að leggja sitt af mörkum.Telur að beita þurfi dagsektum Lög um kynjakvóta tóku gildi árið 2013 en aðspurð segir Rakel þau ekki hafa borið tilætlaðan árangur. „Nei ekki sem skyldi, því miður. Vegna þess að í fyrsta lagi eru allt of mörg fyrirtæki sem fara ekki eftir þeim. Lögin kveða á um það að það eigi að vera 40% hlutfall að lágmarki með konur í stjórn, þau eru 33% í dag og hafa meira að segja lækkað aðeins, hafa lækkað um 0,6% á síðustu misserum. Það eru enn allt of mörg fyrirtæki sem eru hreinlega ekki að fara að lögum,“ segir Rakel. Hún vill að dagsektum verði beitt til að knýja þau fyrirtæki sem löggjöfin nær til til að fara að lögum og hefur FKA biðlað því til Alþingis að gripið verði til þessa úrræðis. „Það frumvarp er reyndar til umræðu á Alþingi og verður vonandi afgreitt en það er að sjálfsögðu frekar sorglegt að þurfa að leggja til sektir á atvinnulífið,“ segir Rakel.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira