HB Grandi segir upp fleiri starfsmönnum Kjartan Kjartansson skrifar 31. október 2018 18:21 Níutíu manns hefur nú verið sagt upp hjá HB Granda á Akranesi á einu og hálfu ári. Fjórum starfsmönnum í loðnubræðslu HB Granda á Akranesi var sagt upp störfum í gær. Formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) segir að innan við tíu manns séu nú eftir í bræðslunni eftir hópuppsögn í fyrra. Tilkynnt var um uppsagnir ellefu starfsmanna í frystihúsi fyrirtækisins á Vopnafirði í gær en fyrirtækið segist ekki ætla að draga saman seglin þar. Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, staðfestir að fjórum hafi verið sagt upp í samtali við Vísi. Skýringarnar á uppsögnunum sem hann hafi heyrt hafi með breytingar hjá fyrirtækinu að gera. Það hafi meðal annars í hyggju að veiða karfa og heilfrysta á frystitogurum sínum. Karfinn hafi áður verið unninn í Reykjavík og afskurður úr honum bræddur á Akranesi. Verkefnum bræðslunnar á Akranesi fækki ef vinnslan færist út á sjó. Einnig segir Vilhjálmur að blikur séu á lofti varðandi komandi loðnuvertíð. Fyrstu tölur frá Hafró hafi ekki gefið tilefni til bjartsýni. HB Grandi varð til með samruna útgerðafyrirtækjanna Granda og Haraldar Böðvarssonar á Akranesi árið 2004. Áttatíu og sex starfsmönnum HB Granda á Akranesi var sagt upp fyrir einu og hálfu ári. Vilhjálmur segir að með uppsögnunum nú sé gamla fyrirtækið svo gott sem horfið endanlega. Enn er þó nokkur fjöldi starfa eftir hjá tveimur dótturfyrirtækjum HB Granda á Akranesi. Höggið með uppsögnunum nú er þó linað með því að fyrirtækið Ísfiskur hefur starfsemi í húsnæði HB Granda í bænum á morgun. Þar skapast fimmtíu störf. „Við brosum allavegana yfir því,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.Fréttablaðið/EyþórEngin áform um að draga úr starfseminni á Vopnafirði Ellefu var sagt upp í frystihúsi HB Granda á Vopnafirði í gær. Áður hafði þremur starfsmönnum þar verið sagt upp og tveir til viðbótar eru sagðir láta fljótlega af störfum án þess að ráðið verði í staðinn fyrir þá. HB Grandi sendi frá sér yfirlýsingu vegna uppsagnanna á Vopnafirði í dag þar sem fullyrt er að engin áform séu um að draga úr starfsemi fyrirtækisins í bænum. Fastráðnir starfsmenn uppsjávarfrystihússins verði sextíu talsins eftir uppsagnir. Fjöldinn hafi verið á bilinu 60-65 undanfarin ár. Fyrirtækið vísar til ákvörðunar um að byggja upp bolfiskvinnslu á Vopnafirði til að starfrækja á milli vertíða í uppsjávarvinnslunni sem tekin var árið 2016. Vinnsla í henni hófst eftir sjómannaverkfall í mars í fyrra. „Rekstur bolfiskvinnslu hefur allmennt ekki gengið sem skyldi og hefur því verið ákveðið að endurskipuleggja starfssemi á Vopnafirði á milli vertíða,“ segir í yfirlýsingu HB Granda. Áfram sé stefnt að því að hafa starfsemi á Vopnafirði á milli vertíða en verið sé að skoða hvernig best sé að haga því. Engin ákvörðun liggi fyrir í þeim efnum. Akranes Tengdar fréttir Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Fjórum starfsmönnum í loðnubræðslu HB Granda á Akranesi var sagt upp störfum í gær. Formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) segir að innan við tíu manns séu nú eftir í bræðslunni eftir hópuppsögn í fyrra. Tilkynnt var um uppsagnir ellefu starfsmanna í frystihúsi fyrirtækisins á Vopnafirði í gær en fyrirtækið segist ekki ætla að draga saman seglin þar. Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, staðfestir að fjórum hafi verið sagt upp í samtali við Vísi. Skýringarnar á uppsögnunum sem hann hafi heyrt hafi með breytingar hjá fyrirtækinu að gera. Það hafi meðal annars í hyggju að veiða karfa og heilfrysta á frystitogurum sínum. Karfinn hafi áður verið unninn í Reykjavík og afskurður úr honum bræddur á Akranesi. Verkefnum bræðslunnar á Akranesi fækki ef vinnslan færist út á sjó. Einnig segir Vilhjálmur að blikur séu á lofti varðandi komandi loðnuvertíð. Fyrstu tölur frá Hafró hafi ekki gefið tilefni til bjartsýni. HB Grandi varð til með samruna útgerðafyrirtækjanna Granda og Haraldar Böðvarssonar á Akranesi árið 2004. Áttatíu og sex starfsmönnum HB Granda á Akranesi var sagt upp fyrir einu og hálfu ári. Vilhjálmur segir að með uppsögnunum nú sé gamla fyrirtækið svo gott sem horfið endanlega. Enn er þó nokkur fjöldi starfa eftir hjá tveimur dótturfyrirtækjum HB Granda á Akranesi. Höggið með uppsögnunum nú er þó linað með því að fyrirtækið Ísfiskur hefur starfsemi í húsnæði HB Granda í bænum á morgun. Þar skapast fimmtíu störf. „Við brosum allavegana yfir því,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.Fréttablaðið/EyþórEngin áform um að draga úr starfseminni á Vopnafirði Ellefu var sagt upp í frystihúsi HB Granda á Vopnafirði í gær. Áður hafði þremur starfsmönnum þar verið sagt upp og tveir til viðbótar eru sagðir láta fljótlega af störfum án þess að ráðið verði í staðinn fyrir þá. HB Grandi sendi frá sér yfirlýsingu vegna uppsagnanna á Vopnafirði í dag þar sem fullyrt er að engin áform séu um að draga úr starfsemi fyrirtækisins í bænum. Fastráðnir starfsmenn uppsjávarfrystihússins verði sextíu talsins eftir uppsagnir. Fjöldinn hafi verið á bilinu 60-65 undanfarin ár. Fyrirtækið vísar til ákvörðunar um að byggja upp bolfiskvinnslu á Vopnafirði til að starfrækja á milli vertíða í uppsjávarvinnslunni sem tekin var árið 2016. Vinnsla í henni hófst eftir sjómannaverkfall í mars í fyrra. „Rekstur bolfiskvinnslu hefur allmennt ekki gengið sem skyldi og hefur því verið ákveðið að endurskipuleggja starfssemi á Vopnafirði á milli vertíða,“ segir í yfirlýsingu HB Granda. Áfram sé stefnt að því að hafa starfsemi á Vopnafirði á milli vertíða en verið sé að skoða hvernig best sé að haga því. Engin ákvörðun liggi fyrir í þeim efnum.
Akranes Tengdar fréttir Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent