HB Grandi segir upp fleiri starfsmönnum Kjartan Kjartansson skrifar 31. október 2018 18:21 Níutíu manns hefur nú verið sagt upp hjá HB Granda á Akranesi á einu og hálfu ári. Fjórum starfsmönnum í loðnubræðslu HB Granda á Akranesi var sagt upp störfum í gær. Formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) segir að innan við tíu manns séu nú eftir í bræðslunni eftir hópuppsögn í fyrra. Tilkynnt var um uppsagnir ellefu starfsmanna í frystihúsi fyrirtækisins á Vopnafirði í gær en fyrirtækið segist ekki ætla að draga saman seglin þar. Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, staðfestir að fjórum hafi verið sagt upp í samtali við Vísi. Skýringarnar á uppsögnunum sem hann hafi heyrt hafi með breytingar hjá fyrirtækinu að gera. Það hafi meðal annars í hyggju að veiða karfa og heilfrysta á frystitogurum sínum. Karfinn hafi áður verið unninn í Reykjavík og afskurður úr honum bræddur á Akranesi. Verkefnum bræðslunnar á Akranesi fækki ef vinnslan færist út á sjó. Einnig segir Vilhjálmur að blikur séu á lofti varðandi komandi loðnuvertíð. Fyrstu tölur frá Hafró hafi ekki gefið tilefni til bjartsýni. HB Grandi varð til með samruna útgerðafyrirtækjanna Granda og Haraldar Böðvarssonar á Akranesi árið 2004. Áttatíu og sex starfsmönnum HB Granda á Akranesi var sagt upp fyrir einu og hálfu ári. Vilhjálmur segir að með uppsögnunum nú sé gamla fyrirtækið svo gott sem horfið endanlega. Enn er þó nokkur fjöldi starfa eftir hjá tveimur dótturfyrirtækjum HB Granda á Akranesi. Höggið með uppsögnunum nú er þó linað með því að fyrirtækið Ísfiskur hefur starfsemi í húsnæði HB Granda í bænum á morgun. Þar skapast fimmtíu störf. „Við brosum allavegana yfir því,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.Fréttablaðið/EyþórEngin áform um að draga úr starfseminni á Vopnafirði Ellefu var sagt upp í frystihúsi HB Granda á Vopnafirði í gær. Áður hafði þremur starfsmönnum þar verið sagt upp og tveir til viðbótar eru sagðir láta fljótlega af störfum án þess að ráðið verði í staðinn fyrir þá. HB Grandi sendi frá sér yfirlýsingu vegna uppsagnanna á Vopnafirði í dag þar sem fullyrt er að engin áform séu um að draga úr starfsemi fyrirtækisins í bænum. Fastráðnir starfsmenn uppsjávarfrystihússins verði sextíu talsins eftir uppsagnir. Fjöldinn hafi verið á bilinu 60-65 undanfarin ár. Fyrirtækið vísar til ákvörðunar um að byggja upp bolfiskvinnslu á Vopnafirði til að starfrækja á milli vertíða í uppsjávarvinnslunni sem tekin var árið 2016. Vinnsla í henni hófst eftir sjómannaverkfall í mars í fyrra. „Rekstur bolfiskvinnslu hefur allmennt ekki gengið sem skyldi og hefur því verið ákveðið að endurskipuleggja starfssemi á Vopnafirði á milli vertíða,“ segir í yfirlýsingu HB Granda. Áfram sé stefnt að því að hafa starfsemi á Vopnafirði á milli vertíða en verið sé að skoða hvernig best sé að haga því. Engin ákvörðun liggi fyrir í þeim efnum. Akranes Tengdar fréttir Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Fjórum starfsmönnum í loðnubræðslu HB Granda á Akranesi var sagt upp störfum í gær. Formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) segir að innan við tíu manns séu nú eftir í bræðslunni eftir hópuppsögn í fyrra. Tilkynnt var um uppsagnir ellefu starfsmanna í frystihúsi fyrirtækisins á Vopnafirði í gær en fyrirtækið segist ekki ætla að draga saman seglin þar. Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, staðfestir að fjórum hafi verið sagt upp í samtali við Vísi. Skýringarnar á uppsögnunum sem hann hafi heyrt hafi með breytingar hjá fyrirtækinu að gera. Það hafi meðal annars í hyggju að veiða karfa og heilfrysta á frystitogurum sínum. Karfinn hafi áður verið unninn í Reykjavík og afskurður úr honum bræddur á Akranesi. Verkefnum bræðslunnar á Akranesi fækki ef vinnslan færist út á sjó. Einnig segir Vilhjálmur að blikur séu á lofti varðandi komandi loðnuvertíð. Fyrstu tölur frá Hafró hafi ekki gefið tilefni til bjartsýni. HB Grandi varð til með samruna útgerðafyrirtækjanna Granda og Haraldar Böðvarssonar á Akranesi árið 2004. Áttatíu og sex starfsmönnum HB Granda á Akranesi var sagt upp fyrir einu og hálfu ári. Vilhjálmur segir að með uppsögnunum nú sé gamla fyrirtækið svo gott sem horfið endanlega. Enn er þó nokkur fjöldi starfa eftir hjá tveimur dótturfyrirtækjum HB Granda á Akranesi. Höggið með uppsögnunum nú er þó linað með því að fyrirtækið Ísfiskur hefur starfsemi í húsnæði HB Granda í bænum á morgun. Þar skapast fimmtíu störf. „Við brosum allavegana yfir því,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.Fréttablaðið/EyþórEngin áform um að draga úr starfseminni á Vopnafirði Ellefu var sagt upp í frystihúsi HB Granda á Vopnafirði í gær. Áður hafði þremur starfsmönnum þar verið sagt upp og tveir til viðbótar eru sagðir láta fljótlega af störfum án þess að ráðið verði í staðinn fyrir þá. HB Grandi sendi frá sér yfirlýsingu vegna uppsagnanna á Vopnafirði í dag þar sem fullyrt er að engin áform séu um að draga úr starfsemi fyrirtækisins í bænum. Fastráðnir starfsmenn uppsjávarfrystihússins verði sextíu talsins eftir uppsagnir. Fjöldinn hafi verið á bilinu 60-65 undanfarin ár. Fyrirtækið vísar til ákvörðunar um að byggja upp bolfiskvinnslu á Vopnafirði til að starfrækja á milli vertíða í uppsjávarvinnslunni sem tekin var árið 2016. Vinnsla í henni hófst eftir sjómannaverkfall í mars í fyrra. „Rekstur bolfiskvinnslu hefur allmennt ekki gengið sem skyldi og hefur því verið ákveðið að endurskipuleggja starfssemi á Vopnafirði á milli vertíða,“ segir í yfirlýsingu HB Granda. Áfram sé stefnt að því að hafa starfsemi á Vopnafirði á milli vertíða en verið sé að skoða hvernig best sé að haga því. Engin ákvörðun liggi fyrir í þeim efnum.
Akranes Tengdar fréttir Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23