Leikmaður í heimsmeistaraliði Ítala dæmdur í mafíumáli Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2018 22:30 Vincenzo Iaquinta kyssir bikarinn eftir að Ítalir unni Frakka í úrslitaleik HM í Berlín árið 2006. Getty/Andreas Rentz Dómstóll á Ítalíu hefur dæmt knattspyrnumanninn Vincenzo Iaquinta í tveggja ára fangelsi fyrir brot gegn skotvopnalögum í umfangsmiklu máli sem snýr að skipulagðri glæpastarfsemi í landinu. Iaquinta spilaði meðal annars með stórliði Juventus og var í heimsmeistaraliði Ítalíu árið 2006. Hinn 38 ára Iaquinta var í hópi 148 manna sem réttað var yfir en sakborningar voru ákærðir fyrir tengsl við 'Ndrangheta-mafíuna. Dómarinn sýknaði Iaquinta af ákæru um að tengjast mafíunni, en faðir hans var fundinn sekur var dæmdur til nítján ára fangelsisvistar. Alls voru rúmlega 120 manns fundnir sekir í málinu, að því er fram kemur í grein BBC.Kom vopnum í hendur föður síns Vincenzo Iaquinta var þó fundinn sekur um að hafa komið tveimur skotvopnum í hendur föður síns með ólöglegum hætti, en dómari hafði áður, í öðru máli, bannað Iaquinta eldri að vera með skotvopn í sinni vörslu. „Fáránlegt! Skömm!“ hrópuðu þeir feðgar þegar dómarinn kvað upp sinn dóm. Lög á Ítalíu kveða á um að sakborningar geti áfrýjað í tvígang áður en dómur er staðfestur. Reuters greinir frá því að ólíklegt sé að Iaquinta yngri komi til með að þurfa að afplána dóminn.Sex þúsund liðsmenn Bandaríska alríkislögreglan FBI áætlar að liðsmenn 'Ndrangheta-mafíunnar, sem er starfandi í Calabria, einu fátækasta héraði Ítalíu, séu um sex þúsund talsins. Framherjinn Iaquinta sló í gegn með liði Udinese þar sem hann spilaði á árunum 2000 til 2007. Þá gekk hann til liðs við Juventus þar sem hann spilaði til ársins 2013. Hann spilaði alls fjörutíu leiki með ítalska landsliðinu og skoraði í þeim sex mörk. Hann kom inn á sem vara maður í úrslitaleik Ítalíu og Frakka á HM 2006. Ítalía Ítalski boltinn Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Dómstóll á Ítalíu hefur dæmt knattspyrnumanninn Vincenzo Iaquinta í tveggja ára fangelsi fyrir brot gegn skotvopnalögum í umfangsmiklu máli sem snýr að skipulagðri glæpastarfsemi í landinu. Iaquinta spilaði meðal annars með stórliði Juventus og var í heimsmeistaraliði Ítalíu árið 2006. Hinn 38 ára Iaquinta var í hópi 148 manna sem réttað var yfir en sakborningar voru ákærðir fyrir tengsl við 'Ndrangheta-mafíuna. Dómarinn sýknaði Iaquinta af ákæru um að tengjast mafíunni, en faðir hans var fundinn sekur var dæmdur til nítján ára fangelsisvistar. Alls voru rúmlega 120 manns fundnir sekir í málinu, að því er fram kemur í grein BBC.Kom vopnum í hendur föður síns Vincenzo Iaquinta var þó fundinn sekur um að hafa komið tveimur skotvopnum í hendur föður síns með ólöglegum hætti, en dómari hafði áður, í öðru máli, bannað Iaquinta eldri að vera með skotvopn í sinni vörslu. „Fáránlegt! Skömm!“ hrópuðu þeir feðgar þegar dómarinn kvað upp sinn dóm. Lög á Ítalíu kveða á um að sakborningar geti áfrýjað í tvígang áður en dómur er staðfestur. Reuters greinir frá því að ólíklegt sé að Iaquinta yngri komi til með að þurfa að afplána dóminn.Sex þúsund liðsmenn Bandaríska alríkislögreglan FBI áætlar að liðsmenn 'Ndrangheta-mafíunnar, sem er starfandi í Calabria, einu fátækasta héraði Ítalíu, séu um sex þúsund talsins. Framherjinn Iaquinta sló í gegn með liði Udinese þar sem hann spilaði á árunum 2000 til 2007. Þá gekk hann til liðs við Juventus þar sem hann spilaði til ársins 2013. Hann spilaði alls fjörutíu leiki með ítalska landsliðinu og skoraði í þeim sex mörk. Hann kom inn á sem vara maður í úrslitaleik Ítalíu og Frakka á HM 2006.
Ítalía Ítalski boltinn Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira