Viðar Örn Kjartansson, leikmaður FC Rostov í Rússlandi, tilkynnti það á Instagram reikningi sínum nú rétt í þessu að hann sé búinn að leggja landsliðsskónna á hilluna, aðeins 28 ára að aldri.
Viðar Örn var ekki valinn í hóp Heimis Hallgrímssonar fyrir Heimsmeistaramótið í sumar og talaði faðir hans opinberlega um þá ákvörðun og var hann ekki sáttur.
Viðar spilaði 19 leiki fyrir landsliðið og skoraði tvö mörk í þessum leikjum.
Á Instagram reikningi sínum þakkaði hann fyrir sig.
„Ég elskaði hverja einustu mínútu sem ég spilaði með landsliðinu en núna er kominn tími á að segja þetta gott. Kominn tími á næstu kynslóð. Takk fyrir allt.“
