„Þetta er spurning um fullkomnun“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Lissabon skrifar 20. október 2018 14:22 Valgerður Sigfinnsdóttir og Kolbrún Þöll Þorradóttir mynd/kristinn arason Kolbrún Þöll Þorradóttir sagði tilfinningarnar blendnar eftir að kvennalið Íslands fékk silfurverðlaun á EM í hópfimleikum í Portúgal í dag. Þriðja mótið í röð varð Ísland að láta í lægri hlut gegn Svíum. „Þetta eru frekar blendnar tilfinningar. Við komum inn í þennan dag og ætluðum að gefa allt í þetta sem við áttum inni,“ sagði Kolbrún Þöll þegar keppni var lokið í dag. „Smá hnökrar á trampólíninu sem var síðasta áhaldið eftir að við vorum á leiðinni upp. Áttum geggjaðan dans og mjög, mjög góða dýnu, lentum allt. Svo voru smá hnökrar á trampólíninu sem skiptu sköpum.“ „Annað sætið varð okkar, en ég held við verðum bara grimmari eftir tvö ár.“ Íslenska liðið bætti sig á öllum áhöldum frá undankeppninni en það dugði ekki til, sænska liðið virðist einfaldlega vera betra í dag. „Við unnum samt tvö áhöld af þremur, sem segir sitt. Þetta er spurning um fullkomnun, þú verður bara að eiga fullkominn dag.“ „Við misstum eina mjög sterka út sem meiddi sig á síðasta áhaldinu í undanúrslitunum, sem hefði hækkað okkur töluvert. Við þurftum bara að spila á mönnunum sem við höfðum, við gerðum það og kláruðum það.“ „Þetta er frekar súrt.“ Kolbrún var valin í úrvalslið síðustu tveggja móta. Hún segist ekkert hafa spáð í því hvort hún verði þar aftur en það yrði smá sárabót. „Ég átti mjög góðan dag og get ekki verið sáttari með mig. Það verður bara að koma í ljós. Það yrði ákveðinn toppur, ákveðin sárabót. Það var það fyrir tveimur árum en ég veit ekki hvað ég get sagt.“ „Ég er ánægð með að þetta sé búið, þakklát fyrir stelpurnar mínar. Við erum ótrúlega sterkt lið, ég hef aldrei verið í svona sterku og góðu liði. Ég er bara ótrúlega þakklát,“ sagði Kolbrún Þöll Þorradóttir. Fimleikar Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana Sjá meira
Kolbrún Þöll Þorradóttir sagði tilfinningarnar blendnar eftir að kvennalið Íslands fékk silfurverðlaun á EM í hópfimleikum í Portúgal í dag. Þriðja mótið í röð varð Ísland að láta í lægri hlut gegn Svíum. „Þetta eru frekar blendnar tilfinningar. Við komum inn í þennan dag og ætluðum að gefa allt í þetta sem við áttum inni,“ sagði Kolbrún Þöll þegar keppni var lokið í dag. „Smá hnökrar á trampólíninu sem var síðasta áhaldið eftir að við vorum á leiðinni upp. Áttum geggjaðan dans og mjög, mjög góða dýnu, lentum allt. Svo voru smá hnökrar á trampólíninu sem skiptu sköpum.“ „Annað sætið varð okkar, en ég held við verðum bara grimmari eftir tvö ár.“ Íslenska liðið bætti sig á öllum áhöldum frá undankeppninni en það dugði ekki til, sænska liðið virðist einfaldlega vera betra í dag. „Við unnum samt tvö áhöld af þremur, sem segir sitt. Þetta er spurning um fullkomnun, þú verður bara að eiga fullkominn dag.“ „Við misstum eina mjög sterka út sem meiddi sig á síðasta áhaldinu í undanúrslitunum, sem hefði hækkað okkur töluvert. Við þurftum bara að spila á mönnunum sem við höfðum, við gerðum það og kláruðum það.“ „Þetta er frekar súrt.“ Kolbrún var valin í úrvalslið síðustu tveggja móta. Hún segist ekkert hafa spáð í því hvort hún verði þar aftur en það yrði smá sárabót. „Ég átti mjög góðan dag og get ekki verið sáttari með mig. Það verður bara að koma í ljós. Það yrði ákveðinn toppur, ákveðin sárabót. Það var það fyrir tveimur árum en ég veit ekki hvað ég get sagt.“ „Ég er ánægð með að þetta sé búið, þakklát fyrir stelpurnar mínar. Við erum ótrúlega sterkt lið, ég hef aldrei verið í svona sterku og góðu liði. Ég er bara ótrúlega þakklát,“ sagði Kolbrún Þöll Þorradóttir.
Fimleikar Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana Sjá meira