Ótrúlegt afrek að það hafi munað svona litlu i gullið Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Lissabon skrifar 20. október 2018 14:37 Íslenska liðið stóð sig frábærlega í dag mynd/kristinn arason Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum sagði íslenska liðið hafa átt ótrúlega góðan dag þrátt fyrir að hafa þurft að sætta sig við silfur á EM í Portúgal í dag. Það er stjarnfræðilegt afrek að klára mótið eins og liðið gerði miðað við það sem áður hafði á gengið. „Við áttum ógeðslega góðan dag. Við lögðum svolítið upp með að sækja daginn okkar. Það var gert alveg upp á 10 í dag og þær voru ótrúlega ánægðar með þetta,“ sagði Bjarni Gíslason, einn þjálfara liðsins. „Svo komu náttúrulega niðurstöðurnar og það er erfitt að höndla það að standa sig geðveikt vel en fá ekki alveg niðurstöðuna sem maður vill. Það er alveg svekkelsi í hópnum en þær hrista þetta alveg af sér, ég trúi ekki öðru.“ Íslenska liðið gerði betur í dag en í undankeppninni á öllum áhöldum og var með hærri einkunn en sænska liðið á tveimur af áhöldunum þremur. Bjarni sagði himinn og haf á milli undirbúnings þessara liða. „Ég veit ekki hversu margir gera sér grein fyrir muninum á þessum tveimur liðum. Hann er gríðarlega mikill. Ferlið hjá Svíum og Íslendingum í landsliðunum er allt öðruvísi.“ „Þeir vinna að þessu í tvö ár, að einu markmiði, við tökum svona fjóra mánuði að meðaltali. Munurinn á þessum tveimur liðum, að það séu bara 0,2 á milli þeirra, er geðveikt afrek fyrir okkur.“ „Litla Ísland að berjast á móti Svíþjóð þar sem jafn margir æfa íþróttina og búa á Íslandi. Það er búið að tala svo oft um þetta í fótboltanum, það er bara nákvæmlega það sama að gerast hérna. Þetta er bara eins og að verða í öðru sæti á EM í fótbolta.“ „Þetta er bara fáránlega gott hjá þeim.“ „Það er gaman að hafa keppni, þetta væri ekkert gaman ef við myndum alltaf vinna. En þetta sýnir að það er alvöru keppni. Hvert fall gildir, þetta er bara gríðarlegur bardagi og það er gott að sjá.“ Bjarni sagðist mjög ánægður með hvernig mótið hafi farið í heildina. „Við töluðum um að við vorum mjög ánægð með þetta. Það eina sem okkur vantaði var þessi eini dagur og hann kom. Ferlið er bara búið að vera frábært. Við brugðumst rosalega vel við öllu sem hefur komið upp, við misstum út eina stelpu í undanúrslitunum sem var ekki inni í plani.“ „Það hefur sinn skell og við erum að veikjast á móti sterka liðinu og fara í gegnum vandamál. Að koma svona inn í síðasta daginn og klára þeta svona er stjarnfræðilegt. Það er rosalega gott.“ „Við erum allavega ótrúlega stolt af okkar liði,“ sagði Bjarni Gíslason. Fimleikar Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum sagði íslenska liðið hafa átt ótrúlega góðan dag þrátt fyrir að hafa þurft að sætta sig við silfur á EM í Portúgal í dag. Það er stjarnfræðilegt afrek að klára mótið eins og liðið gerði miðað við það sem áður hafði á gengið. „Við áttum ógeðslega góðan dag. Við lögðum svolítið upp með að sækja daginn okkar. Það var gert alveg upp á 10 í dag og þær voru ótrúlega ánægðar með þetta,“ sagði Bjarni Gíslason, einn þjálfara liðsins. „Svo komu náttúrulega niðurstöðurnar og það er erfitt að höndla það að standa sig geðveikt vel en fá ekki alveg niðurstöðuna sem maður vill. Það er alveg svekkelsi í hópnum en þær hrista þetta alveg af sér, ég trúi ekki öðru.“ Íslenska liðið gerði betur í dag en í undankeppninni á öllum áhöldum og var með hærri einkunn en sænska liðið á tveimur af áhöldunum þremur. Bjarni sagði himinn og haf á milli undirbúnings þessara liða. „Ég veit ekki hversu margir gera sér grein fyrir muninum á þessum tveimur liðum. Hann er gríðarlega mikill. Ferlið hjá Svíum og Íslendingum í landsliðunum er allt öðruvísi.“ „Þeir vinna að þessu í tvö ár, að einu markmiði, við tökum svona fjóra mánuði að meðaltali. Munurinn á þessum tveimur liðum, að það séu bara 0,2 á milli þeirra, er geðveikt afrek fyrir okkur.“ „Litla Ísland að berjast á móti Svíþjóð þar sem jafn margir æfa íþróttina og búa á Íslandi. Það er búið að tala svo oft um þetta í fótboltanum, það er bara nákvæmlega það sama að gerast hérna. Þetta er bara eins og að verða í öðru sæti á EM í fótbolta.“ „Þetta er bara fáránlega gott hjá þeim.“ „Það er gaman að hafa keppni, þetta væri ekkert gaman ef við myndum alltaf vinna. En þetta sýnir að það er alvöru keppni. Hvert fall gildir, þetta er bara gríðarlegur bardagi og það er gott að sjá.“ Bjarni sagðist mjög ánægður með hvernig mótið hafi farið í heildina. „Við töluðum um að við vorum mjög ánægð með þetta. Það eina sem okkur vantaði var þessi eini dagur og hann kom. Ferlið er bara búið að vera frábært. Við brugðumst rosalega vel við öllu sem hefur komið upp, við misstum út eina stelpu í undanúrslitunum sem var ekki inni í plani.“ „Það hefur sinn skell og við erum að veikjast á móti sterka liðinu og fara í gegnum vandamál. Að koma svona inn í síðasta daginn og klára þeta svona er stjarnfræðilegt. Það er rosalega gott.“ „Við erum allavega ótrúlega stolt af okkar liði,“ sagði Bjarni Gíslason.
Fimleikar Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira