Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. október 2018 19:30 Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi. Samkvæmt sérfræðingi stéttarfélagsins hefur skattbyrði aukist umtalsvert á sama tíma og bætur frá hinu opinbera hafa rýrnað. Hann segir að nú sé komið að því að stjórnvöld verði rukkuð um efndir á loforðinu um breytingar á skattkerfinu. Í dag fór fram sameiginlegur fundur Eflingar og Öryrkjabandalags Íslands um afkomu lágtekjufólks á Íslandi, sérstaklega út frá skattbyrði og skerðingum. Fundurinn var vel sóttur og mátti finna fyrir reiði meðal fundarmanna. Sérfræðingur hjá Eflingu segir að nú verði að taka málefnum láglaunafólks af festu. „Skattbyrði á lágtekjufólk, sérstaklega á þá allra lægstu, hún hefur aukist umtalsvert á sama tíma og bætur frá hinu opinbera eins og barnabætur og vaxtarbætur, húsnæðisstuðningur, hafa rýrnað verulega á sama tíma og húsnæðismarkaðurinn hefur hækkað verð bæði á leigu og kaupum upp úr öllu valdi,“ segir Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu.Stefán ÓlafssonSkjáskot/Stöð2Formaður Eflingar segir kröfur verkalýðshreyfinganna raunhæfar, enda snúi þær eingöngu að því að hér ríki efnahagslegt réttlæti. „Mér finnst þær raddir sem nú heyrast, þessar móðursjúku raddir um að hér muni allt kollsteypast, mér finnst þær ótrúlega ótrúverðugar. Ég tel þetta bara mjög hófstilltar kröfur, jarðbundnar kröfur sem snúa eingöngu að því að hér ríki eitthvað efnahagslegt réttlæti,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. „Já stjórnvöld hafa sagt að þau vilji breyta skatta- og bótakerfinu þannig að það bæti sérstaklega hag þeirra lægst launuðu og lægri hópa, þannig nú verða þau rukkuð um efndir á þessu og það þurfa að vera miklu meira en einhverjar sýndarbreytingar,“ segir Stefán. „Ég sem láglaunakona upplifði alls engan kaupmátt, ég varð sek um þann „glæp“ að kaupa mér mitt eigið húsnæði árið 2014 sem þýddi það að ég þurfti að fara í aðra vinnu bara til að geta staðið undir eðlilegum afborgunum af eigin húsnæði þannig þessi rosalegi kaupmáttur sem hér á að vera hefur svo sannarlega ekki fundist í lífi lágtekjuhópanna,“ segir Sólveig. Kjaramál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi. Samkvæmt sérfræðingi stéttarfélagsins hefur skattbyrði aukist umtalsvert á sama tíma og bætur frá hinu opinbera hafa rýrnað. Hann segir að nú sé komið að því að stjórnvöld verði rukkuð um efndir á loforðinu um breytingar á skattkerfinu. Í dag fór fram sameiginlegur fundur Eflingar og Öryrkjabandalags Íslands um afkomu lágtekjufólks á Íslandi, sérstaklega út frá skattbyrði og skerðingum. Fundurinn var vel sóttur og mátti finna fyrir reiði meðal fundarmanna. Sérfræðingur hjá Eflingu segir að nú verði að taka málefnum láglaunafólks af festu. „Skattbyrði á lágtekjufólk, sérstaklega á þá allra lægstu, hún hefur aukist umtalsvert á sama tíma og bætur frá hinu opinbera eins og barnabætur og vaxtarbætur, húsnæðisstuðningur, hafa rýrnað verulega á sama tíma og húsnæðismarkaðurinn hefur hækkað verð bæði á leigu og kaupum upp úr öllu valdi,“ segir Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu.Stefán ÓlafssonSkjáskot/Stöð2Formaður Eflingar segir kröfur verkalýðshreyfinganna raunhæfar, enda snúi þær eingöngu að því að hér ríki efnahagslegt réttlæti. „Mér finnst þær raddir sem nú heyrast, þessar móðursjúku raddir um að hér muni allt kollsteypast, mér finnst þær ótrúlega ótrúverðugar. Ég tel þetta bara mjög hófstilltar kröfur, jarðbundnar kröfur sem snúa eingöngu að því að hér ríki eitthvað efnahagslegt réttlæti,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. „Já stjórnvöld hafa sagt að þau vilji breyta skatta- og bótakerfinu þannig að það bæti sérstaklega hag þeirra lægst launuðu og lægri hópa, þannig nú verða þau rukkuð um efndir á þessu og það þurfa að vera miklu meira en einhverjar sýndarbreytingar,“ segir Stefán. „Ég sem láglaunakona upplifði alls engan kaupmátt, ég varð sek um þann „glæp“ að kaupa mér mitt eigið húsnæði árið 2014 sem þýddi það að ég þurfti að fara í aðra vinnu bara til að geta staðið undir eðlilegum afborgunum af eigin húsnæði þannig þessi rosalegi kaupmáttur sem hér á að vera hefur svo sannarlega ekki fundist í lífi lágtekjuhópanna,“ segir Sólveig.
Kjaramál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira