Lúxusverkir Lára G. Sigurðardóttir skrifar 22. október 2018 09:00 Á meðan við brunuðum hálfan Flórídaskaga til að ná flugi fann ég tilfinningu í maganum sem vakti mig til umhugsunar. Vikuna áður höfðum við siglt á skemmtiferðaskipi þar sem bornar voru fram allsnægtir af mat frá morgni til kvölds. Lífið hafði snúist um að kitla bragðlaukana. Hungurverkirnir í bílnum gáfu mér hálfgert samviskubit yfir öllu matarsukkinu á bátnum. Samviskubit yfir að hafa tekið þátt í matarbruðlinu á sama tíma og fæðunni er misskipt meðal jarðarbúa. Sums staðar í heiminum deyja börn enn úr vannæringu. Það eru svona aðstæður sem fá mann til að endurskoða viðhorf sín og gildi. Hingað til hef ég alltaf verið hálfsmeyk við hungur og er venjulega ofhlaðin nesti, sem endar ósjaldan í ruslatunnunni. En hvaðan kemur þessi ótti við hungur? Genin okkar eru enn lituð af fyrri tímum þegar fólk nagaði skósóla til að slá á hungrið og drýgði matinn svo hann dugði út veturinn. Hungursneyðir komu upp reglulega eftir styrjaldir, náttúruhamfarir og uppskerubrest. Getur verið að samband okkar við mat sé mótað af því að vera alltaf á varðbergi gagnvart yfirvofandi matarskorti? Að okkur líði best að hafa nóg af mat innan seilingar – til að tryggja að við lifum af næstu hungursneyð. Í allsnægtaheimi má segja að hungurverkir séu lúxusverkir. Við erum ekki að fara deyja úr sulti þótt við höfum ekki borðað neitt síðustu tvo tímana! Fyrir nútímamanninn er allt í lagi að vera stundum svangur og það sem meira er, það getur verið meinhollt. Rannsóknir benda til þess að við getum hægt á öldrun og bætt heilsu með því að borða minna, t.d. dregið úr líkum á sykursýki og hjartasjúkdómum – svo lengi sem við erum ekki vannærð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun
Á meðan við brunuðum hálfan Flórídaskaga til að ná flugi fann ég tilfinningu í maganum sem vakti mig til umhugsunar. Vikuna áður höfðum við siglt á skemmtiferðaskipi þar sem bornar voru fram allsnægtir af mat frá morgni til kvölds. Lífið hafði snúist um að kitla bragðlaukana. Hungurverkirnir í bílnum gáfu mér hálfgert samviskubit yfir öllu matarsukkinu á bátnum. Samviskubit yfir að hafa tekið þátt í matarbruðlinu á sama tíma og fæðunni er misskipt meðal jarðarbúa. Sums staðar í heiminum deyja börn enn úr vannæringu. Það eru svona aðstæður sem fá mann til að endurskoða viðhorf sín og gildi. Hingað til hef ég alltaf verið hálfsmeyk við hungur og er venjulega ofhlaðin nesti, sem endar ósjaldan í ruslatunnunni. En hvaðan kemur þessi ótti við hungur? Genin okkar eru enn lituð af fyrri tímum þegar fólk nagaði skósóla til að slá á hungrið og drýgði matinn svo hann dugði út veturinn. Hungursneyðir komu upp reglulega eftir styrjaldir, náttúruhamfarir og uppskerubrest. Getur verið að samband okkar við mat sé mótað af því að vera alltaf á varðbergi gagnvart yfirvofandi matarskorti? Að okkur líði best að hafa nóg af mat innan seilingar – til að tryggja að við lifum af næstu hungursneyð. Í allsnægtaheimi má segja að hungurverkir séu lúxusverkir. Við erum ekki að fara deyja úr sulti þótt við höfum ekki borðað neitt síðustu tvo tímana! Fyrir nútímamanninn er allt í lagi að vera stundum svangur og það sem meira er, það getur verið meinhollt. Rannsóknir benda til þess að við getum hægt á öldrun og bætt heilsu með því að borða minna, t.d. dregið úr líkum á sykursýki og hjartasjúkdómum – svo lengi sem við erum ekki vannærð.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun