Vantar pláss fyrir skjöl hjá Þjóðskjalasafninu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. október 2018 08:15 Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður við nokkrar af þeim hillum sem nú eru fullar. Hann segir að ljóst hafi verið í hvað stefndi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Um nokkurra mánaða skeið hefur Þjóðskjalasafn Íslands (ÞSK) ekki getað tekið við gögnum frá stjórnsýslunni sem því ber að gera lögum samkvæmt. Ástæðan er sú að safnið skortir pláss undir fleiri skjöl. Málið á sér nokkra forsögu. Fyrstu starfsár sín flakkaði safnið milli Dómkirkjunnar, Alþingishússins og Safnahússins við Hverfisgötu þar til því var fundinn samastaður á níunda áratugnum í gömlu Mjólkursamsölunni við Laugaveg 164. Síðan þá hefur verið unnið að því að bæta aðstöðu safnsins jafnt og þétt. Í upphafi árs skilaði Framkvæmdasýsla ríkisins minnisblaði um framkvæmda- og viðhaldsáætlun ÞSK fyrir næstu sex ár. Þar kemur meðal annars fram að nauðsynlegt sé að endurnýja lestrarsal safnsins en sá var tekinn í notkun fyrir tuttugu árum og hugsaður til bráðabirgða í eitt til tvö ár. Þá er einnig vikið að endurbótum sem þarf að gera á húsum á reitnum og þá sérstaklega svokölluðu húsi 5, gömlu ísgerðina svokölluðu, og sagt að afar brýnt sé að framkvæmdir hefjist sem fyrst. „Við nefndum vöntun á skápum fyrst árið 2012 en síðan þá hefur þetta gengið afar hægt og því ávallt frestað að kaupa skápa. Nú er þetta búið að vera stopp í kerfinu í hálft ár og við fáum ekki skýringar á því hvað tefur,“ segir Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður. Safnið átti fund með fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í janúar vegna málsins. Í minnisblaði sem lagt var fram á fundinum segir að ÞSK varðveiti nú 44 hillukílómetra af skjölum og búist sé við öðrum fimmtíu á næstu þrjátíu árum. Þá fyrst verði rafræn skjöl búin að útrýma pappírsskjölum í stjórnsýslunni. Það að fá hús fimm í fulla notkun gefi safninu sautján hillukílómetra sem ætti að duga í um tíu til fimmtán ár að óbreyttu. „Við höfum sett stopp á viðtökur á skjölum. Því miður getum við ekki tekið við meiru fyrr en við vitum hvenær við fáum viðbótarpláss,“ segir Eiríkur. Möguleiki sé til að byggja upp og niður á núverandi reit safnsins og þar gæti safnið rúmast til frambúðar. „Við viljum meina að við höfum rækilega gert grein fyrir stöðunni og ríkisstjórnin og ráðuneytin hafi getað skipað málum þannig að ekki kæmi til þessarar vondu ráðstöfunar. Sem stendur getum við ekki þjónustað stjórnsýsluna sem þarf þá að leigja geymslur til bráðabirgða undir gögn sem þau geta ekki sent okkur,“ segir Eiríkur. Í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að búið sé að fjármagna fyrsta áfanga framkvæmda við hús fimm og útboðsgögn séu tilbúin. Beðið sé eftir grænu ljósi frá fjármálaráðuneytinu. Þá hafi ÞSK fengið aukafjárveitingu í vor, 12,5 milljónir króna, til að tryggja að unnt væri að taka á móti pappírsgögnum frá afhendingarskyldum aðilum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Um nokkurra mánaða skeið hefur Þjóðskjalasafn Íslands (ÞSK) ekki getað tekið við gögnum frá stjórnsýslunni sem því ber að gera lögum samkvæmt. Ástæðan er sú að safnið skortir pláss undir fleiri skjöl. Málið á sér nokkra forsögu. Fyrstu starfsár sín flakkaði safnið milli Dómkirkjunnar, Alþingishússins og Safnahússins við Hverfisgötu þar til því var fundinn samastaður á níunda áratugnum í gömlu Mjólkursamsölunni við Laugaveg 164. Síðan þá hefur verið unnið að því að bæta aðstöðu safnsins jafnt og þétt. Í upphafi árs skilaði Framkvæmdasýsla ríkisins minnisblaði um framkvæmda- og viðhaldsáætlun ÞSK fyrir næstu sex ár. Þar kemur meðal annars fram að nauðsynlegt sé að endurnýja lestrarsal safnsins en sá var tekinn í notkun fyrir tuttugu árum og hugsaður til bráðabirgða í eitt til tvö ár. Þá er einnig vikið að endurbótum sem þarf að gera á húsum á reitnum og þá sérstaklega svokölluðu húsi 5, gömlu ísgerðina svokölluðu, og sagt að afar brýnt sé að framkvæmdir hefjist sem fyrst. „Við nefndum vöntun á skápum fyrst árið 2012 en síðan þá hefur þetta gengið afar hægt og því ávallt frestað að kaupa skápa. Nú er þetta búið að vera stopp í kerfinu í hálft ár og við fáum ekki skýringar á því hvað tefur,“ segir Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður. Safnið átti fund með fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í janúar vegna málsins. Í minnisblaði sem lagt var fram á fundinum segir að ÞSK varðveiti nú 44 hillukílómetra af skjölum og búist sé við öðrum fimmtíu á næstu þrjátíu árum. Þá fyrst verði rafræn skjöl búin að útrýma pappírsskjölum í stjórnsýslunni. Það að fá hús fimm í fulla notkun gefi safninu sautján hillukílómetra sem ætti að duga í um tíu til fimmtán ár að óbreyttu. „Við höfum sett stopp á viðtökur á skjölum. Því miður getum við ekki tekið við meiru fyrr en við vitum hvenær við fáum viðbótarpláss,“ segir Eiríkur. Möguleiki sé til að byggja upp og niður á núverandi reit safnsins og þar gæti safnið rúmast til frambúðar. „Við viljum meina að við höfum rækilega gert grein fyrir stöðunni og ríkisstjórnin og ráðuneytin hafi getað skipað málum þannig að ekki kæmi til þessarar vondu ráðstöfunar. Sem stendur getum við ekki þjónustað stjórnsýsluna sem þarf þá að leigja geymslur til bráðabirgða undir gögn sem þau geta ekki sent okkur,“ segir Eiríkur. Í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að búið sé að fjármagna fyrsta áfanga framkvæmda við hús fimm og útboðsgögn séu tilbúin. Beðið sé eftir grænu ljósi frá fjármálaráðuneytinu. Þá hafi ÞSK fengið aukafjárveitingu í vor, 12,5 milljónir króna, til að tryggja að unnt væri að taka á móti pappírsgögnum frá afhendingarskyldum aðilum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira