Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jakob Bjarnar skrifar 22. október 2018 12:59 Jónas skrifar það alfarið á Heiðveigu Maríu að viðræðurnar um sameiningu sjómannafélaga hafa nú siglt í strand. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, vandaði Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sjómanni og viðskiptalögfræðingi, ekki kveðjurnar í útvarpsviðtali á Bylgjunni í morgun. „Það er alvarlegur hlutur að væna starfsfólk stjórnar félagsins um óheiðarleg vinnubrögð og með þessari framsetningu – falsfréttum – hefur hún eyðilagt stærsta hagsmunamál sjómanna, sem er að sameina félögin,“ segir Jónas. Vísir hefur fjallað ítarlega um væringar innan Sjómannafélags Íslands. En, Heiðveig María hyggst gefa kost á sér sem formaður, hún vill leiða framboðslista þannig að kosið verði um næstu stjórn á aðalfundi sem fer fram eftir tvo mánuði. Heiðveig María hefur gagnrýnt sitjandi stjórn harðlega, sagt hana þverskallast við að veita henni upplýsingar um samþykktir og ársreikninga. Steininn tók úr þegar nýverið voru settar fram nýjar reglur, og þá vísað til aðalfundasamþykkta um lagabreytingar, að þeir einir séu kjörgengir sem greitt hafa félagsgjöld í þrjú ár. Það á ekki við um Heiðveigu Maríu sem í raun útilokar hana frá framboði. Heiðveig María og hennar lögmaður telja þetta kolólöglegt og telja að jafnvel hafi verið átt við fundagerðarbækur. Stjórnin sendi frá sér yfirlýsingu þar sem þessu er vísað á bug og Heiðveig sökuð um ærumeiðingar en Heiðveig María gaf lítið fyrir það.Í raun voru kosningarnar á næsta aðalfundi í stjórn hálfgerðar málamyndakosningar, því samkvæmt lögum félagsins situr Jónas út allt næsta ár sem formaður. En hann hefur gefið það út að hann ætli ekki að gefa kost á sér aftur, enda sáu menn það fyrir sér að það yrði ekkert félag árið í lok árs 2019 þá er hann lætur af störfum. Vegna sameiningarinnar en, nú eru þær viðræðurnar sigldar í strand. Heldur þungt hljóðið var í Jónasi í morgun þá er þeir Heimir Karlsson og Gunnlaugur Helgason ræddu við hann í Bítinu. „Þetta er náttúrlega alveg út í hött,“ sagði Jónas.Helvíti súrir vegna þessara ásakana „Við störfum eftir lögum félagsins, síðustu lög voru samþykkt á aðalfundi 28. Desember 2017. Á fundi 45 félagsmanna, tíu prósent, sem þætti einhvers staðar gott. Já, við erum helvíti súrir yfir þessum ásökunum.“ Jónas hefur leitt samningaviðræður sem ganga út á að sameina hin ýmsu félög sjómanna í eitt. Þær viðræður sigldu í strand og sögðu aðilar að viðræðunum þær vonlausar meðan ástandið væri með þessum hætti innan Sjómannafélags Íslands. „Þetta hefur valdið því að 25 ára væntingar sjómanna að sameinast í eitt félag, sem við vorum komnir langleiðina með, það var búið að ákveða stofndaginn, 1. janúar 2019, eru í uppnámi. Allt módelið var uppsett milli Sjómannafélags Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, Sjómannafélags Hafnarfjarðar, Jötuns í Vestmannaeyjum og Sjómannafélags Eyjafjarðar.“ Heiðveig María eyðilagði það stórmerka verk Jónas segir að til hafi staðið að sameina þessi félög í eitt. „Við ætlum að sameinast í eitt félag, módelið klárt og átti bara eftir að fínpússa þetta. Við forsvarsmennirnir ætluðum að vera á fundum með lögmönnum til að fínpússa regluverkið, en þar sem hún vænir okkur um sviksamlega hætti þá flosnaði uppúr þessu öllu. Og hún ber bara ábyrgð á því.“ Jónas segir að vonandi verði hægt að taka upp þráðinn en það verði ekki á næstunni. „Við fengum mjög harkalega viðbrögð vegna ávirðinga hennar um að við værum með óhreint mjöl í pokahorninu. Og hún verður bara að axla ábyrgð á því. Við munum leita okkar réttar varðandi það. Hún eyðilagði þetta stórmerkilega verk að sameina félögin.“ Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Draga sig úr sameiningarviðræðum vegna alvarlegra ásakana Telja ásakanirnar svo alvarlegar að við þeim verði að bregðast. 17. október 2018 21:18 Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48 Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09 Heiðveig María vísar yfirlýsingu Sjómannafélagsins á bug Heiðveig María segir stjórnina ekki bregðast í neinu við gagnrýni sinni. 17. október 2018 17:03 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, vandaði Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sjómanni og viðskiptalögfræðingi, ekki kveðjurnar í útvarpsviðtali á Bylgjunni í morgun. „Það er alvarlegur hlutur að væna starfsfólk stjórnar félagsins um óheiðarleg vinnubrögð og með þessari framsetningu – falsfréttum – hefur hún eyðilagt stærsta hagsmunamál sjómanna, sem er að sameina félögin,“ segir Jónas. Vísir hefur fjallað ítarlega um væringar innan Sjómannafélags Íslands. En, Heiðveig María hyggst gefa kost á sér sem formaður, hún vill leiða framboðslista þannig að kosið verði um næstu stjórn á aðalfundi sem fer fram eftir tvo mánuði. Heiðveig María hefur gagnrýnt sitjandi stjórn harðlega, sagt hana þverskallast við að veita henni upplýsingar um samþykktir og ársreikninga. Steininn tók úr þegar nýverið voru settar fram nýjar reglur, og þá vísað til aðalfundasamþykkta um lagabreytingar, að þeir einir séu kjörgengir sem greitt hafa félagsgjöld í þrjú ár. Það á ekki við um Heiðveigu Maríu sem í raun útilokar hana frá framboði. Heiðveig María og hennar lögmaður telja þetta kolólöglegt og telja að jafnvel hafi verið átt við fundagerðarbækur. Stjórnin sendi frá sér yfirlýsingu þar sem þessu er vísað á bug og Heiðveig sökuð um ærumeiðingar en Heiðveig María gaf lítið fyrir það.Í raun voru kosningarnar á næsta aðalfundi í stjórn hálfgerðar málamyndakosningar, því samkvæmt lögum félagsins situr Jónas út allt næsta ár sem formaður. En hann hefur gefið það út að hann ætli ekki að gefa kost á sér aftur, enda sáu menn það fyrir sér að það yrði ekkert félag árið í lok árs 2019 þá er hann lætur af störfum. Vegna sameiningarinnar en, nú eru þær viðræðurnar sigldar í strand. Heldur þungt hljóðið var í Jónasi í morgun þá er þeir Heimir Karlsson og Gunnlaugur Helgason ræddu við hann í Bítinu. „Þetta er náttúrlega alveg út í hött,“ sagði Jónas.Helvíti súrir vegna þessara ásakana „Við störfum eftir lögum félagsins, síðustu lög voru samþykkt á aðalfundi 28. Desember 2017. Á fundi 45 félagsmanna, tíu prósent, sem þætti einhvers staðar gott. Já, við erum helvíti súrir yfir þessum ásökunum.“ Jónas hefur leitt samningaviðræður sem ganga út á að sameina hin ýmsu félög sjómanna í eitt. Þær viðræður sigldu í strand og sögðu aðilar að viðræðunum þær vonlausar meðan ástandið væri með þessum hætti innan Sjómannafélags Íslands. „Þetta hefur valdið því að 25 ára væntingar sjómanna að sameinast í eitt félag, sem við vorum komnir langleiðina með, það var búið að ákveða stofndaginn, 1. janúar 2019, eru í uppnámi. Allt módelið var uppsett milli Sjómannafélags Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, Sjómannafélags Hafnarfjarðar, Jötuns í Vestmannaeyjum og Sjómannafélags Eyjafjarðar.“ Heiðveig María eyðilagði það stórmerka verk Jónas segir að til hafi staðið að sameina þessi félög í eitt. „Við ætlum að sameinast í eitt félag, módelið klárt og átti bara eftir að fínpússa þetta. Við forsvarsmennirnir ætluðum að vera á fundum með lögmönnum til að fínpússa regluverkið, en þar sem hún vænir okkur um sviksamlega hætti þá flosnaði uppúr þessu öllu. Og hún ber bara ábyrgð á því.“ Jónas segir að vonandi verði hægt að taka upp þráðinn en það verði ekki á næstunni. „Við fengum mjög harkalega viðbrögð vegna ávirðinga hennar um að við værum með óhreint mjöl í pokahorninu. Og hún verður bara að axla ábyrgð á því. Við munum leita okkar réttar varðandi það. Hún eyðilagði þetta stórmerkilega verk að sameina félögin.“
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Draga sig úr sameiningarviðræðum vegna alvarlegra ásakana Telja ásakanirnar svo alvarlegar að við þeim verði að bregðast. 17. október 2018 21:18 Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48 Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09 Heiðveig María vísar yfirlýsingu Sjómannafélagsins á bug Heiðveig María segir stjórnina ekki bregðast í neinu við gagnrýni sinni. 17. október 2018 17:03 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Draga sig úr sameiningarviðræðum vegna alvarlegra ásakana Telja ásakanirnar svo alvarlegar að við þeim verði að bregðast. 17. október 2018 21:18
Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48
Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09
Heiðveig María vísar yfirlýsingu Sjómannafélagsins á bug Heiðveig María segir stjórnina ekki bregðast í neinu við gagnrýni sinni. 17. október 2018 17:03