Jón Steinar fékk ekki bætur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. október 2018 06:00 Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttarlögmaður, á ekki rétt á greiðslu úr málskostnaðartryggingu fjölskyldutryggingar sinnar vegna dómsmáls sem hann höfðaði til ógildingar áminningar sem hann hlaut hjá úrskurðarnefnd lögmanna. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum (ÚRVá). Í fyrra var Jón Steinar áminntur vegna ummæla sem hann lét falla í tölvupóstssamskiptum við Ingimund Einarsson, þáverandi dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómarinn fyrrverandi var ósáttur við synjun dómstjórans á beiðni um flýtimeðferð og lét orð falla sem þeim síðarnefnda mislíkaði. Kvartaði Ingimundur til úrskurðarnefndar lögmannafélagsins sem áminnti Jón Steinar vegna brots á siðareglum. Jón Steinar höfðaði dómsmál til ógildingar á úrskurðinum en því var hafnað í maí. Málskostnaður var látinn niður falla. Í tengslum við rekstur dómsmálsins óskaði Jón Steinar eftir því að kostnaður við það yrði greiddur af tryggingafélagi sínu en í fjölskyldutryggingu hans var innifalin málskostnaðartrygging. Félagið hafnaði greiðsluskyldu þar sem tryggingin tæki ekki til ágreinings sem væri í tengslum við atvinnu hins vátryggða. Jón Steinar taldi á móti að ummælin hefðu fallið eftir að lögfræðilegum erindum við dómstjórann var lokið og að þau tengdust ekki vinnu hans heldur tjáningarfrelsi einstaklinga. ÚRVá féllst á rök félagsins og sagði að ummælin væru alfarið komin til vegna lögmannsstarfa. Því ætti Jón Steinar ekki rétt á bótum úr málskostnaðartryggingunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttarlögmaður, á ekki rétt á greiðslu úr málskostnaðartryggingu fjölskyldutryggingar sinnar vegna dómsmáls sem hann höfðaði til ógildingar áminningar sem hann hlaut hjá úrskurðarnefnd lögmanna. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum (ÚRVá). Í fyrra var Jón Steinar áminntur vegna ummæla sem hann lét falla í tölvupóstssamskiptum við Ingimund Einarsson, þáverandi dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómarinn fyrrverandi var ósáttur við synjun dómstjórans á beiðni um flýtimeðferð og lét orð falla sem þeim síðarnefnda mislíkaði. Kvartaði Ingimundur til úrskurðarnefndar lögmannafélagsins sem áminnti Jón Steinar vegna brots á siðareglum. Jón Steinar höfðaði dómsmál til ógildingar á úrskurðinum en því var hafnað í maí. Málskostnaður var látinn niður falla. Í tengslum við rekstur dómsmálsins óskaði Jón Steinar eftir því að kostnaður við það yrði greiddur af tryggingafélagi sínu en í fjölskyldutryggingu hans var innifalin málskostnaðartrygging. Félagið hafnaði greiðsluskyldu þar sem tryggingin tæki ekki til ágreinings sem væri í tengslum við atvinnu hins vátryggða. Jón Steinar taldi á móti að ummælin hefðu fallið eftir að lögfræðilegum erindum við dómstjórann var lokið og að þau tengdust ekki vinnu hans heldur tjáningarfrelsi einstaklinga. ÚRVá féllst á rök félagsins og sagði að ummælin væru alfarið komin til vegna lögmannsstarfa. Því ætti Jón Steinar ekki rétt á bótum úr málskostnaðartryggingunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira