Logi lét dómarann heyra það: „Horfðu á helvítis leikinn“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. október 2018 11:00 Logi var ekki sáttur með uppáhalds dómarann sinn um helgina S2 Sport Anton Gylfi Pálsson flautaði til hálfleiks í leik FH og Selfoss í Olísdeild karla á laugardag áður en húsklukkan gall. Halldór Jóhann Sigfússon lét dómarann heyra það og tók sérfræðingurinn Logi Geirsson undir reiðilesturinn í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær. Einar Rafn Eiðsson var kominn einn upp í hraðaupphlaup á móti Pawel Kiepulski og átti skot sem sá pólski varði. Anton Gylfi flautaði hins vegar leikinn af og gaf merki um að Einar Rafn hafi ekki náð skotinu áður en tíminn var úti. Klukkan í húsinu gall ekki fyrr en eftir að Einar Rafn var búinn að skjóta. Dómararnir voru með hljóðnema á sér í leiknum, nýjung sem Seinni bylgjan og Stöð 2 Sport er að innleiða og var notuð í fyrsta skipti í Kaplakrika um helgina. Því mátti heyra greinilega hvað fór fram þegar Halldór gekk til Antons Gylfa í hálfleik. „Afhverju ert þú að flauta? Það er klukka í húsinu?“ spyr Halldór Jóhann, greinilega ósáttur. „Ég flauta þegar það kemur 30,“ svaraði Anton Gylfi og þegar Halldór hélt áfram að rífast í honum hótaði dómarinn að gefa honum tveggja mínútna brottvísun héldi þjálfarinn áfram.Halldór Jóhann var ekki sáttur með Anton Gylfas2 sportStrákarnir í Seinni bylgjunni tóku þetta fyrir í þætti gærkvöldsins og voru sérfræðingarnir Gunnar Berg Viktorsson og Logi Geirsson ekki sammála því hver hafi haft rétt fyrir sér í þessu máli. „Djöfull er hann Anton flottur,“ sagði Gunnar Berg. „Hvað er gæinn að hlaupa út á völl og tuða yfir þessu? Hann klikkaði á færinu og hann dæmdi rétt. Um hvað erum við að tala?“ „Ég er rosalega ósammála,“ sagði Logi þá. „Mér finnst geggjað að það sé mæk á Antoni og þetta er uppáhalds dómarinn minn. Ég er búinn að segja það í mörg ár.“ „Síðan hvenær flautar dómari sjálfur leikinn af? Horfðu á helvítis leikinn. Afhverju ertu að horfa á klukkuna? Hann á að vita hvort að boltinn er inni þegar hún gellur eða ekki. Tíminn er stilltur í 30 mínútur þótt þetta sé ekki digital.“ „Þú horfir á leikinn. Ég hef aldrei séð þetta áður. Mér finnst hann alveg mega taka gagnrýninni. Ég hef aldrei séð dómara flauta leikinn af horfandi á klukkur. Ég veit að þetta er mjög tæpt, en þetta er samt stillt svona. Afhverju er hann að flauta leikinn af?“ „Dómarar kunna alveg að sýna auðmýkt og allt það. Það er líka allt í lagi að láta aðeins öskra á sig,“ sagði Logi og var greinilega heitt í hamsi. Ekki skánaði það þegar Gunnar Berg spurði hvað myndi gerast ef klukkan myndi bila. „Ef að klukkan myndi bila? Þá er eftirlitsdómari líka skilurðu.“ Reiðilestur Loga og umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Anton Gylfi Pálsson flautaði til hálfleiks í leik FH og Selfoss í Olísdeild karla á laugardag áður en húsklukkan gall. Halldór Jóhann Sigfússon lét dómarann heyra það og tók sérfræðingurinn Logi Geirsson undir reiðilesturinn í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær. Einar Rafn Eiðsson var kominn einn upp í hraðaupphlaup á móti Pawel Kiepulski og átti skot sem sá pólski varði. Anton Gylfi flautaði hins vegar leikinn af og gaf merki um að Einar Rafn hafi ekki náð skotinu áður en tíminn var úti. Klukkan í húsinu gall ekki fyrr en eftir að Einar Rafn var búinn að skjóta. Dómararnir voru með hljóðnema á sér í leiknum, nýjung sem Seinni bylgjan og Stöð 2 Sport er að innleiða og var notuð í fyrsta skipti í Kaplakrika um helgina. Því mátti heyra greinilega hvað fór fram þegar Halldór gekk til Antons Gylfa í hálfleik. „Afhverju ert þú að flauta? Það er klukka í húsinu?“ spyr Halldór Jóhann, greinilega ósáttur. „Ég flauta þegar það kemur 30,“ svaraði Anton Gylfi og þegar Halldór hélt áfram að rífast í honum hótaði dómarinn að gefa honum tveggja mínútna brottvísun héldi þjálfarinn áfram.Halldór Jóhann var ekki sáttur með Anton Gylfas2 sportStrákarnir í Seinni bylgjunni tóku þetta fyrir í þætti gærkvöldsins og voru sérfræðingarnir Gunnar Berg Viktorsson og Logi Geirsson ekki sammála því hver hafi haft rétt fyrir sér í þessu máli. „Djöfull er hann Anton flottur,“ sagði Gunnar Berg. „Hvað er gæinn að hlaupa út á völl og tuða yfir þessu? Hann klikkaði á færinu og hann dæmdi rétt. Um hvað erum við að tala?“ „Ég er rosalega ósammála,“ sagði Logi þá. „Mér finnst geggjað að það sé mæk á Antoni og þetta er uppáhalds dómarinn minn. Ég er búinn að segja það í mörg ár.“ „Síðan hvenær flautar dómari sjálfur leikinn af? Horfðu á helvítis leikinn. Afhverju ertu að horfa á klukkuna? Hann á að vita hvort að boltinn er inni þegar hún gellur eða ekki. Tíminn er stilltur í 30 mínútur þótt þetta sé ekki digital.“ „Þú horfir á leikinn. Ég hef aldrei séð þetta áður. Mér finnst hann alveg mega taka gagnrýninni. Ég hef aldrei séð dómara flauta leikinn af horfandi á klukkur. Ég veit að þetta er mjög tæpt, en þetta er samt stillt svona. Afhverju er hann að flauta leikinn af?“ „Dómarar kunna alveg að sýna auðmýkt og allt það. Það er líka allt í lagi að láta aðeins öskra á sig,“ sagði Logi og var greinilega heitt í hamsi. Ekki skánaði það þegar Gunnar Berg spurði hvað myndi gerast ef klukkan myndi bila. „Ef að klukkan myndi bila? Þá er eftirlitsdómari líka skilurðu.“ Reiðilestur Loga og umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni