Logi lét dómarann heyra það: „Horfðu á helvítis leikinn“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. október 2018 11:00 Logi var ekki sáttur með uppáhalds dómarann sinn um helgina S2 Sport Anton Gylfi Pálsson flautaði til hálfleiks í leik FH og Selfoss í Olísdeild karla á laugardag áður en húsklukkan gall. Halldór Jóhann Sigfússon lét dómarann heyra það og tók sérfræðingurinn Logi Geirsson undir reiðilesturinn í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær. Einar Rafn Eiðsson var kominn einn upp í hraðaupphlaup á móti Pawel Kiepulski og átti skot sem sá pólski varði. Anton Gylfi flautaði hins vegar leikinn af og gaf merki um að Einar Rafn hafi ekki náð skotinu áður en tíminn var úti. Klukkan í húsinu gall ekki fyrr en eftir að Einar Rafn var búinn að skjóta. Dómararnir voru með hljóðnema á sér í leiknum, nýjung sem Seinni bylgjan og Stöð 2 Sport er að innleiða og var notuð í fyrsta skipti í Kaplakrika um helgina. Því mátti heyra greinilega hvað fór fram þegar Halldór gekk til Antons Gylfa í hálfleik. „Afhverju ert þú að flauta? Það er klukka í húsinu?“ spyr Halldór Jóhann, greinilega ósáttur. „Ég flauta þegar það kemur 30,“ svaraði Anton Gylfi og þegar Halldór hélt áfram að rífast í honum hótaði dómarinn að gefa honum tveggja mínútna brottvísun héldi þjálfarinn áfram.Halldór Jóhann var ekki sáttur með Anton Gylfas2 sportStrákarnir í Seinni bylgjunni tóku þetta fyrir í þætti gærkvöldsins og voru sérfræðingarnir Gunnar Berg Viktorsson og Logi Geirsson ekki sammála því hver hafi haft rétt fyrir sér í þessu máli. „Djöfull er hann Anton flottur,“ sagði Gunnar Berg. „Hvað er gæinn að hlaupa út á völl og tuða yfir þessu? Hann klikkaði á færinu og hann dæmdi rétt. Um hvað erum við að tala?“ „Ég er rosalega ósammála,“ sagði Logi þá. „Mér finnst geggjað að það sé mæk á Antoni og þetta er uppáhalds dómarinn minn. Ég er búinn að segja það í mörg ár.“ „Síðan hvenær flautar dómari sjálfur leikinn af? Horfðu á helvítis leikinn. Afhverju ertu að horfa á klukkuna? Hann á að vita hvort að boltinn er inni þegar hún gellur eða ekki. Tíminn er stilltur í 30 mínútur þótt þetta sé ekki digital.“ „Þú horfir á leikinn. Ég hef aldrei séð þetta áður. Mér finnst hann alveg mega taka gagnrýninni. Ég hef aldrei séð dómara flauta leikinn af horfandi á klukkur. Ég veit að þetta er mjög tæpt, en þetta er samt stillt svona. Afhverju er hann að flauta leikinn af?“ „Dómarar kunna alveg að sýna auðmýkt og allt það. Það er líka allt í lagi að láta aðeins öskra á sig,“ sagði Logi og var greinilega heitt í hamsi. Ekki skánaði það þegar Gunnar Berg spurði hvað myndi gerast ef klukkan myndi bila. „Ef að klukkan myndi bila? Þá er eftirlitsdómari líka skilurðu.“ Reiðilestur Loga og umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Sjá meira
Anton Gylfi Pálsson flautaði til hálfleiks í leik FH og Selfoss í Olísdeild karla á laugardag áður en húsklukkan gall. Halldór Jóhann Sigfússon lét dómarann heyra það og tók sérfræðingurinn Logi Geirsson undir reiðilesturinn í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær. Einar Rafn Eiðsson var kominn einn upp í hraðaupphlaup á móti Pawel Kiepulski og átti skot sem sá pólski varði. Anton Gylfi flautaði hins vegar leikinn af og gaf merki um að Einar Rafn hafi ekki náð skotinu áður en tíminn var úti. Klukkan í húsinu gall ekki fyrr en eftir að Einar Rafn var búinn að skjóta. Dómararnir voru með hljóðnema á sér í leiknum, nýjung sem Seinni bylgjan og Stöð 2 Sport er að innleiða og var notuð í fyrsta skipti í Kaplakrika um helgina. Því mátti heyra greinilega hvað fór fram þegar Halldór gekk til Antons Gylfa í hálfleik. „Afhverju ert þú að flauta? Það er klukka í húsinu?“ spyr Halldór Jóhann, greinilega ósáttur. „Ég flauta þegar það kemur 30,“ svaraði Anton Gylfi og þegar Halldór hélt áfram að rífast í honum hótaði dómarinn að gefa honum tveggja mínútna brottvísun héldi þjálfarinn áfram.Halldór Jóhann var ekki sáttur með Anton Gylfas2 sportStrákarnir í Seinni bylgjunni tóku þetta fyrir í þætti gærkvöldsins og voru sérfræðingarnir Gunnar Berg Viktorsson og Logi Geirsson ekki sammála því hver hafi haft rétt fyrir sér í þessu máli. „Djöfull er hann Anton flottur,“ sagði Gunnar Berg. „Hvað er gæinn að hlaupa út á völl og tuða yfir þessu? Hann klikkaði á færinu og hann dæmdi rétt. Um hvað erum við að tala?“ „Ég er rosalega ósammála,“ sagði Logi þá. „Mér finnst geggjað að það sé mæk á Antoni og þetta er uppáhalds dómarinn minn. Ég er búinn að segja það í mörg ár.“ „Síðan hvenær flautar dómari sjálfur leikinn af? Horfðu á helvítis leikinn. Afhverju ertu að horfa á klukkuna? Hann á að vita hvort að boltinn er inni þegar hún gellur eða ekki. Tíminn er stilltur í 30 mínútur þótt þetta sé ekki digital.“ „Þú horfir á leikinn. Ég hef aldrei séð þetta áður. Mér finnst hann alveg mega taka gagnrýninni. Ég hef aldrei séð dómara flauta leikinn af horfandi á klukkur. Ég veit að þetta er mjög tæpt, en þetta er samt stillt svona. Afhverju er hann að flauta leikinn af?“ „Dómarar kunna alveg að sýna auðmýkt og allt það. Það er líka allt í lagi að láta aðeins öskra á sig,“ sagði Logi og var greinilega heitt í hamsi. Ekki skánaði það þegar Gunnar Berg spurði hvað myndi gerast ef klukkan myndi bila. „Ef að klukkan myndi bila? Þá er eftirlitsdómari líka skilurðu.“ Reiðilestur Loga og umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Sjá meira