Logi lét dómarann heyra það: „Horfðu á helvítis leikinn“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. október 2018 11:00 Logi var ekki sáttur með uppáhalds dómarann sinn um helgina S2 Sport Anton Gylfi Pálsson flautaði til hálfleiks í leik FH og Selfoss í Olísdeild karla á laugardag áður en húsklukkan gall. Halldór Jóhann Sigfússon lét dómarann heyra það og tók sérfræðingurinn Logi Geirsson undir reiðilesturinn í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær. Einar Rafn Eiðsson var kominn einn upp í hraðaupphlaup á móti Pawel Kiepulski og átti skot sem sá pólski varði. Anton Gylfi flautaði hins vegar leikinn af og gaf merki um að Einar Rafn hafi ekki náð skotinu áður en tíminn var úti. Klukkan í húsinu gall ekki fyrr en eftir að Einar Rafn var búinn að skjóta. Dómararnir voru með hljóðnema á sér í leiknum, nýjung sem Seinni bylgjan og Stöð 2 Sport er að innleiða og var notuð í fyrsta skipti í Kaplakrika um helgina. Því mátti heyra greinilega hvað fór fram þegar Halldór gekk til Antons Gylfa í hálfleik. „Afhverju ert þú að flauta? Það er klukka í húsinu?“ spyr Halldór Jóhann, greinilega ósáttur. „Ég flauta þegar það kemur 30,“ svaraði Anton Gylfi og þegar Halldór hélt áfram að rífast í honum hótaði dómarinn að gefa honum tveggja mínútna brottvísun héldi þjálfarinn áfram.Halldór Jóhann var ekki sáttur með Anton Gylfas2 sportStrákarnir í Seinni bylgjunni tóku þetta fyrir í þætti gærkvöldsins og voru sérfræðingarnir Gunnar Berg Viktorsson og Logi Geirsson ekki sammála því hver hafi haft rétt fyrir sér í þessu máli. „Djöfull er hann Anton flottur,“ sagði Gunnar Berg. „Hvað er gæinn að hlaupa út á völl og tuða yfir þessu? Hann klikkaði á færinu og hann dæmdi rétt. Um hvað erum við að tala?“ „Ég er rosalega ósammála,“ sagði Logi þá. „Mér finnst geggjað að það sé mæk á Antoni og þetta er uppáhalds dómarinn minn. Ég er búinn að segja það í mörg ár.“ „Síðan hvenær flautar dómari sjálfur leikinn af? Horfðu á helvítis leikinn. Afhverju ertu að horfa á klukkuna? Hann á að vita hvort að boltinn er inni þegar hún gellur eða ekki. Tíminn er stilltur í 30 mínútur þótt þetta sé ekki digital.“ „Þú horfir á leikinn. Ég hef aldrei séð þetta áður. Mér finnst hann alveg mega taka gagnrýninni. Ég hef aldrei séð dómara flauta leikinn af horfandi á klukkur. Ég veit að þetta er mjög tæpt, en þetta er samt stillt svona. Afhverju er hann að flauta leikinn af?“ „Dómarar kunna alveg að sýna auðmýkt og allt það. Það er líka allt í lagi að láta aðeins öskra á sig,“ sagði Logi og var greinilega heitt í hamsi. Ekki skánaði það þegar Gunnar Berg spurði hvað myndi gerast ef klukkan myndi bila. „Ef að klukkan myndi bila? Þá er eftirlitsdómari líka skilurðu.“ Reiðilestur Loga og umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Anton Gylfi Pálsson flautaði til hálfleiks í leik FH og Selfoss í Olísdeild karla á laugardag áður en húsklukkan gall. Halldór Jóhann Sigfússon lét dómarann heyra það og tók sérfræðingurinn Logi Geirsson undir reiðilesturinn í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær. Einar Rafn Eiðsson var kominn einn upp í hraðaupphlaup á móti Pawel Kiepulski og átti skot sem sá pólski varði. Anton Gylfi flautaði hins vegar leikinn af og gaf merki um að Einar Rafn hafi ekki náð skotinu áður en tíminn var úti. Klukkan í húsinu gall ekki fyrr en eftir að Einar Rafn var búinn að skjóta. Dómararnir voru með hljóðnema á sér í leiknum, nýjung sem Seinni bylgjan og Stöð 2 Sport er að innleiða og var notuð í fyrsta skipti í Kaplakrika um helgina. Því mátti heyra greinilega hvað fór fram þegar Halldór gekk til Antons Gylfa í hálfleik. „Afhverju ert þú að flauta? Það er klukka í húsinu?“ spyr Halldór Jóhann, greinilega ósáttur. „Ég flauta þegar það kemur 30,“ svaraði Anton Gylfi og þegar Halldór hélt áfram að rífast í honum hótaði dómarinn að gefa honum tveggja mínútna brottvísun héldi þjálfarinn áfram.Halldór Jóhann var ekki sáttur með Anton Gylfas2 sportStrákarnir í Seinni bylgjunni tóku þetta fyrir í þætti gærkvöldsins og voru sérfræðingarnir Gunnar Berg Viktorsson og Logi Geirsson ekki sammála því hver hafi haft rétt fyrir sér í þessu máli. „Djöfull er hann Anton flottur,“ sagði Gunnar Berg. „Hvað er gæinn að hlaupa út á völl og tuða yfir þessu? Hann klikkaði á færinu og hann dæmdi rétt. Um hvað erum við að tala?“ „Ég er rosalega ósammála,“ sagði Logi þá. „Mér finnst geggjað að það sé mæk á Antoni og þetta er uppáhalds dómarinn minn. Ég er búinn að segja það í mörg ár.“ „Síðan hvenær flautar dómari sjálfur leikinn af? Horfðu á helvítis leikinn. Afhverju ertu að horfa á klukkuna? Hann á að vita hvort að boltinn er inni þegar hún gellur eða ekki. Tíminn er stilltur í 30 mínútur þótt þetta sé ekki digital.“ „Þú horfir á leikinn. Ég hef aldrei séð þetta áður. Mér finnst hann alveg mega taka gagnrýninni. Ég hef aldrei séð dómara flauta leikinn af horfandi á klukkur. Ég veit að þetta er mjög tæpt, en þetta er samt stillt svona. Afhverju er hann að flauta leikinn af?“ „Dómarar kunna alveg að sýna auðmýkt og allt það. Það er líka allt í lagi að láta aðeins öskra á sig,“ sagði Logi og var greinilega heitt í hamsi. Ekki skánaði það þegar Gunnar Berg spurði hvað myndi gerast ef klukkan myndi bila. „Ef að klukkan myndi bila? Þá er eftirlitsdómari líka skilurðu.“ Reiðilestur Loga og umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira