Áfallahjálp eftir ógleði og grát í flugi Icelandair Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2018 11:16 Fjórir farþegar þáðu áfallahjálp við komuna til Íslands. Vísir/Vilhelm Mikil ókyrrð var í flugi Icelandair frá Billund til Keflavíkur síðdegis í gær. Svo mikil að farþegar töldu sumir að þeir væru að upplifa sitt síðasta. Fjölmargir nýttu sér ælupoka og heyrðist bæði grátur og öskur þegar ókyrrðin var sem mest. Ókyrrðin stóð yfir í um klukkustund og hófst skömmu eftir flugtak. Farþegi sem Vísir ræddi við og vill ekki koma fram undir nafni segist hafa velt því fyrir sér með ferðafélögum sínum hvort þetta yrði hans síðasta stund. Áfallateymi var í Keflavík þegar vélinni var lent þar. Útskýrði flugstjórinn fyrir farþegum að vélin hefði ekki náð í nógu mikla hæð til að komast upp fyrir vonda veðrið. Annar farþegi, sem glímir við mikla flughræðslu og tekur róandi lyf fyrir flug, segir flugstjóranum og áhöfn að þakka að fólk hafi ekki farið verr út úr ferðalaginu en raun bar. Flugstjórinn hafi verið yndislegur, róað fólkið niður með því að árétta ítrekað að þótt flugið virkaði ógnvekjandi þá hefðu þeir fulla stjórn á vélinni. Eftir rúma klukkustund náði flugvélin réttri hæð og ókyrrðin minnkaði. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, staðfestir í samtali við Vísi að mikil ókyrrð hafi verið á leiðinni til Íslands. „Það skapar auðvitað vanlíðan og ótta,“ segir Guðjón. Áfallateymi var tilbúið í Keflavík þegar vélin lenti þar um klukkan 15:50. Óskað var eftir aðstoð fyrir fjóra farþega sem voru í áfalli eftir flugið.Uppfært klukkan 14:27 með myndbandinu að neðan og upplýsingum frá öðrum farþega vélarinnar. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Mikil ókyrrð var í flugi Icelandair frá Billund til Keflavíkur síðdegis í gær. Svo mikil að farþegar töldu sumir að þeir væru að upplifa sitt síðasta. Fjölmargir nýttu sér ælupoka og heyrðist bæði grátur og öskur þegar ókyrrðin var sem mest. Ókyrrðin stóð yfir í um klukkustund og hófst skömmu eftir flugtak. Farþegi sem Vísir ræddi við og vill ekki koma fram undir nafni segist hafa velt því fyrir sér með ferðafélögum sínum hvort þetta yrði hans síðasta stund. Áfallateymi var í Keflavík þegar vélinni var lent þar. Útskýrði flugstjórinn fyrir farþegum að vélin hefði ekki náð í nógu mikla hæð til að komast upp fyrir vonda veðrið. Annar farþegi, sem glímir við mikla flughræðslu og tekur róandi lyf fyrir flug, segir flugstjóranum og áhöfn að þakka að fólk hafi ekki farið verr út úr ferðalaginu en raun bar. Flugstjórinn hafi verið yndislegur, róað fólkið niður með því að árétta ítrekað að þótt flugið virkaði ógnvekjandi þá hefðu þeir fulla stjórn á vélinni. Eftir rúma klukkustund náði flugvélin réttri hæð og ókyrrðin minnkaði. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, staðfestir í samtali við Vísi að mikil ókyrrð hafi verið á leiðinni til Íslands. „Það skapar auðvitað vanlíðan og ótta,“ segir Guðjón. Áfallateymi var tilbúið í Keflavík þegar vélin lenti þar um klukkan 15:50. Óskað var eftir aðstoð fyrir fjóra farþega sem voru í áfalli eftir flugið.Uppfært klukkan 14:27 með myndbandinu að neðan og upplýsingum frá öðrum farþega vélarinnar.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira