Bakkavör innkallar hundruð tonna af mat í Bandaríkjunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. október 2018 13:04 Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir fara með tögl og hagldir í Bakkavör. Fréttablaðið/GVA Bakkavör, sem er í meirihlutaeigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona, þarf að innkalla rúmlega 360 tonn af matvælum í Bandaríkjunum. Talið er að vörurnar innihaldi afurðir sem unnar eru úr lauk og gætu verið sýktar af salmonellu og listeríu. Í tilkynningu frá landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna segir að um sé að ræða tilbúin matvæli úr nauta- og kjúklingakjöti sem framleidd voru frá 27 september í fyrra fram til 15. október í ár. Meðal innkallaðra vara eru pizzur og margvíslegar vefjur. Upp komst um málið á þriðjudaginn í síðustu viku þegar Bakkavör fékk tilkynningu frá birgi fyrirtækisins um að laukurinn sem notaður væri við framleiðsluna gæti verið sýktur. Þessi sami birgir seldi einnig öðrum stórfyrirtækjum, eins og Envolve Foods and Ruiz Food Products, sem jafnframt munu þurfa að innkalla hundruð tonna af matvælum vegna málsins. Vörurnar voru seldar í mörgum af stærstu verslunarkeðjum Bandaríkjanna, eins og Harris Teeter, Kroger, Whole Foods, 7-Eleven, Trader Joe's og Walmart. Ekki hafa hins vegar borist neinar fregnir af veikindum eftir neyslu varanna. Bakkavör, sem er með meginstarfsemi sína í Bretlandi, er með nokkrar framleiðslustöðvar í Bandaríkjunum en höfuðstöðvar fyrirtækisins vestanhafs eru í Charlotte-borg í Norður-Karólínu. Fyrirtækið er með á sjötta hundrað starfsmanna í Bandaríkjunum. Bandaríkin Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bakkavör, sem er í meirihlutaeigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona, þarf að innkalla rúmlega 360 tonn af matvælum í Bandaríkjunum. Talið er að vörurnar innihaldi afurðir sem unnar eru úr lauk og gætu verið sýktar af salmonellu og listeríu. Í tilkynningu frá landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna segir að um sé að ræða tilbúin matvæli úr nauta- og kjúklingakjöti sem framleidd voru frá 27 september í fyrra fram til 15. október í ár. Meðal innkallaðra vara eru pizzur og margvíslegar vefjur. Upp komst um málið á þriðjudaginn í síðustu viku þegar Bakkavör fékk tilkynningu frá birgi fyrirtækisins um að laukurinn sem notaður væri við framleiðsluna gæti verið sýktur. Þessi sami birgir seldi einnig öðrum stórfyrirtækjum, eins og Envolve Foods and Ruiz Food Products, sem jafnframt munu þurfa að innkalla hundruð tonna af matvælum vegna málsins. Vörurnar voru seldar í mörgum af stærstu verslunarkeðjum Bandaríkjanna, eins og Harris Teeter, Kroger, Whole Foods, 7-Eleven, Trader Joe's og Walmart. Ekki hafa hins vegar borist neinar fregnir af veikindum eftir neyslu varanna. Bakkavör, sem er með meginstarfsemi sína í Bretlandi, er með nokkrar framleiðslustöðvar í Bandaríkjunum en höfuðstöðvar fyrirtækisins vestanhafs eru í Charlotte-borg í Norður-Karólínu. Fyrirtækið er með á sjötta hundrað starfsmanna í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira