„Ég geri þig höfðinu styttri“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 23. október 2018 15:45 Vinnudagurinn getur tekið mikið á hjá stöðuvörðum að sögn konu sem unnið hefur við fagið í á annan áratug. Á dögunum sögðu nokkrir stöðuverðir sögur af áreiti, hótunum og ofbeldi í nafnlausu viðtali í Fréttablaðinu, en slíka framkomu sögðu þeir afar algenga. Í kvöld rýnir Ísland í dag í þetta óeigingjarna starf og byrjar daginn með stöðuverðinum Þóru. Þóra er 61 árs og hefur unnið sem stöðuvörður í sextán ár. Hún er menntaður hjúkrunarfræðingur og starfaði lengi við fagið, en þyrsti hins vegar í útiveruna og hreyfinguna sem fylgir stöðuvörslu.Stöðuverðir eru á ferð og flugi, meðal annars við Ráðhús Reykjavíkur.Hataðasta stétt þjóðarinnar „Einhverjir sögðu: Gerirðu þér grein fyrir að þetta er hataðasta stétt þjóðarinnar? En mamma sagði, djöfull ertu kjörkuð að þora að fara í þetta starf og langa til að prófa. Ég hugsaði líka ég bara prófa, og hætti svo bara ef mér líkar það ekki, en hér er ég enn eftir sextán ár,“ segir Þóra. Hún segir að kostirnir vegi almennt þyngra en gallarnir, þó sumir dagar séu erfiðari en aðrir. „Ég er bara í rauninni ósköp ánægð, nema stundum náttúrulega þegar það eru einhver leiðindi. En ég er kannski farin að brynja mig svolítið og kannski farin að venjast því aðeins. Tek þetta ekki inn á mig, ekki lengur.“Þóra aðstoðar fólk við að greiða fyrir bílastæði.Margítrekaði morðhótunina Það segist Þóra þó hafa gert áður fyrr og er henni sérstaklega minnistætt atvik þegar maður sem fékk frá henni sekt hótaði öllu illu. „Hann var ólöglega lagður, en stæði laust hinum megin í götunni. Ég bauð honum að færa sig í löglegt stæði og þá væri málið dautt. En það var mjög erfitt fyrir hann að gera það, hann bara gat það ekki, var að gera eitthvað fyrir innan. Þá segi ég bara að ég þurfi því miður, þetta sé bara mín vinna, að skrifa gjald. Þá sagði hann: Ef þú gerir það, þá geri ég þig höfðinu styttri. Hann margítrekaði þetta,“ segir Þóra. Hún leitaði í kjölfarið til lögreglu, sem ræddi við manninn. Hún segir hins vegar að undanfarið hafi fólk upp til hópa verið blíðara, hugsanlega í tengslum við fyrrnefnda umfjöllun Fréttablaðsins. Þá sé yngra fólk almennt kurteisara, bjóði gjarnan góðan dag og þakki jafnvel stöðuvörðum fyrir að sinna starfi sínu vel. Ísland í dag Tengdar fréttir Karlar á miðjum aldri mestu dónarnir Stöðuverðir segja frá ofbeldi, líflátshótunum, áreitni og algjörri lítilsvirðingu sem þeir fá frá samborgurum sínum fyrir það eitt að sinna starfi sínu. 13. október 2018 07:45 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Sjá meira
Vinnudagurinn getur tekið mikið á hjá stöðuvörðum að sögn konu sem unnið hefur við fagið í á annan áratug. Á dögunum sögðu nokkrir stöðuverðir sögur af áreiti, hótunum og ofbeldi í nafnlausu viðtali í Fréttablaðinu, en slíka framkomu sögðu þeir afar algenga. Í kvöld rýnir Ísland í dag í þetta óeigingjarna starf og byrjar daginn með stöðuverðinum Þóru. Þóra er 61 árs og hefur unnið sem stöðuvörður í sextán ár. Hún er menntaður hjúkrunarfræðingur og starfaði lengi við fagið, en þyrsti hins vegar í útiveruna og hreyfinguna sem fylgir stöðuvörslu.Stöðuverðir eru á ferð og flugi, meðal annars við Ráðhús Reykjavíkur.Hataðasta stétt þjóðarinnar „Einhverjir sögðu: Gerirðu þér grein fyrir að þetta er hataðasta stétt þjóðarinnar? En mamma sagði, djöfull ertu kjörkuð að þora að fara í þetta starf og langa til að prófa. Ég hugsaði líka ég bara prófa, og hætti svo bara ef mér líkar það ekki, en hér er ég enn eftir sextán ár,“ segir Þóra. Hún segir að kostirnir vegi almennt þyngra en gallarnir, þó sumir dagar séu erfiðari en aðrir. „Ég er bara í rauninni ósköp ánægð, nema stundum náttúrulega þegar það eru einhver leiðindi. En ég er kannski farin að brynja mig svolítið og kannski farin að venjast því aðeins. Tek þetta ekki inn á mig, ekki lengur.“Þóra aðstoðar fólk við að greiða fyrir bílastæði.Margítrekaði morðhótunina Það segist Þóra þó hafa gert áður fyrr og er henni sérstaklega minnistætt atvik þegar maður sem fékk frá henni sekt hótaði öllu illu. „Hann var ólöglega lagður, en stæði laust hinum megin í götunni. Ég bauð honum að færa sig í löglegt stæði og þá væri málið dautt. En það var mjög erfitt fyrir hann að gera það, hann bara gat það ekki, var að gera eitthvað fyrir innan. Þá segi ég bara að ég þurfi því miður, þetta sé bara mín vinna, að skrifa gjald. Þá sagði hann: Ef þú gerir það, þá geri ég þig höfðinu styttri. Hann margítrekaði þetta,“ segir Þóra. Hún leitaði í kjölfarið til lögreglu, sem ræddi við manninn. Hún segir hins vegar að undanfarið hafi fólk upp til hópa verið blíðara, hugsanlega í tengslum við fyrrnefnda umfjöllun Fréttablaðsins. Þá sé yngra fólk almennt kurteisara, bjóði gjarnan góðan dag og þakki jafnvel stöðuvörðum fyrir að sinna starfi sínu vel.
Ísland í dag Tengdar fréttir Karlar á miðjum aldri mestu dónarnir Stöðuverðir segja frá ofbeldi, líflátshótunum, áreitni og algjörri lítilsvirðingu sem þeir fá frá samborgurum sínum fyrir það eitt að sinna starfi sínu. 13. október 2018 07:45 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Sjá meira
Karlar á miðjum aldri mestu dónarnir Stöðuverðir segja frá ofbeldi, líflátshótunum, áreitni og algjörri lítilsvirðingu sem þeir fá frá samborgurum sínum fyrir það eitt að sinna starfi sínu. 13. október 2018 07:45