„Trump, Brexit og Ísland“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2018 17:01 Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kynntu kröfugerð SGS á dögunum. Fréttablaðið/Ernir Fráfarandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir að búið sé að rugla almenning í því hvaða kröfur stéttarfélög geta farið fram með á atvinnurekendur og hvaða kröfur eru á stjórnvöld, hvað stéttarfélögin beri ábyrgð á og hvernig aðkoma ASÍ er að kjarasamningum. Þetta segir Guðmundur Ragnarsson sem beið lægri hlut í formannskosningu VM í vor eftir tíu ára formennsku. Það gæti reynst Íslendingum dýrkeypt að hlusta aðeins á það sem þeir vilji heyra. Guðmundur segir að sú nýja forysta sem komið hafi fram á völlinn í verkalýðshreyfingunni hafi þau sjónarmið að ef þú sért ekki sammála þeim þá eigir þú að víkja, engin málefnaleg umræða. Töluverðar breytingar hafa orðið í verkalýðshreyfingunni undanfarin misseri. Ragnar Þór Ingólfsson er tekinn við formennsku í VR, Sólveig Anna Jónsdóttir í Eflingu auk Guðmundar Helga Þórarinssonar sem tók við formennsku af nafna sínum Ragnarssyni. „Það er annað hvort þeirra leið eða engin önnur, sem engin veit hver er. Þau telja sig þess umkomin að boða hinn eina rétta sannleika og hann sé hafinn yfir gagnrýni.“Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.Vísir/EgillKrafa VR og Starfsgreinasambandsins fyrir komandi kjaraviðræður er nokkuð skýr. Lágmarkslaun verði komin í 425 þúsund krónur á mánuði á þriggja ára samningstíma og verði þess utan skattfrjáls. Í bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar á dögunum sagði að mikilvægt væri að breytingar launa í komandi kjarasamningum yrðu í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. Of miklar launahækkanir eru taldar geta leitt til verðbólgu og í framhaldi muni til dæmis vextir á húsnæðislánum hækka.Langstærstur hluti ASÍ undir Um 100 þúsund manns heyra undir VR og Starfsgreinasambandið. Hópurinn er sá langfjölmennasti af rúmlega áttatíu kjarasamningum sem losna um áramótin. Um 85% félagsmanna ASÍ eru úr VR og SGS. Guðmundur segir að breytingarnar sem eigi sér stað í verkalýðshreyfingunni veki upp áhyggjur hjá sér. „Auðveldasta leiðin er að gagnrýna allt og alla og allt óréttlætið, koma svo með engar hugmyndir um hvernig eigi að nálgast eða fjármagna lausnirnar. Er einhver að fara sjá þessa einstaklinga fara að axla ábyrgð og gera kjarasamning, eftir allar væntingarnar sem er verið að boða?“ Hann segir allt það óréttlæti sem vissulega sé um allt okkar samfélag sé ekki eitthvað sem þessir einstaklingar hafi uppgötvað. Mörg af þessum málum hafi verið búist fyrir í yfir hundrað ár. Ekki megi gleyma því að þjóðin kjósi fulltrúa á Alþingi sem myndi ríkisstjórn. Hún starfi í umboði þjóðarinnar. „Það er fáránlegt að það sé á ábyrgð forystumanna verkalýðshreyfingarinnar hvernig stjórnvöld deila út fjármunum til að leysa vanda þeirra sem eru verst settir. Það eru stjórnvöld sem þjóðin kýs sér, en ekki forysta verkalýðshreyfingarinnar, sem hafa ítrekað rýrt kjör þeirra sem lökustu kjörin hafa. Með skerðingum og skattalagabreytingum.“Guðmundur Ragnarsson er fráfarandi formaður VM.vísir/anton brinkGæti reynst Íslendingum efnahagslega dýrkeypt Búið sé að rugla almenning um hvað sé á ábyrgð stéttarfélaganna og hvernig aðkoma ASÍ sé að samningsgerðinni. „Það sem er sorglegast í þessu er að í þeirri aðför sem búið er að gera að forystu stéttarfélaga og ASÍ eru engar hugmyndir settar fram hvernig á að leysa málin og hvert er verið að stefna. Það er erfitt að taka þátt í þessari svokölluðu byltingu sem ekki hefur hugmyndir eða leiðir til lausna, hvað þá að megi tala um þær. Halda menn virkilega að allir launamenn munu sætta sig við að aðeins þeir lægst launuðu fái verulegar launahækkanir án þess að aðrar fái eitthvað svipað. Það er búið að reyna það lengi og það veldur alltaf óánægju hjá þeim sem eru með hærri laun fái þeir ekki svipaðar hækkanir og þannig verður það.“ Ef halda eigi áfram blint að rífa allt niður, samfélagið, lífeyriskerfið og fleira án þess að hafa hugmynd um hvernig breytingar við viljum gera eða fara inn á nýjar leiðir muni það geta orðið Íslendingum dýrkeypt efnahagslega.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Fréttablaðið/Anton BrinkVill barnafólk í forgang „Það er ekki niðurrif eða verið að verja eitthvað samfélagsmunstur að vera ekki sammála þessum einstaklingum. Önnur sjónarmið eiga líka að fá málefnalega umræðu. Við það yrði hugsanlega hægt að tala sig niður á raunverulegar lausnir og sættast um að finna fjármuni í allar þær aðgerðir sem þarf að fara í til að lagfæra ýmislegt sem þarf að laga í okkar samfélagi. Hugsanlega þurfum við að forgangsraða og þar hef ég haft þá skoðun að barnafólk eigi að ganga fyrir um öruggt húsnæði. Skerðingar ellilífeyrisþega og öryrkja væri í öðru sæti og síðan halda áfram að finna fjármuni til að leysa vandamálin.“ Í pistli sínum gagnrýnir hann nýjan formann VM töluvert, segir hann hafa staðið í baráttunni með sér hjá VM öll þessi ár en svo komið aftan að honum með gagnrýni á hluti sem hann sjálfur talaði fyrir. Guðmundur neitar því ekki að vera sár felldur formaður og útilokar ekki endurkomu í forystu VM. Hann ætli ekki að láta þagga niður í sér þó hann hafi verið felldur sem formaður. Hann muni hafa sínar skoðanir og sýn á hlutina. „Óheiðarleiki og vinsældarfrasar án framtíðarsýnar og markmiða munu leiða okkur í ógöngur eins og við erum að verða vitni að á mörgum sviðum, Trump, Brexit og Ísland. Það getur orðið okkur mjög dýrkeypt efnahagslega að hlusta eingöng á það sem við viljum heyra.“Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi.Fréttablaðið/EyþórÍ Fréttablaðinu í morgun vísuðu verkalýðsleiðtogar gagnrýni á kröfugerð forystu launamanna á síðustu dögum til föðurhúsannaGrímulaus hræðsluáróður eigi sér stað um réttláta kröfugerð launþegahreyfingarinnar. Heyrst hafa raddir um að kröfur Starfsgreinasambandsins og VR stefni stöðugleika í voða, þær séu óraunhæfar og upphafið að stærsta höfrungahlaupi í sögu íslenskrar verkalýðsbaráttu. Þetta fellur í grýttan jarðveg hjá verkalýðsleiðtogum. „Það er ömurlegt þegar lobbíistar efnahagslegu forréttindahópanna spretta fram í hvert einasta skipti þegar kemur að því að þurfa að semja á almennum markaði,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Á sama tíma horfum við upp á efri lög samfélagsins taka upp í 1,2 milljónir í hækkanir á einu bretti og telja stöðugleika ógnað þegar launafólk óskar sér lífsviðurværis af eigin vinnu.“Björn Snæbjörnsson er formaður Starfsgreinasambandsins (SGS).Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju á Akureyri og SGS, segir að um sé að ræða daglegt brauð í kjarabaráttu. „Alltaf, þegar almennt verkafólk setur fram kröfur sínar, fer allt þjóðfélagið af stað og úrtöluraddir geysast fram um að hér fari allt á hausinn,“ segir Björn. „Svo heyrast engar raddir þegar aðrir fá mun hærri launahækkanir.“ Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar í Þingeyjarsýslum, segir það hræsni að óttast allt í einu um stöðugleikann þegar venjulegt fólk vilji bætt kjör. „Það er ábyrgðarhluti að stíga fram með metnaðarfullar kröfur fyrir okkar fólk. Þingmenn, ráðherrar, seðlabankastjórar og forstjórar hafa fengið hundruð þúsunda í hækkanir. Þá voru engar viðvörunarbjöllur á lofti. Ég blæs á svona fullyrðingar. Við erum einfaldlega að krefjast þess að geta lifað af lægstu launum.“ Kjaramál Tengdar fréttir Telja úrtöluraddir vera áróður forréttindahópa Hræðsluáróður sé stundaður gegn kröfum um hækkun lægstu launa. Verkalýðsleiðtogar vísa úrtöluröddum til föðurhúsann 23. október 2018 06:00 Hafnar forsendum um tvöföldun launakostnaðar Útreikningar sem Fréttablaðið birti í dag benda til þess að launakostnaður sumra fyrirtækja gæti tvöfaldast er gengið verður að kröfum Starfsgreinasambandsins. 17. október 2018 10:52 Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Fráfarandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir að búið sé að rugla almenning í því hvaða kröfur stéttarfélög geta farið fram með á atvinnurekendur og hvaða kröfur eru á stjórnvöld, hvað stéttarfélögin beri ábyrgð á og hvernig aðkoma ASÍ er að kjarasamningum. Þetta segir Guðmundur Ragnarsson sem beið lægri hlut í formannskosningu VM í vor eftir tíu ára formennsku. Það gæti reynst Íslendingum dýrkeypt að hlusta aðeins á það sem þeir vilji heyra. Guðmundur segir að sú nýja forysta sem komið hafi fram á völlinn í verkalýðshreyfingunni hafi þau sjónarmið að ef þú sért ekki sammála þeim þá eigir þú að víkja, engin málefnaleg umræða. Töluverðar breytingar hafa orðið í verkalýðshreyfingunni undanfarin misseri. Ragnar Þór Ingólfsson er tekinn við formennsku í VR, Sólveig Anna Jónsdóttir í Eflingu auk Guðmundar Helga Þórarinssonar sem tók við formennsku af nafna sínum Ragnarssyni. „Það er annað hvort þeirra leið eða engin önnur, sem engin veit hver er. Þau telja sig þess umkomin að boða hinn eina rétta sannleika og hann sé hafinn yfir gagnrýni.“Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.Vísir/EgillKrafa VR og Starfsgreinasambandsins fyrir komandi kjaraviðræður er nokkuð skýr. Lágmarkslaun verði komin í 425 þúsund krónur á mánuði á þriggja ára samningstíma og verði þess utan skattfrjáls. Í bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar á dögunum sagði að mikilvægt væri að breytingar launa í komandi kjarasamningum yrðu í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. Of miklar launahækkanir eru taldar geta leitt til verðbólgu og í framhaldi muni til dæmis vextir á húsnæðislánum hækka.Langstærstur hluti ASÍ undir Um 100 þúsund manns heyra undir VR og Starfsgreinasambandið. Hópurinn er sá langfjölmennasti af rúmlega áttatíu kjarasamningum sem losna um áramótin. Um 85% félagsmanna ASÍ eru úr VR og SGS. Guðmundur segir að breytingarnar sem eigi sér stað í verkalýðshreyfingunni veki upp áhyggjur hjá sér. „Auðveldasta leiðin er að gagnrýna allt og alla og allt óréttlætið, koma svo með engar hugmyndir um hvernig eigi að nálgast eða fjármagna lausnirnar. Er einhver að fara sjá þessa einstaklinga fara að axla ábyrgð og gera kjarasamning, eftir allar væntingarnar sem er verið að boða?“ Hann segir allt það óréttlæti sem vissulega sé um allt okkar samfélag sé ekki eitthvað sem þessir einstaklingar hafi uppgötvað. Mörg af þessum málum hafi verið búist fyrir í yfir hundrað ár. Ekki megi gleyma því að þjóðin kjósi fulltrúa á Alþingi sem myndi ríkisstjórn. Hún starfi í umboði þjóðarinnar. „Það er fáránlegt að það sé á ábyrgð forystumanna verkalýðshreyfingarinnar hvernig stjórnvöld deila út fjármunum til að leysa vanda þeirra sem eru verst settir. Það eru stjórnvöld sem þjóðin kýs sér, en ekki forysta verkalýðshreyfingarinnar, sem hafa ítrekað rýrt kjör þeirra sem lökustu kjörin hafa. Með skerðingum og skattalagabreytingum.“Guðmundur Ragnarsson er fráfarandi formaður VM.vísir/anton brinkGæti reynst Íslendingum efnahagslega dýrkeypt Búið sé að rugla almenning um hvað sé á ábyrgð stéttarfélaganna og hvernig aðkoma ASÍ sé að samningsgerðinni. „Það sem er sorglegast í þessu er að í þeirri aðför sem búið er að gera að forystu stéttarfélaga og ASÍ eru engar hugmyndir settar fram hvernig á að leysa málin og hvert er verið að stefna. Það er erfitt að taka þátt í þessari svokölluðu byltingu sem ekki hefur hugmyndir eða leiðir til lausna, hvað þá að megi tala um þær. Halda menn virkilega að allir launamenn munu sætta sig við að aðeins þeir lægst launuðu fái verulegar launahækkanir án þess að aðrar fái eitthvað svipað. Það er búið að reyna það lengi og það veldur alltaf óánægju hjá þeim sem eru með hærri laun fái þeir ekki svipaðar hækkanir og þannig verður það.“ Ef halda eigi áfram blint að rífa allt niður, samfélagið, lífeyriskerfið og fleira án þess að hafa hugmynd um hvernig breytingar við viljum gera eða fara inn á nýjar leiðir muni það geta orðið Íslendingum dýrkeypt efnahagslega.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Fréttablaðið/Anton BrinkVill barnafólk í forgang „Það er ekki niðurrif eða verið að verja eitthvað samfélagsmunstur að vera ekki sammála þessum einstaklingum. Önnur sjónarmið eiga líka að fá málefnalega umræðu. Við það yrði hugsanlega hægt að tala sig niður á raunverulegar lausnir og sættast um að finna fjármuni í allar þær aðgerðir sem þarf að fara í til að lagfæra ýmislegt sem þarf að laga í okkar samfélagi. Hugsanlega þurfum við að forgangsraða og þar hef ég haft þá skoðun að barnafólk eigi að ganga fyrir um öruggt húsnæði. Skerðingar ellilífeyrisþega og öryrkja væri í öðru sæti og síðan halda áfram að finna fjármuni til að leysa vandamálin.“ Í pistli sínum gagnrýnir hann nýjan formann VM töluvert, segir hann hafa staðið í baráttunni með sér hjá VM öll þessi ár en svo komið aftan að honum með gagnrýni á hluti sem hann sjálfur talaði fyrir. Guðmundur neitar því ekki að vera sár felldur formaður og útilokar ekki endurkomu í forystu VM. Hann ætli ekki að láta þagga niður í sér þó hann hafi verið felldur sem formaður. Hann muni hafa sínar skoðanir og sýn á hlutina. „Óheiðarleiki og vinsældarfrasar án framtíðarsýnar og markmiða munu leiða okkur í ógöngur eins og við erum að verða vitni að á mörgum sviðum, Trump, Brexit og Ísland. Það getur orðið okkur mjög dýrkeypt efnahagslega að hlusta eingöng á það sem við viljum heyra.“Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi.Fréttablaðið/EyþórÍ Fréttablaðinu í morgun vísuðu verkalýðsleiðtogar gagnrýni á kröfugerð forystu launamanna á síðustu dögum til föðurhúsannaGrímulaus hræðsluáróður eigi sér stað um réttláta kröfugerð launþegahreyfingarinnar. Heyrst hafa raddir um að kröfur Starfsgreinasambandsins og VR stefni stöðugleika í voða, þær séu óraunhæfar og upphafið að stærsta höfrungahlaupi í sögu íslenskrar verkalýðsbaráttu. Þetta fellur í grýttan jarðveg hjá verkalýðsleiðtogum. „Það er ömurlegt þegar lobbíistar efnahagslegu forréttindahópanna spretta fram í hvert einasta skipti þegar kemur að því að þurfa að semja á almennum markaði,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Á sama tíma horfum við upp á efri lög samfélagsins taka upp í 1,2 milljónir í hækkanir á einu bretti og telja stöðugleika ógnað þegar launafólk óskar sér lífsviðurværis af eigin vinnu.“Björn Snæbjörnsson er formaður Starfsgreinasambandsins (SGS).Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju á Akureyri og SGS, segir að um sé að ræða daglegt brauð í kjarabaráttu. „Alltaf, þegar almennt verkafólk setur fram kröfur sínar, fer allt þjóðfélagið af stað og úrtöluraddir geysast fram um að hér fari allt á hausinn,“ segir Björn. „Svo heyrast engar raddir þegar aðrir fá mun hærri launahækkanir.“ Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar í Þingeyjarsýslum, segir það hræsni að óttast allt í einu um stöðugleikann þegar venjulegt fólk vilji bætt kjör. „Það er ábyrgðarhluti að stíga fram með metnaðarfullar kröfur fyrir okkar fólk. Þingmenn, ráðherrar, seðlabankastjórar og forstjórar hafa fengið hundruð þúsunda í hækkanir. Þá voru engar viðvörunarbjöllur á lofti. Ég blæs á svona fullyrðingar. Við erum einfaldlega að krefjast þess að geta lifað af lægstu launum.“
Kjaramál Tengdar fréttir Telja úrtöluraddir vera áróður forréttindahópa Hræðsluáróður sé stundaður gegn kröfum um hækkun lægstu launa. Verkalýðsleiðtogar vísa úrtöluröddum til föðurhúsann 23. október 2018 06:00 Hafnar forsendum um tvöföldun launakostnaðar Útreikningar sem Fréttablaðið birti í dag benda til þess að launakostnaður sumra fyrirtækja gæti tvöfaldast er gengið verður að kröfum Starfsgreinasambandsins. 17. október 2018 10:52 Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Telja úrtöluraddir vera áróður forréttindahópa Hræðsluáróður sé stundaður gegn kröfum um hækkun lægstu launa. Verkalýðsleiðtogar vísa úrtöluröddum til föðurhúsann 23. október 2018 06:00
Hafnar forsendum um tvöföldun launakostnaðar Útreikningar sem Fréttablaðið birti í dag benda til þess að launakostnaður sumra fyrirtækja gæti tvöfaldast er gengið verður að kröfum Starfsgreinasambandsins. 17. október 2018 10:52
Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00