Banaslysum barna í umferðinni fjölgað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. október 2018 19:00 Ísland er í fyrsta sæti í Evrópu hvað varðar hlutfall banaslysa á börnum í umferðinni. Verkfræðingur hjá Vegagerðinni segir þetta gefa tilefni til frekari rannsókna á því hvernig huga megi betur að öryggi barna í umferðinni. Vegagerðin birti í síðustu viku niðurstöður djúpgreiningar á alvarleg slysum á börnum í umferðinni á árunum 2008 til 2017. Katrín Halldórsdóttir verkfræðingur vann skýrsluna en markmiðið var að greina helstu hættur í umferðinni þegar kemur að börnum. „Ísland kemur þarna út í fyrsta sæti hvað varðar hlutfall banaslysa á börnum í umferðinni miðað við önnur Evrópulönd sem verður til þess að við viljum skoða þetta nánar,“ segir Katrín. Niðurstaðan byggir meðal annars á alþjóðlegri skýrslu um umferðaröryggi frá 2015 og gögnum frá Samgöngustofu. Ákveðna fyrirvara ber þó að hafa hugfasta að sögn Katrínar. „Fámenni þjóðarinnar hefur áhrif á þetta og getur gefið skakka mynd og við verðum að hafa það í huga.“ Á tímabilinu 2008 til 2017 hefur banaslysum barna fjölgað en alls létust 12 börn á aldrinum núll til sextán ára á tímabilinu. Þar af flest árið 2013 þegar fjögur börn létust í umferðinni. Þá slösuðust að meðaltali um 24 börn alvarlega á tímabilinu. „Við viljum auðvitað að börnin geti ferðast örugglega um en það kom í ljós sem sagt að að meðaltali látast 1,2 börn í umferðinni á tímabilinu 2011-2015 og 16 slösuðust alvarlega, þannig þetta er vissulega áhyggjuefni sem við þurfum að skoða nánar,“ segir Katrín. Katrín Halldórsdóttir, verkfræðingur hjá Vegagerðinni.Vísir/Elín Umferðaröryggi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Ísland er í fyrsta sæti í Evrópu hvað varðar hlutfall banaslysa á börnum í umferðinni. Verkfræðingur hjá Vegagerðinni segir þetta gefa tilefni til frekari rannsókna á því hvernig huga megi betur að öryggi barna í umferðinni. Vegagerðin birti í síðustu viku niðurstöður djúpgreiningar á alvarleg slysum á börnum í umferðinni á árunum 2008 til 2017. Katrín Halldórsdóttir verkfræðingur vann skýrsluna en markmiðið var að greina helstu hættur í umferðinni þegar kemur að börnum. „Ísland kemur þarna út í fyrsta sæti hvað varðar hlutfall banaslysa á börnum í umferðinni miðað við önnur Evrópulönd sem verður til þess að við viljum skoða þetta nánar,“ segir Katrín. Niðurstaðan byggir meðal annars á alþjóðlegri skýrslu um umferðaröryggi frá 2015 og gögnum frá Samgöngustofu. Ákveðna fyrirvara ber þó að hafa hugfasta að sögn Katrínar. „Fámenni þjóðarinnar hefur áhrif á þetta og getur gefið skakka mynd og við verðum að hafa það í huga.“ Á tímabilinu 2008 til 2017 hefur banaslysum barna fjölgað en alls létust 12 börn á aldrinum núll til sextán ára á tímabilinu. Þar af flest árið 2013 þegar fjögur börn létust í umferðinni. Þá slösuðust að meðaltali um 24 börn alvarlega á tímabilinu. „Við viljum auðvitað að börnin geti ferðast örugglega um en það kom í ljós sem sagt að að meðaltali látast 1,2 börn í umferðinni á tímabilinu 2011-2015 og 16 slösuðust alvarlega, þannig þetta er vissulega áhyggjuefni sem við þurfum að skoða nánar,“ segir Katrín. Katrín Halldórsdóttir, verkfræðingur hjá Vegagerðinni.Vísir/Elín
Umferðaröryggi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira