Rannsókn á fimmtán milljarða undanskotum í réttum farvegi Heimir Már Pétursson skrifar 23. október 2018 19:00 Fjármálaráðherra segir ekki hægt að úthrópa alla sem með löglegum hætti hafi átt fjármuni í aflandsfélögum. Hins vegar hafi eftirgrennslan skattyfirvalda leitt í ljós að um 15 milljörðum króna hafi verið komið undan skattlagningu og þau mál væru í eðlilegum farvegi hjá skattyfirvöldum. Oddný G. Harðardóttir Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að meðal eigenda fjármuna í aflandsfélögum séu aðilar sem hafi fengið háar upphæðir afskrifaðar eftir fall bankanna haustið 2008. Þá væru dæmi um að kröfur í þrotabú bankanna hafi verið vistaðar í aflandsfélögum. Síðan hafi háar fjárhæðir komið til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans og tryggt eigendum verulegan gróða. Að mati Oddnýjar getur aðeins opinber rannsókn aflétt þeirri leynd sem yfir þeirri leið ríkti. „Ég vil því spyrja hvort hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra telji ekki tímabært að bera þessa hópa saman. Þá sem fengu háar fjárhæðir afskrifaðar hjá bönkunum, kröfur aflandsfélaga í þrotabú bankanna og þátttöku í fjárfestingarleið Seðlabankans eða gjaldeyrisútboðum. Ef það yrði gert fengjust svo við því hvort hér sé um einhverja sömu aðila að ræða,” sagði Oddný. Í einhverjum tilvikum virðist sem eignarhaldsfélög hafi gagngert verið stofnuð til að skuldsetja þau og lánsfé síðan fært til aflandsfélaga. Panamaskjölin gætu hjálpað til við að rekja þetta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði eftirlitsstofnanir eiga að sinna öllum vísbendingum um að lög hafi verið brotin. Þingmaðurinn hafi sjálfur tekið þátt í að skapa reglur sem gerðu það löglegt að eiga fé á aflandssvæðum. „Þannig að það er ekki hægt að annars vegar setja slík lög í þessum sal og hins vegar úthrópa alla þá sem fylgja þeim lögum. Það bara einfaldlega gengur ekki upp og það er ekki réttarríki sem menn búa í þar sem menn koma þannig fram,” sagði fjármálaráðherra. Hins vegar hafi Alþingi samþykkt að gengið væri á eftir því hvort farið hafi verið á svig við lög í þessum efnum og sett í það fjárveitingu. Í svari til þingmannsins fyrr í sumar hafi komið fram að talið væri að allt að 15 milljörðum hafi verið haldið frá skattlagningu. „Þau mál eru í eðlilegum farvegi. Önnur mál eins og háttvirtur þingmaður vísar til og ég þekki ekki og er ekki með á mínu borði sérstaklega eiga að hafa sinn skýra farveg í okkar réttarvörslukerfi,” sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ekki hægt að úthrópa alla sem með löglegum hætti hafi átt fjármuni í aflandsfélögum. Hins vegar hafi eftirgrennslan skattyfirvalda leitt í ljós að um 15 milljörðum króna hafi verið komið undan skattlagningu og þau mál væru í eðlilegum farvegi hjá skattyfirvöldum. Oddný G. Harðardóttir Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að meðal eigenda fjármuna í aflandsfélögum séu aðilar sem hafi fengið háar upphæðir afskrifaðar eftir fall bankanna haustið 2008. Þá væru dæmi um að kröfur í þrotabú bankanna hafi verið vistaðar í aflandsfélögum. Síðan hafi háar fjárhæðir komið til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans og tryggt eigendum verulegan gróða. Að mati Oddnýjar getur aðeins opinber rannsókn aflétt þeirri leynd sem yfir þeirri leið ríkti. „Ég vil því spyrja hvort hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra telji ekki tímabært að bera þessa hópa saman. Þá sem fengu háar fjárhæðir afskrifaðar hjá bönkunum, kröfur aflandsfélaga í þrotabú bankanna og þátttöku í fjárfestingarleið Seðlabankans eða gjaldeyrisútboðum. Ef það yrði gert fengjust svo við því hvort hér sé um einhverja sömu aðila að ræða,” sagði Oddný. Í einhverjum tilvikum virðist sem eignarhaldsfélög hafi gagngert verið stofnuð til að skuldsetja þau og lánsfé síðan fært til aflandsfélaga. Panamaskjölin gætu hjálpað til við að rekja þetta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði eftirlitsstofnanir eiga að sinna öllum vísbendingum um að lög hafi verið brotin. Þingmaðurinn hafi sjálfur tekið þátt í að skapa reglur sem gerðu það löglegt að eiga fé á aflandssvæðum. „Þannig að það er ekki hægt að annars vegar setja slík lög í þessum sal og hins vegar úthrópa alla þá sem fylgja þeim lögum. Það bara einfaldlega gengur ekki upp og það er ekki réttarríki sem menn búa í þar sem menn koma þannig fram,” sagði fjármálaráðherra. Hins vegar hafi Alþingi samþykkt að gengið væri á eftir því hvort farið hafi verið á svig við lög í þessum efnum og sett í það fjárveitingu. Í svari til þingmannsins fyrr í sumar hafi komið fram að talið væri að allt að 15 milljörðum hafi verið haldið frá skattlagningu. „Þau mál eru í eðlilegum farvegi. Önnur mál eins og háttvirtur þingmaður vísar til og ég þekki ekki og er ekki með á mínu borði sérstaklega eiga að hafa sinn skýra farveg í okkar réttarvörslukerfi,” sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira