Trump segir sádi-arabíska krónprinsinn mögulega viðriðinn morðið á Khashoggi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. október 2018 09:51 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta skipti viðurkennt að sádi-arabíski krónprinsinn geti mögulega verið viðriðinn morðið á Jamal Khashoggi. vísir/epa Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Blaðamaðurinn var myrtur í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. Í viðtali við Wall Street Journal, sem meðal annars er fjallað um á vef Guardian, var Trump spurður um hugsanlega aðild krónprinsins að morðinu. „Nú, prinsinn er meira og minna við stjórnvölinn þarna núna. Hann ræður svo ef einhver er mögulega viðriðinn þetta þá væri það hann,“ svaraði Trump. Þá sagði forsetinn jafnframt að hann hefði spurt krónprinsinn ítarlega út í morðið á Khashoggi. Hann hefði spurt endurtekinna spurninga og á marga mismunandi vegu.Jamal Khashoggi var myrtur í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í byrjun mánaðarins.vísir/epaVill virkilega trúa neitunum krónprinsins „Fyrsta spurningin mín til hans var: Vissirðu eitthvað um þetta þegar byrjað var að skipuleggja þetta?“ sagði Trump og bætti svo við að krónprinsinn hefði svarað því til að hann hefði ekkert vitað. „Ég sagði: Hvar byrjaði þetta? Og hann sagði að þetta hefði byrjað hjá lægra settum mönnum,“ sagði Trump. Forsetinn var þá spurður hvort að hann tryði neitunum bin Salman. „Ég vil trúa þeim. Ég virkilega vil trúa þeim,“ svaraði Trump. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að vegabréfsáritanir þeirra sem grunaðir eru um morðið til Bandaríkjanna hefðu verið felldar niður. Það eru fyrstu opinberu aðgerðir bandarískra yfirvalda vegna málsins en verið er að skoða hvort beita eigi frekari refsiaðgerðum gegn mönnunum. „Við erum að senda skýr skilaboð varðandi það að Bandaríkin líða ekki svona miskunnarlausar aðgerðir til þess að þagga niður í blaðamanninum Khashoggi með ofbeldi. Hvorki ég né forsetinn erum ánægðir með þessa stöðu,“ sagði Pompeo.Mohammed bin Salman er krónprins Sádi-Arabíu.vísir/epaÓsamþykkt aðgerð eða þaulskipulagt morð? Yfirvöld Sádi-Arabíu héldu því upprunalega fram að Khashoggi hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna þann 2. október. Síðan var viðurkennt að Khashoggi hefði dáið og var sagt að það hefði gerst fyrir slysni í átökum. Khashoggi var þar til að verða sér út um skjöl svo hann gæti gift sig. Seinna meir viðurkenndu sádi-arabísk yfirvöld að Khashoggi hefði verið myrtur og hafa sagt að um ósamþykkta aðgerð hafi verið að ræða. Yfirvöld í Tryklandi halda því aftur á móti fram að Sádar hafi sent fimmtán menn til Istanbúl með það markmið að drepa Khashoggi. Aðgerðin hafi verið skipulögð með nokkurra daga fyrirvara og vill Recep Erdogan, Tyrklandsforseti, að átján menn verði framseldir til Tyrklands svo hægt verði að rétta yfir þeim. Einn mannanna, Saud al-Qahtani, er náinn ráðgjafi krónprinsins bin Salman. Er Qahtani sagður hafa fyrirskipað morðið og fylgst með því í gegnum internetið. Fréttastofa Sky hafði heimildir fyrir því að lík Khashoggi hefði fundist í garði ræðismanns Sáda í Istanbúl en það hefur ekki verið staðfest. Donald Trump Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Trump segir morð Khashoggi vera eina af verstu yfirhylmingum sögunnar Donald Trump býst við því að fá skýrslu um morðið á næstunni. 23. október 2018 21:11 Forstjóri CIA á leið til Tyrklands vegna morðsins á Khashoggi Gestir á ráðstefnu Sáda gáfu Mohammed bin Salman krónprins standandi lófaklapp í dag. Á sama tíma voru fluttar fréttir af því að líkamsleifar Jamals Khashoggi væru mögulega komnar í leitirnar. 23. október 2018 15:59 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Blaðamaðurinn var myrtur í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. Í viðtali við Wall Street Journal, sem meðal annars er fjallað um á vef Guardian, var Trump spurður um hugsanlega aðild krónprinsins að morðinu. „Nú, prinsinn er meira og minna við stjórnvölinn þarna núna. Hann ræður svo ef einhver er mögulega viðriðinn þetta þá væri það hann,“ svaraði Trump. Þá sagði forsetinn jafnframt að hann hefði spurt krónprinsinn ítarlega út í morðið á Khashoggi. Hann hefði spurt endurtekinna spurninga og á marga mismunandi vegu.Jamal Khashoggi var myrtur í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í byrjun mánaðarins.vísir/epaVill virkilega trúa neitunum krónprinsins „Fyrsta spurningin mín til hans var: Vissirðu eitthvað um þetta þegar byrjað var að skipuleggja þetta?“ sagði Trump og bætti svo við að krónprinsinn hefði svarað því til að hann hefði ekkert vitað. „Ég sagði: Hvar byrjaði þetta? Og hann sagði að þetta hefði byrjað hjá lægra settum mönnum,“ sagði Trump. Forsetinn var þá spurður hvort að hann tryði neitunum bin Salman. „Ég vil trúa þeim. Ég virkilega vil trúa þeim,“ svaraði Trump. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að vegabréfsáritanir þeirra sem grunaðir eru um morðið til Bandaríkjanna hefðu verið felldar niður. Það eru fyrstu opinberu aðgerðir bandarískra yfirvalda vegna málsins en verið er að skoða hvort beita eigi frekari refsiaðgerðum gegn mönnunum. „Við erum að senda skýr skilaboð varðandi það að Bandaríkin líða ekki svona miskunnarlausar aðgerðir til þess að þagga niður í blaðamanninum Khashoggi með ofbeldi. Hvorki ég né forsetinn erum ánægðir með þessa stöðu,“ sagði Pompeo.Mohammed bin Salman er krónprins Sádi-Arabíu.vísir/epaÓsamþykkt aðgerð eða þaulskipulagt morð? Yfirvöld Sádi-Arabíu héldu því upprunalega fram að Khashoggi hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna þann 2. október. Síðan var viðurkennt að Khashoggi hefði dáið og var sagt að það hefði gerst fyrir slysni í átökum. Khashoggi var þar til að verða sér út um skjöl svo hann gæti gift sig. Seinna meir viðurkenndu sádi-arabísk yfirvöld að Khashoggi hefði verið myrtur og hafa sagt að um ósamþykkta aðgerð hafi verið að ræða. Yfirvöld í Tryklandi halda því aftur á móti fram að Sádar hafi sent fimmtán menn til Istanbúl með það markmið að drepa Khashoggi. Aðgerðin hafi verið skipulögð með nokkurra daga fyrirvara og vill Recep Erdogan, Tyrklandsforseti, að átján menn verði framseldir til Tyrklands svo hægt verði að rétta yfir þeim. Einn mannanna, Saud al-Qahtani, er náinn ráðgjafi krónprinsins bin Salman. Er Qahtani sagður hafa fyrirskipað morðið og fylgst með því í gegnum internetið. Fréttastofa Sky hafði heimildir fyrir því að lík Khashoggi hefði fundist í garði ræðismanns Sáda í Istanbúl en það hefur ekki verið staðfest.
Donald Trump Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Trump segir morð Khashoggi vera eina af verstu yfirhylmingum sögunnar Donald Trump býst við því að fá skýrslu um morðið á næstunni. 23. október 2018 21:11 Forstjóri CIA á leið til Tyrklands vegna morðsins á Khashoggi Gestir á ráðstefnu Sáda gáfu Mohammed bin Salman krónprins standandi lófaklapp í dag. Á sama tíma voru fluttar fréttir af því að líkamsleifar Jamals Khashoggi væru mögulega komnar í leitirnar. 23. október 2018 15:59 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Trump segir morð Khashoggi vera eina af verstu yfirhylmingum sögunnar Donald Trump býst við því að fá skýrslu um morðið á næstunni. 23. október 2018 21:11
Forstjóri CIA á leið til Tyrklands vegna morðsins á Khashoggi Gestir á ráðstefnu Sáda gáfu Mohammed bin Salman krónprins standandi lófaklapp í dag. Á sama tíma voru fluttar fréttir af því að líkamsleifar Jamals Khashoggi væru mögulega komnar í leitirnar. 23. október 2018 15:59