Fíkniefnasveit tekur til starfa á Suðurlandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. október 2018 10:00 Fjölmenni sótti íbúafundinn í Hótel Seflossi í gærkvöldi þar sem fíkniefnamál voru til umræðu og staðan í málaflokknum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á fjölmennum íbúafundi á Selfossi í gærkvöldi um fíkniefnamál kom meðal annars fram hjá Árna Felix Gíslasyni lögreglumanni að Lögreglan á Suðurlandi vinni nú að því að koma á laggirnar fíkniefnasveit. Hún mun hafa það hlutverk að reyna að koma í veg fyrir sölu og dreifingu fíkniefna á svæðinu auk þess að vinna að öflugu forvarnarstarfi. Teymið verður skipað ellefu lögreglumönnum af öllu Suðurlandi auk fíkniefnahundsins Vinkils af Litla Hrauni. Íbúafundurinn var haldin í tilefni myndarinnar „Lof mér að falla“, en foreldrum í Árborg var boðið á myndina áður en fundurinn hófst. Framsögumenn voru Berglind Ósk Guðmundsdóttir, systir Kristínar Gerðar sem myndin er m.a. byggð á, Jóhannes Kr. Kristjánsson, blaðamaður og faðir dóttur sem dó vegna fíkniefnaneyslu og Anný Ingimarsdóttir frá Félagsþjónustu Árborgar, auk Árna Felix.Árni Felix, lögreglumaður sem mun stýra nýja fíkniefnahópnum en hann var með framsögu á íbúafundinum í gærkvöldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Lögregluna vantar fíkniefnahund Lögreglan á Suðurlandi á engan fíkniefnahund en segist vanta slíkan hund sárlega. Ekki hefur fengist fjármagn til kaupa á hundi. „Já, okkur vantar sárlega hund og þiggjum alla aðstoð við kaup á slíkum hundi. Góður fíkniefnahundur er gulls ígildi þegar við ætlum að fara að leggja miklu meiri áherslu á fíkniefnamál en við höfum getað gert síðustu ár,“ segir Rannveig Brynja Sverrisdóttir, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Tólf til þrettán ára börn í fíkniefnaneyslu Í máli Árna Felix kom fram að lögreglan fengi á sitt borð fíkniefnamál sem snerta tólf til þrettán ára börn, sem væri grafalvarlegt. Þá kom fram að börnum í Árborg verður ekki boðið að sjá myndina „Lof mér að falla“ í Bíóhúsinu á Selfossi í boði Sveitarfélagsins Árborgar eins og bæjarráð hafði samþykkt. Ástæðan er ákvörðun fornvarnarhóps sveitarfélagsins sem vill frekar útbúa sitt eigið fræðsluefni og fara með inn í skólana. Lögreglumál Tengdar fréttir Efast um hópferðir barna á Lof mér að falla Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, efast stórleg um forvarnargildi kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Rúmlega 40 þúsund manns hafa séð mynd Baldvins Z og Birgis Arnar Steinarssonar sem fjallar um tvær stúlkur og baráttu þeirra við fíkniefni. 8. október 2018 10:56 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Á fjölmennum íbúafundi á Selfossi í gærkvöldi um fíkniefnamál kom meðal annars fram hjá Árna Felix Gíslasyni lögreglumanni að Lögreglan á Suðurlandi vinni nú að því að koma á laggirnar fíkniefnasveit. Hún mun hafa það hlutverk að reyna að koma í veg fyrir sölu og dreifingu fíkniefna á svæðinu auk þess að vinna að öflugu forvarnarstarfi. Teymið verður skipað ellefu lögreglumönnum af öllu Suðurlandi auk fíkniefnahundsins Vinkils af Litla Hrauni. Íbúafundurinn var haldin í tilefni myndarinnar „Lof mér að falla“, en foreldrum í Árborg var boðið á myndina áður en fundurinn hófst. Framsögumenn voru Berglind Ósk Guðmundsdóttir, systir Kristínar Gerðar sem myndin er m.a. byggð á, Jóhannes Kr. Kristjánsson, blaðamaður og faðir dóttur sem dó vegna fíkniefnaneyslu og Anný Ingimarsdóttir frá Félagsþjónustu Árborgar, auk Árna Felix.Árni Felix, lögreglumaður sem mun stýra nýja fíkniefnahópnum en hann var með framsögu á íbúafundinum í gærkvöldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Lögregluna vantar fíkniefnahund Lögreglan á Suðurlandi á engan fíkniefnahund en segist vanta slíkan hund sárlega. Ekki hefur fengist fjármagn til kaupa á hundi. „Já, okkur vantar sárlega hund og þiggjum alla aðstoð við kaup á slíkum hundi. Góður fíkniefnahundur er gulls ígildi þegar við ætlum að fara að leggja miklu meiri áherslu á fíkniefnamál en við höfum getað gert síðustu ár,“ segir Rannveig Brynja Sverrisdóttir, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Tólf til þrettán ára börn í fíkniefnaneyslu Í máli Árna Felix kom fram að lögreglan fengi á sitt borð fíkniefnamál sem snerta tólf til þrettán ára börn, sem væri grafalvarlegt. Þá kom fram að börnum í Árborg verður ekki boðið að sjá myndina „Lof mér að falla“ í Bíóhúsinu á Selfossi í boði Sveitarfélagsins Árborgar eins og bæjarráð hafði samþykkt. Ástæðan er ákvörðun fornvarnarhóps sveitarfélagsins sem vill frekar útbúa sitt eigið fræðsluefni og fara með inn í skólana.
Lögreglumál Tengdar fréttir Efast um hópferðir barna á Lof mér að falla Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, efast stórleg um forvarnargildi kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Rúmlega 40 þúsund manns hafa séð mynd Baldvins Z og Birgis Arnar Steinarssonar sem fjallar um tvær stúlkur og baráttu þeirra við fíkniefni. 8. október 2018 10:56 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Efast um hópferðir barna á Lof mér að falla Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, efast stórleg um forvarnargildi kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Rúmlega 40 þúsund manns hafa séð mynd Baldvins Z og Birgis Arnar Steinarssonar sem fjallar um tvær stúlkur og baráttu þeirra við fíkniefni. 8. október 2018 10:56